Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 21. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Bandaríski seðlabankinn ætti að vinna gegn bólumyndun á eigna- markaði og koma þannig í veg fyrir að efnahagslífið beri skaða af þegar þær springa. Þetta segir Frederic Mishkin, einn af bankastjórum bandaríska seðlabankans. Mishkin vann skýrslu um íslenskt efnahagslíf ásamt dr. Tryggva Þór Herberts- syni, nú forstjóra Aska Capital, fyrir Viðskiptaráð í hittiðfyrra. Mishkin segir seðlabankann verða að gera greinarmun á því hvers konar bólum bankinn eigi að beina sjónum að. Þannig telur hann að bankinn hafi átt að fylgjast betur með verðhækkun á fasteignamarkaði og bregðast við. Netbóluna, sem sprakk með látum um síðustu aldamót, hafi átt að láta í friði. Muninn segir hann felast í víðtækari áhrifum fasteignalána á efnahagslífið en hræringa á hlutabréfamarkaði. Þá hefur fréttaveitan Mark- etWatch eftir Mishkin að stýri- vextir bíti almennt ekki á bólu- myndun. Fjárfestar geri svo mikla arðsemiskröfu að fjár- mögnunarkostnaður sé auka- atriði og leita verði áhrifaríkari leiða, svo sem að sníða fjármála- fyrirtækjum þrengri stakk. - jab FREDERIC MISHKIN Íslandsvinurinn og bankastjórinn Frederic Mishkin segir bandaríska seðlabankann verða að bregð- ast við eignabólum. Seðlabankar skoða bólurnar Finnskur fjármálaheimur stendur traustum fótum um þessar mund- ir þrátt fyrir lánsfjárkreppuna sem bitið hefur í bækur banka og annarra fjármálafyrirtækja víða um heim frá miðju síðasta ári. Þetta er álit alþjóðlega mats- fyrirtækisins Fitch, sem bætir við að fjármögnunarleiðir þriggja stærstu banka landsins séu dreifð- ar og þeir hafi ekki átt erfitt með að fjármagna sig. Fitch bætir því hins vegar við að útlit sé fyrir að aðstæður finnskra fjármálafyrirtækja verði eilítið erfiðari á þessu ári en í fyrra. Um sé að kenna minni hagvexti í Finn- landi og samdrætti hjá helstu við- skiptalöndum Finna. Umsvifamestu bankarnir í Finn- landi eru Nordea, stærsti banki Norðurlandanna, OP Pohjola og Sampo Bank, sem er í eigu hins danska Danske Bank. Kaupþing og Straumur eru með starfsemi í Finnlandi, auk þess sem Exista á tæpan fimmtungshlut í finnska tryggingafélaginu Sampo sem seldi frá sér Sampo Bank á síð- asta ári. - jab KAMPAKÁTUR FORSTJÓRI Christian Clausen, forstjóri Nordea, umsvifamesta banka Norðurlandanna. Matsfyrirtækið Fitch segir finnskan fjármálaheim standa traustum fótum. MARKAÐURINN/AFP Finnar standa traustum fótum Patrick Coveney, forstjóri breska samlokuframleið- andans Greencore, segir útlit fyrir að hráefnisverð muni hækka áfram og verði jafnvel hærra á seinni hluta þessa árs en í fyrra. Bakkavör tilkynnti á síðasta uppgjörsfundi í enda apríl að félagið ætti um ellefu prósent í samloku- framleiðandanum í gegnum skiptasamninga. Coveney sagði í samtali við fréttastofu Reuters nýverið verðið hafa hækkað svo mikið upp á síð- kastið að allt eins mætti reikna með að fyrirtækið yrði að verja öllum hagnaði síðasta árs og jafnvel ríflega það í efniskostnað á árinu. Rekstrarhagnað- ur Greencore í fyrra nam 91 milljón evra, jafnvirði 10,5 milljarða íslenskra króna. Aðspurður sagði Coveney erfitt að segja til um áhrif aðkomu Bakkavarar í hluthafahóp Greencore. Málið væri eðlilega viðkvæmt, ekki síst þar sem fyrirtækin etja kappi á breskum samlokumarkaði. „Þetta eru okkar stærstu keppinautar. En ég tel óvíst að alvarleg vandamál muni koma upp,“ sagði hann. - jab BAKKABRÆÐUR Forstjóri Greencore, sem Bakkavör á tæp ellefu pró- sent í, spáir hærra hráefnisverði í haust en nú. MARKAÐURINN/VILHELM Dýrtíðin étur hagnað samlokuframleiðanda Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Bandaríski ofurfjárfestirinn Warren Buffett, sem nýverið settist í hásætið á lista bandaríska við- skiptatímaritsins Forbes yfir auðugustu einstakl- inga í heimi, leitar þessa dagana að fjárfestingar- tækifærum í Evrópu. Buffett er nú á fjögurra daga hraðferð um Evr- ópu og mun koma við í einni stórborg á dag til að funda með fjárfestum og forkólfum í evrópskum fyrirtækjarekstri. Tilgangur viðræðnanna er að rekast á endanum á fjárfestingartækifæri í álf- unni. Ferðalag fjárfestisins aldna, sem um árabil hefur verið nefndur Vitringurinn frá Omaha sökum hæfi- leika sinna á sviði fjárfestinga, hófst í Þýskalandi á mánudag. Í gær fór hann til Lausanne í Frakk- landi en í dag spókar hann sig í Madríd á Spáni, ef allt gengur eftir. Ferðinni lýkur svo á morgun í Míl- anó á Ítalíu. Hann hélt blaðamannafund á flug hóteli í Frankfurt á mánudag þar sem hann fór yfir til- gang fararinnar. Í fyrsta lagi verður fyrirtækið sem Buffett ætlar að landa í nafni fjárfestingarfyrirtækisins Berks- hire Hathaway að vera umsvifamikið með rekstrar- hagnað upp á 75 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,5 milljarða íslenskra króna, hið minnsta. „Það eru mörg fyrirtæki í Evrópu sem skynsamt er fyrir okkur að kaupa,“ sagði Buffett og bætti við að á nýmörkuðum, sem hefðu verið mjög í umræðunni sem ört vaxandi markaðir, væru fá fyrirtæki sem gætu státað af slíkum árangri. Bloomberg-fréttaveitan bendir á að Berkshire Hathaway sitji á digrum sjóðum, eigi 35 millj- arða dala í lausafé og verði kaupin eðlilega að vera stór til að sjást hreinlega í efnahagsreikningi fjár- festingarfélagsins, sem hleypur á 200 milljörðum dala. Veitan bendir sömuleiðis á að stefnt sé að því að rúmur helmingur tekna fjárfestingarfélagsins komi utan Bandaríkjanna eftir þrjátíu til fjörutíu ár. Óvíst er hvort Buffett endist aldur til að upp- lifa það en hann er 77 ára. Félagið hefur hins vegar fjárfest talsvert utan landsteina, svo sem í Kína, Ísrael og í Bretlandi. Ekkert hefur verið gefið uppi um hvort ein- hver fyrirtæki hafa þegar hlotið náð fyrir augum Buffetts. Bloomberg bendir reyndar á að Þýska- land sé kjörinn vettvangur fyrir milljarðamæring- inn aldna en 75 prósent fyrirtækja þar í landi séu rótgróin, í einkaeigu og nokkur af þeirri stærðar- gráðu sem fjárfestirinn leiti eftir. Þrjú gætu sér- staklega hentað vel í eignasafnið. Þar á meðal er Robert Bosch, eitt stærsta fyrirtæki heims á sviði varahlutaframleiðslu í bíla, lyfjaframleiðandinn Boehringer Ingel heim og lágvöruverðskeðjan Aldi Group. Til gamans má geta að stofnendur keðjunn- ar eru bræðurnir Karl og Theo Albrecht, ríkustu menn Þýskalands, sem báðir eru á lista Forbes yfir tuttugu ríkustu menn heims. SVONA STÓRT FYRIRTÆKI? Ríkasti maður heims, bandaríski öldungurinn Warren Buffett, er í verslunarleiðangri í fjórum stór- borgum í Evrópu. Hann er með heimild upp á tæpa 2.600 millj- arða króna. MARKAÐURINN/AP Tækifærin í Evrópu Warren Buffett leitar nú kauptækifæra í Evrópu. Aðeins vel rekin og óskráð félög hljóta náð fyrir augum fjárfestisins. Danmörk, Holland, Ísland, Nor- egur, Sviss, Finnland, Kórea og Svíþjóð eru leiðandi í hlutfalls- legri dreifingu á háhraðateng- ingum innan aðildarríkja Efna- hags- og framfarastofnunar- innar (OECD). Meðalhlutfallið er þrjátíu áskriftir fyrir hverja hundrað íbúa og eru áðurnefnd lönd langt fyrir ofan markið. Samkvæmt nýrri úttekt OECD, sem birt var á mánu- dag, voru áskrifendur að há- hraðatengingum 235 milljónir talsins í desember á síðasta ári. Það er átján prósenta aukning á milli ára. Hlutfallslega voru flestir áskrifendur að háhraðanetum í Lúxemborg, Þýskalandi og Ír- landi í enda síðasta árs. Það er fimm prósenta aukning frá í hitteðfyrra. Meðalvöxturinn nemur hins vegar þremur pró- sentum á milli ára. Bandaríkin eru stærsti mark- aðurinn innan OECD með 69,9 milljónir áskrifenda. - jab Ísland leiðandi í háhraðatengingum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.