Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 10
MARKAÐURINN 21. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristján Ármannsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorgvin@markadurinn.is l bjorn.ingi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@ markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... Okkar þekking nýtist þér ... Komfort loftkæling Er heitt og þungt loft á þínum vinnustað? www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Gott úrval til á lager af öllum helstu gerðum. Komum á staðinn og veitum ókeypis ráðgjöf. s. 440-1800 * Rétt hitastig og hreint loft * Eyðir svifögnum, lykt ofl. * Bætir heilsuna og eykur vellíðan og afköst starfsmanna Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl Það var fróðlegt og skemmtilegt að sitja fyrsta fund skuggabanka- stjórnar Markaðarins á Hótel Holti síðastliðinn föstudag, en um leið er óhætt að segja að umræðan sem þar fór fram hafi vakið upp marg- ar áleitnar spurningar um fyrirkomulag peningamálastefnunnar hér á landi og stjórn efnahagsmála. Hugmyndin með skipun skuggabankastjórnar Markaðarins er að leiða saman þjóðkunna sérfræðinga og fræðimenn á sviði hagfræði og efnahagsmála og fá þá til að rýna í kortin og meta ástand og horfur. Taka svo yfirvegaða og faglega ákvörðun um stýrivexti með gegn- sæjum og lýðræðislegum hætti – frammi fyrir opnum tjöldum. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til með skipun skuggabanka- stjórnarinnar. Í henni eru fjórir einstaklingar, allir með fjölbreyttan náms- og starfsferil og víðtæka þekkingu á innlendum og erlendum að- stæðum. Þegar þetta fólk kemur saman og rökræðir fræðin í bland við úrlausnarefni dagsins í dag, er þess vegna óhætt að leggja við hlustir. Vitaskuld er tilefni þessa fyrsta fundar skuggabankastjórnarinnar ákvörðun Seðlabanka Íslands um stýrivexti, sem gerð verður heyrin- kunn á morgun. Framvegis mun skuggabankastjórnin koma saman í að- draganda reglubundinna vaxtaákvörðunardaga Seðlabankans og taka ákvörðun fyrir sitt leyti, en spá sömuleiðis í spilin um það sem fram- undan er. Fyrsta kastið mun verða greint frá fundum skuggabanka- stjórnarinnar hér í Markaðnum, en frá og með haustinu verður einnig sýnt frá fundunum í nýjum, vikulegum umræðuþætti Markaðarins á Stöð 2, þar sem fjallað verður um viðskipti, efnahags- og þjóðmál á breiðum grundvelli. Skuggabankastjórnin er ekki síst sett á laggirnar til þess að fullnægja sívaxandi þörf fyrir upplýstar og faglegar umræður um efnahagsmál. Það eru ekki aðeins aðilar á markaði sem hafa áhuga á slíku, heldur einnig í vaxandi mæli almenningur í landinu sem lætur sig varða fjár- hagslega afkomu, horfur á vinnumarkaði, stöðu gjald miðilsins og ríkis- sjóðs á viðsjárverðum tímum. Gagnrýnt hefur verið að ákvarðanir Seðlabanka Íslands um stýrivexti séu teknar „í reykfylltum bakher- bergjum“ og án þess að gerð sé grein fyrir skoðanaskiptum í aðdrag- anda þeirra. Enginn veit hvernig atkvæði fóru í bankastjórninni, hver rökin hafi verið fyrir ákvörðuninni. Erlendis koma bankastjórar seðla- banka fyrir þingnefndir og upplýsa um stöðu og horfur, fundargerðir bankastjórna eru gerðar opinberar og skýrt frá því hvernig atkvæði hafa farið. Allt í því skyni að stuðla að sem mestu og bestu gegnsæi og allt sé uppi á borðum. Hér á landi hefur þessu því miður verið öfugt farið og er brýnt að ráðin verði bót á því sem allra fyrst. Skipan bankastjóra Seðlabankans hefur ennfremur verið nokkuð til umræðu hér á landi á undanförnum árum, ekki síst í kjölfar þess að áberandi stjórnmálaforingjar, jafnvel fyrrverandi forsætisráðherrar á borð við Steingrím Hermannsson og Davíð Oddsson, hafa verið skipaðir í embættið. Það viðhorf hefur verið uppi að ekki sé nægilega faglega staðið að slíkum skipunum; eingöngu „fagmenn“ eigi að sitja í bankastjórn. Einmitt í því ljósi væri fróðlegra en ella að sjá hvernig sjónarmið skiptast í bankastjórninni, hvort einhugur er þar jafnan ríkj- andi eða heilbrigð skoðanaskipti og jafnvel átök. Við einfalda skoðun á þriggja manna bankastjórn sýnist nefnilega næsta augljóst að þar séu tveir hagfræðingar og einn lögfræðingur; einn fyrrverandi stjórnmála- foringi og tveir reynslumiklir bankamenn. Allt að einu standa vonir til þess að vaxtaákvörðun nýrrar skugga- bankastjórnar og rökræðan að baki henni geti orðið nýtt og veigamikið innlegg í umræður um efnahagsmál hér á landi. Fjórir þjóðkunnir hagfræðingar koma saman og velta fyrir sér peningamálastefnunni og stjórn efnahagsmála. Skuggabankastjórnin Björn Ingi Hrafnsson EVRUTURNINN Í FRANKFURT Umræða um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu og Myntbandalagi Evrópu hefur aukist hér á landi. Greinarhöfundur vísar til reynslu Finna af samdrætti áður en kom til inngöngu í Evrópusambandið. MARKAÐURINN/AFP Ein dýpsta efnahagslægð sem Finnar gengu í gegnum í kring- um 1990 leiddi nokkru síðar margt gott af sér fyrir finnskt efnahagslíf. Ríki, sveitar félög og fyrir tæki voru beinlínis neydd til að taka til hjá sér og nú segja Finnar að þessi tiltekt hafi lagt grunn að frábærum árangri finnskra stórfyrirtækja um alda- mót og orðið góður undirbúning- ur fyrir inngöngu Finnlands í Evrópusambandið. Vel getur verið að við Íslend- ingar séum að komast út úr þeirri efnahagslægð sem gengið hefur yfir landið en hún getur einnig dregist á langinn. Þótt erfitt sé að spá fyrir um það hvenær Íslands- vélin fer á fullt aftur er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort þetta tímabil samdráttar geti leitt eitt- hvað gott af sér. STJÓRNUNARHÆTTIR VERÐI TIL FYRIRMYNDAR Í Finnlandi hafði samdrátturinn einna mest áhrif á rekstur hins opinbera. Nýjar áherslur komu fram um aukna valddreifingu og samkeppni um þjónustu. Sveitar- félög tóku að sér fleiri verkefni sem ríkið hafði áður sinnt og þessi verkefni voru boðin út í auknum mæli. Hið opinbera leit á sig sem fyrst og fremst kaupanda þjónustu og umtalsverður sparn- aður náðist á mörgum sviðum. Ís- lenska ríkisstjórnin þarf að und- irbúa markvissa stefnu um hag- ræðingu og nýskipan í opin berum rekstri og kynna hana í fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 2009. Ugglaust á eftir að koma vel í ljós á komandi mánuðum að samdrátturinn nú beinir sjónum að bættum rekstri fyrirtækja. Í uppsveiflu breytast oft áherslur í rekstri, hagræðing víkur fyrir „stærri markmiðum“ eins og yfir- tökum og markaðssókn. Fram undan er tímabil þar sem góð stjórnun og fagmennska í rekstri verður í algleymingi. Slíkt skapar traust á íslenskum rekstri og við- skiptalífinu almennt. Íslenskt viðskiptalíf á einn- ig að líta á efasemdir erlendra fjölmiðla og markaðsaðila um gæði innviða íslenskra fyrir- tækja, krosseignatengsl og kross- stjórnar setur, sem áskorun um að gera betur í þeim efnum. Part- ur af því er klárlega að bæta stjórnar hætti fyrirtækja. Við eigum að sýna að við getum, án opinberra tilskipana, komið á stjórnarháttum sem eru til fyrir- myndar á heimsvísu. Kannski má segja að eitt skemmtilegasta tækifærið sem hafi skapast við núverandi að- stæður sé vaxandi áhugi á neyt- endamálum. Þegar þörfin var hvað mest spruttu fram einstakl- ingar og hópar sem vöktu fólk til umhugsunar um neytendamál með allt öðrum hætti en núver- andi stofnanaflóra hins opinbera hefur gert. EVRÓPUSAMBANDIÐ FÆRT ÚR GJAFAUMBÚÐUNUM Með auknum áhuga almennings á neytendamálum og sprotahóp- um á þessu sviði má hugsanlega umturna núverandi fyrirkomu- lagi, taka opinberar stofnanir á þessu sviði til endurskoðunar, nútímavæða Neytendasamtökin og gera neytendamálin skemmti- leg. Kannski verður niðurstaðan sú að Okursíðan og sambærileg- ar vefsíður verði í forystu fyrir neytendavakningu, sem er góð fyrir samkeppni í landinu og lífs- kjörin. Finnar komust að því að ein ástæða samdráttarins var óábyrg hagstjórn, miklar launa hækkanir sem voru aftur og aftur rétt- ar af með verðbólgu og gengi finnska marksins. Þetta leiddi síðan til inngöngu Finna í ESB og upptöku evru. Við Íslendingar höfum reynslu af álíka hagstjórn. Eðlilega sprettur fram sambæri- leg umræða hérlendis um hvort svarið við þessu sé innganga í ESB og upptaka evru. Einstaka stjórnmálamenn af hægri væng stjórnmálanna hafa tekið ESB- umræðuna úr gjafaumbúðunum og það er vel. Kannski er það enn eitt tækifærið sem skapast hefur í núverandi samdrætti að sú um- ræða fer nú fram með opnari hætti en áður hefur tíðkast. Þótt Finnar hafi litið á tiltekt- ina eftir síðasta samdráttarskeið sem góðan undirbúning fyrir inngöngu í Evrópusambandið og EMU má það ekki draga úr áhuga fyrir því að svona hreingerning fari fram hérlendis. Óháð afstöðu okkar til ESB eigum við að líta á núverandi samdrátt sem tækifæri til þess að gera strax þær breyt- ingar sem bætt geta samkeppnis- stöðu okkar og gert okkur snjall- ari á næsta uppgangsskeiði. Lægðin skapar tækifæri O R Ð Í B E L G Þór Sigfússon formaður Samtaka atvinnulífsins. O R Ð S K Ý R I N G I N Flöggun nefnist tilkynning sem send er út í kaup- hallarkerfi þegar eignarhald eða atkvæðis réttur vegna skráðra félaga fer upp eða niður fyrir ákveðin fyrir fram skilgreind mörk. Tilfellið er nefnilega að eignarhlutir í félögum á markaði skipta oft hratt um hendur. Við hver við- skipti breytist hlutfallslegt eignarhald á viðkom- andi félagi og við stærri viðskipti getur eignar- hald eða atkvæðisréttur breyst svo mikið að skylt sé að tilkynna um það til Kauphallarinnar og hluta- félagsins sem um ræðir. Flöggunarskylda er svo við ákveðin mörk sem dregin hafa verið í þessum efnum og ber að flagga í sérhvert sinn sem farið er yfir þau. Mörkin liggja við 5, 10, 20, 33,33, 50 og 66,75 prósenta hlut. NASDAQ/OMX KAUPHÖLL ÍSLANDS Þegar eignarhald eða atkvæðisréttur vegna skráðra félaga fer umfram fyrir fram skil- greind mörk ber að tilkynna það á markaði. MARKAÐURINN/GVA Flöggun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.