Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN 21. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N H A F L I Ð I H E L G A S O N U ndarleg árátta hvernig forysta Sjálfstæðis- flokksins stekkur í vörn og lokar leiðum í umræðunni um Evrópu sambandið í hvert sinn sem flokknum gefst tækifæri til þess að stíga skynsamleg skref í þá átt að halda öllum dyrum opnum og leyfa umræðunni að þroskast í rólegheitum. Engu líkara en að í hvert sinn sem lýðræðisleg og skynsamleg umræða hefst í flokknum um mikilvægustu spurningu fram- tíðar þjóðarinnar, þá komi símtal að ofan og stöðvi hana. Svo maður bregði fyrir sig Staksteinastíl: Hver hringir? Fær Geir Haarde svona símtöl? Stjórnar hann raunverulega flokknum? Verður kannski niðurstaðan sú að Sam- fylkingin mun leiða þjóðina inn í Evrópu eftir kosningar? Getur það verið? TAUTAÐ Í ELLIÆRRI ÞRÁHYGGJU Nei, svona skotspænisstíll í anda grjóthrúgunnar í glerhýs- inu við Rauðavatn stuðlar varla að uppbyggilegri og upplýstri umræðu um framtíðarhags- muni okkar. Verkefnin fram undan eru ærin að koma okkur í ásættan legt efnahagsástand. Skrefin í vikunni með samning- um við norræna seðlabanka eru mikilvæg – en ekki nóg. Það má reikna með að auk þeirra banka sem þegar eru komnir bætist vinir okkar Finnar í hóp- inn, auk þess sem vonir munu standa til að breski seðlabankinn hlaupi undir bagga og jafnvel komi hjálp frá Bernanke, vinur hans Mishkin, sem hefur góða innsýn í sveigjanleika hagkerfis- ins. Vinna Seðlabankans og ríkis- stjórnarinnar er byrjuð að skila árangri, en allir sem koma að því verki átta sig á því að hér er ekki tjaldað til margra nátta. Það er ekki hrífandi framtíðar- sýn sem birtist í viðtali við for- sætisráðherra um að sá varnar- mekanismi sem menn eru að grípa til núna verði hugsanlega varanleg varðstaða smáþjóðar með örmynt í opnu alþjóðahag- kerfi. Ekki bara að í því mun fel- ast gríðarlegur kostnaður sem greiddur verður af lífskjörum landsmanna. Fyrr eða síðar munu orrustur tapast með tilheyrandi stórtjóni í efnahagslífinu. Niðurstaða þessarar hag- sveiflu og vaxtar fjármálageir- ans er sú að ekki verður búið við örmyntina krónu til langrar framtíðar. Sú niðurstaða leiðir menn einfaldlega að því að aðrir kostir verði niðurstaðan. Næsta spurning við slíku er hverjir eru þeir kostir. Þar svarar einn hópur í samfélaginu: Evra. Hinn hópur- inn svarar engu. Helst að tautað sé eins og í elliærri þráhyggju. „Núverandi samningar við ESB þjóna okkur vel og engra breyt- inga er þörf.“ Svo rammt kveður að þessu rausi að þegar vara- formaður Sjálfstæðisflokksins opnar litla glufu í umræðunni í tilraun til að bjarga flokknum frá að missa af þjóð sinni, þá er hún meðhöndluð eins og Drottins- svikari. Kannski gleymdist að segja henni frá því að umræðan ætti ekki að hefjast fyrr en eftir 1. júní. Við ummælum varafor- mannsins hafa ekki komið nein rök svo heitið geti, enda lítil rök gegn því að búa svo um hnúta að við getum með skömmum fyrir- vara tekið ákvörðun um aðild að ESB ef þjóðin telur hagsmun- um sínum best borgið þar. Er skynsamlegt að loka slíkri leið? Hringdi kannski einhver? SJÁLFSTÆÐISRÖK MEÐ SLORÍVAFI Æ, nú hrasaði ég aftur um stak- steininn. Jæja. Hin skýringin á ást stjórnmálamanna á krónunni er sennilega leti. Krónan er þægi- leg mynt fyrir skussa í efnahags- stjórn. Hún leyfir þeim nefni- lega að vera eins og auraþjófur. Ef 10 krónum er stolið af 10 milljónum reikninga þá eignast sá sem stelur 100 milljónir, en enginn hefur orðið fyrir veru- legu tjóni. Það er sami þjófnað- urinn fyrir því. Aðlögun hagkerf- is í gegnum veikingu krónunn- ar er svipuð. Í stað atvinnuleysis sem óráðsía í stjórn efnahags- mála myndi kalla fram, þá er kostnaðnum dreift á alla í sam- félaginu með kjaraskerðingu og rýrnun eigna. Þannig finna kjósendur ekki fyrir vanrækslu stjórnmálamanna í sama mæli meðan krónu nýtur við eða þegar stöðugri gjaldmiðill er uppi. Krafan á stjórnmálamenn eykst og einhverjir óttast kannski að standa ekki undir slíkri kröfu. Afleiðingar hagstjórnarmistaka síðasta áratugar yrðu nafnlauna- lækkun eða atvinnuleysi ef við værum með evru. Næstu hagsveiflur verða lík- lega líkari hagsveiflum eins og hinn siðmenntaði heimur býr við. Þar mun krónan valda okkur ómældum kostnaði og gríðar- legum sveiflum sem við værum laus við með stærri gjald miðil. Ef hægt er að greina ein- hver rök andstæðinga Evrópu- umræðunnar (því nú er meira tekist á um hvort ræða megi með rökum um aðild eða ekki aðild, en ekki um hvort eigi að ganga inn eða ekki) þá eru þau annars vegar sjálfstæðis rök með smá slorívafi og hins vegar tilraun til að skapa atvinnuleysisótta. Hvað varðar sjálfstæðið, þá er ljóst að ESB er ekki samansafn ósjálf- stæðra þjóða og taki maður smá fisk með sjálf stæðis kartöflunni, þá er líklegt að óhagræði sjávar- útvegs af sveiflum í gjaldmiðli fari að verða á pari við hvort Brussel eða Bolungarvík úthluti kvótanum. Atvinnuleysi er alvörumál og dýrt gjald fyrir skussastjórn efnahagsmála. Atvinna bygg- ist hins vegar á því að öflugar atvinnugreinar séu í land- inu. Ef sveiflur gjaldmiðilsins og skert samkeppnishæfni ís- lenskra fyrir tækja vegna ís- lenskra sérreglna verða viðvar- andi, þá verða náttúr lega engin alvöru fyrirtæki eftir í land- inu þegar lengra er horft. Hver fjárfestir í slíku umhverfi? Þá næðist kannski það markmið að minnka launabil til muna. Hætt er við að slíkt samfélag byggðist á jöfnuði eymdarinnar og ein- angrunarinnar. Við höfum verið þar áður og átum þá bækurnar okkar. Í skjóli skussamyntar Ótrúlegir fjármunir fara í súg- inn einfaldlega vegna þess að réttum aðferðum er ekki beitt við áætlanagerð. Á síðasta ári fóru 25 prósent af fjárlagaliðum ríkisins fram úr kostnaðaráætl- un fyrir jafnvirði tíu milljarða króna og því er mikið svigrúm til að gera betur, segir Þórður Vík- ingur Friðgeirsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Í nýútgefinni bók sinni Áhætta, ákvarðanir og óvissa leitast Þórður við að setja fram á að- gengilegan hátt helstu aðferð- ir við áhættumat og ákvörðunar- greiningu. Þórður segir megin- markmið bókarinnar að kenna betri aðferðafræði við ákvörð- unartöku þar sem tekið er tillit til áhættu. „Bókin fjallar um aðferðir og ákvörðunartöku allt frá því að greina þá óvissu sem er til stað- ar um einstaka valkosti til þess að reikna þær stærðir sem málið varðar. Á grunni þess verður til áætlun sem á að líkjast raunveru- leikanum eins og kostur er. Bókin er með breiða skírskotun en að grunninum til er hún kennslubók í ákvörðunarfræðum við háskóla. Hún er einnig sett upp með þeim hætti að stjórnendur fyrirtækja, stjórnmálamenn, fjárfestar og at- hafnamenn geta nálgast upplýs- ingar og lesið sér til um málefn- ið. Bókin er sett upp með þeim hætti að sumir kaflar eru frekar almennir en lesendur geta kafað dýpra í aðferða- og stærðfræðina í sértækari köflum.“ Auk þess fer Þórður yfir algengar villur í ákvörðunartöku og setur fram líkön sem eru gagnleg til að meta áhættu og stuðla að betri ákvörð- unum. SKORTUR Á GÓÐU VERKLAGI Þórður hefur rannsakað hvernig Íslendingum hefur tekist upp við áætlanagerð og ákvarðanatöku. Rannsóknir Þórðar benda til ákveðins skorts á aga í opinber- um verkefnum. Þórður bendir á að framkvæmdir fara ekki ein- ungis fram úr kostnaðaráætlun heldur einnig þeim tímaramma sem þeim er settur, sem staðfesti hversu mikilvægt sé að taka upp- lýstar ákvarðanir. Þórður segir einnig að þrátt fyrir að fram- úrkeyrsla í opinberum fram- kvæmdum sé ekki séríslenskt fyrirbæri séu Íslendingar djarf- ari í ákvarðanatöku en margar aðrar vestrænar þjóðir. Þórður vekur athygli á því hve mikilvægt það sé að stuðla að bættu verklagi og að ákveðinn skortur sé á aga í opinberum framkvæmdum. Þórður vísar til nýlegra dæma af opinberum vett- vangi og skemmst er að minnast framúrkeyrslu fjárheimilda við uppgerð Grímseyjarferjunnar. Þórður vill með bók sinni leggja sitt á vogarskálarnar til að stuðla að bættu verklagi í opinberum framkvæmdum og bendir á að hægt sé að spara umtalsverða fjármuni með betri áætlanagerð. - bþa ÞÓRÐUR VÍKINGUR FRIÐGEIRSSON Þórður hefur víðtæka reynslu af ráðgjafa- störfum jafnt í opinbera- og einkageiran- um. Rannsóknir Þórðar benda til skorts á aga og í opinberum framkvæmdum. MARKAÐURINN/ARNÞÓR Kostnaðarsamt að kasta til höndum Hægt er að spara umtalsverða fjármuni með bættu verklagi og áætlanagerð, segir Þórður Víkingur Friðgeirsson, aðjúnkt við HR. NÓG AÐ GERA VIÐ ÍSAFGREIÐSLUNA Starfsmenn Stork Food Systems í Boxmeer í Hollandi héldu upp á nýtt eignarhald fyrirtækisins með því að gæða sér á ís. MYND/SFS Haldið var upp á nýtt eignarhald matvælavinnslu- vélaframleiðandans Stork Food Systems með all- sérstökum hætti á dögunum. Fyrirtækið leigði ísbíl sérstaklega í tilefni af því að Íslending- ar hefðu fest á því kaup og starfsmenn þess af- greiddu daglangt ís til kollega sinna. Aðalstöðvar Stork Food Systems eru í Boxmeer í Hollandi, en kaup Marel Food Systems á fyr- irtækinu tóku formlega gildi hinn 8. þessa mán- aðar. Tilkynnt var um kaupsamninginn 28. nóvem- ber í fyrra en hann var háður þeim skilyrðum að fyrirhugað yfirtökutilboð London Acquisition N.V. um að kaupa alla hluti í Stork N.V. væri skilyrð- islaust, að kaupin fengju jákvæða umsögn starfs- mannaráðs Stork (Stork Works Council) og einnig samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda. 17. janúar síðastliðinn var því lýst yfir að yfir- tökutilboð London Acqusition N.V. um að kaupa alla hluti í Stork N.V. væri án skilyrða. Þá hlutu kaupin jákvæða umsögn starfsmannafélagsins og með samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda 21. apríl síðastliðinn var öllum skilyrðum kaup- samningsins fullnægt. - óká Fengu sér ís í tilefni af kaupum Íslendinga Starfsmenn Stork Food Systems gerðu sér glaðan dag. Bandaríkjamenn vinna nú að því að minnka þörf sína á aðkeyptri olíu en með hækkandi olíuverði, sparneytnari bílum og aukinni notkun etanóls hefur innflutning- ur þeirra á olíu lækkað í fyrsta skipti síðan árið 1977, samkvæmt frétt Financial Times. Gert er ráð fyrir að þörf þeirra á innfluttri olíu muni minnka úr sextíu prósentum í fimmtíu árið 2015 en mun þó hækka aftur í 54 prósent árið 2030, að mati yfirmanns orkutölfræðideildar Bandaríkjanna. Orkustofnun Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að orkulög muni hjálpa við að auka notkun á vist- vænum orkugjöfum úr rúmlega þrjátíu milljörðum lítra á þessu ári í 120 milljarða lítra árið 2030, auk þess sem krafist verður fjöru- tíu prósenta aukningar á spar- neytni bensínbíla frá árinu 2020. Einnig hafa náttúrusinnar á bandaríska þinginu krafist þess að bílaframleiðendur sýni fram- leiðslu á sparneytnari dísilbíl- um meiri áhuga og auki hlutdeild þeirra á bandarískum markaði úr einu prósenti í fimmtán árið 2030, segir Guy Caruson, yfir- maður orkutölfræðideildar. Bandaríkin að minnka þörf á innfluttri olíu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.