Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 22. maí 2008 13 KJARAMÁL Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, og Samtök fyrirtækja í heilbrigðis- þjónustu hafa gert samkomulag sem kveður á um þriggja prósenta launahækkun starfs- manna hjá þessum fyrirtækjum frá 1. maí 2008. Samkomulagið er hugsað sem innborgun á komandi kjarasamn- ing sem stefnt er að því að gera í kjölfar kjarasamnings FÍH við fjármálaráðherra en viðræður standa nú yfir milli samninga- nefndar FÍH og ríkisins. - ghs Heilbrigðisþjónusta: Samið um þriggja pró- senta hækkun SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 11,7 milljörð- um króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2008 samanborið við 15,6 milljarða á sama tímabili 2007. Aflaverðmæti hefur dregist saman um 3,9 milljarða, eða 25,1 prósent milli ára. Munar þar mestu um verðmæti loðnu sem nam rúmum 900 milljónum fyrstu tvo mánuði ársins samanborið við rúma 3,5 milljarða á sama tíma árið 2007. Aflaverðmæti botnfisks var í lok febrúar orðið 9,5 milljarðar miðað við 10,7 milljarða á sama tíma árið 2007 og er því um 11,3 prósent samdrátt að ræða. Verðmæti þorskafla var 4,9 milljarðar og dróst saman um 20,8 prósent. - shá Aflaverðmæti árið 2008: Mikil samdrátt- ur á milli ára ÚTSKIPUN Aflaverðmæti hefur dregist saman um 3,9 milljarða. STJÓRNMÁL Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum heldur súpufund á laugardaginn. Að þessu sinni er ræðumað- ur Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við viðskipafræði- deild Háskóla Íslands. Vilhjálmur er formaður Samtaka fjár- festa. Hann segist ætla að viðra starfsemi samtakanna. „Við höfum verið í baráttu vegna kaupréttarsamninga og innherjaviðskipta og ég mun reifa þau mál. Þá mun ég fara yfir athugasemdir okkar varðandi REI- málið, en mér sýnist nú flestir hafa tekið undir þær,“ segir Vilhjálmur. Fundurinn verður í Skúlatúni 4, annarri hæð og hefst klukkan 12. Konur í Frjálslynda flokknum: Súpufundur með Vilhjálmi VILHJÁLMUR BJARNASON HEILBRIGÐISMÁL Lýðheilsustöð hefur gefið út fræðsluritið Ráðleggingar um hreyfingu. Þar er fjallað um hreyfingu til heilsubótar fyrir fólk á öllum aldri sem og hreyfingu barns- hafandi kvenna. Ritinu er ætlað að stuðla að því að sem flestir hreyfi sig nóg til að vernda og bæta heilsuna. Einnig er það ætlað fagfólki til að auka þekkingu á hreyf- ingu, skapa jákvætt viðhorf til hreyfingar, auka hæfni til að greina hreyfivenjur og gera áætlanir um meiri hreyfingu eftir þörfum. - ovd Lýðheilsustöð ráðleggur: Nýtt fræðslurit um hreyfingu Eldur í skúr við Hafravatn Tilkynnt var um eld í skúr í landi Miðdals við Hafravatn laust eftir klukkan tíu á þriðjudagskvöldið. Var skúrinn alelda þegar slökkvilið kom á vettvang og gjörónýtur. Eldsupptök eru ókunn en málið er í rannsókn. LÖGREGLUFRÉTTIR Árlegt uppboð óskilamuna Árlegt uppboð óskilamunadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu verður haldið laugardaginn 31. maí. Að þessu sinni fer það fram í húsnæði Króks í Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Búfénaður á þjóðvegum Lögreglan á Hvolsvelli hefur fengið átta tilkynningar um lausagang búfjár í umdæmi sínu í vikunni. VELFERÐARMÁL Tillaga frá Félags- bústöðum um að leiga verði hækkuð um tíu prósent umfram ársfjórðungslega hækkun liggur fyrir borgarráði. Ráðið fundar í dag. Tillagan er komin vegna slæmrar rekstrarstöðu Félags- bústaða. Jórunn Frímannsdóttir, for- maður velferðarráðs, segir beiðnina ekki óeðlilega miðað við rekstrarstöðuna. Hún segir að málinu verði vísað til velferðar- ráðs til umfjöllunar. „Mér finnst ekki ólíklegt að beðið verði með hækkun, ekki síst í ljósi þeirra breytinga sem eru að ganga í gegn á kerfinu. Fólk þarf að átta sig á þeim og þar þarf að vinna sérstaklega með ákveðinn hóp sem hækkar verulega,“ segir Jórunn. Þorleifur Gunnarsson, fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði Reykjavíkur, segist skilja rök- semdir Félagsbústaða, en telur að laga verði stöðu þeirra á annan hátt. „Borgin stendur vel, eins og ársreikningur sýnir, en heimilin illa. Við verðum að taka höggið af þeim sem verst hafa það,“ segir Þorleifur. Hann segir vísitölubundna leigu eina og sér þó nokkra. „Ef þetta er samþykkt og horfur í efnahagsmálum verða svipaðar hefur leigan hækkað um tæp nítján prósent frá áramótum til 1. júlí. Á sama tíma hafa bætur öryrkja hækkað um sjö til átta prósent,“ segir Þorleifur. - kóp Félagsbústaðir vilja tíu prósenta leiguhækkun umfram verðlag: Félagsbústaðir vilja hækka leigu JÓRUNN FRÍMANNSDÓTTIR ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.