Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 16
16 22. maí 2008 FIMMTUDAGUR NEYTENDAMÁL Áratugsbaráttu kjúklingaframleiðenda gegn kam- fílóbakter er stefnt í hættu verði matvælalöggjöf Evrópusam- bandsins leidd í lög á Íslandi. Þetta segir Jarle Reiersen, framleiðslustjóri kjúklingafram- leiðandans Reykjagarðs. Frumvarp um innleiðingu mat- vælalöggjafarinnar er til með- ferðar í sjávarútvegs- og land- búnaðarnefnd Alþingis. Jarle, sem áður var dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá embætti yfirdýralæknis, telur fólki standa ógn af evrópsku fersku kjúkl- ingakjöti enda veiti Evrópusam- bandið neytendum ekki varnir gegn kamfílóbakter. „Evrópusambandið vill ekki veita tryggingu fyrir kamfíló- bakter. Það þýðir að Ísland fær ekki að krefjast vottorða og rann- sókna þannig að kerfið sem var komið hér á fót er rifið niður,“ segir Jarle. Í kjölfar þess að hér greindust 326 tilfelli kamfílóbaktersýkinga í fólki árið 1999 gripu yfirvöld og kjúklingaframleiðendur til viða- mikilla og kostnaðarsamra aðgerða til að sporna við ástand- inu. Sýni eru tekin úr öllum eldis- hópum og greinist kamfílóbakter- mengun er kjötið ýmist fryst eða hitað. Við það drepst sýkillinn. Jarle segir árangurinn mælan- legan; á síðasta ári hafi greinst rétt rúmlega 40 tilfelli. Óvíst sé hvort og hve mörg þeirra rekja megi til kjúklinga. Það er mat Jarle að verði mat- vælalöggjöf ESB innleidd sé vörnum gegn kamfílóbakter varp- að fyrir róða. Varla þjóni tilgangi að vera með fokdýrt eftirlitskerfi fyrir íslenska framleiðslu en ekki erlenda. Þess utan væri þá fram- leiðendum mismunað eftir þjóð- erni. „Við viljum halda þessum sýnatökum áfram til að verja neytendur fyrir þessari hugsan- legu vá en það verða þá allir að sitja við sama borð,“ segir Jarle. Kamfílóbaktersýking er algengasta iðrasýking í mönnum í hinum vestræna heimi. „Þetta er ekki pínulítið vandamál, þetta er gífurlegt vandamál,“ segir Jarle. Að hans sögn kom kamfílóbakter- mengun upp í um átta prósentum íslenskrar kjúklingaframleiðslu á síðasta ári. Í löndum innan Evr- ópusambandsins getur hlutfallið numið tugum prósenta. Hann segir starfsmenn Evrópusam- bandsins á sviði matvælaeftirlits vilja taka upp hliðstætt eftirlits- kerfi og hér er við lýði en stjórn- málamenn, einkum í suðurlönd- um álfunnar, séu því andvígir. bjorn@frettabladid.is Matvælalöggjöf ESB ógnar vörnum gegn kamfílóbakter Verði matvælalöggjöf Evrópusambandsins leidd í íslensk lög bresta varnir gegn kamfílóbaktermengun í kjúklingakjöti. Við það margfaldast hættan á kamfílóbaktersýkingum í mönnum. Slíkum sýkingum hefur svo gott sem verið útrýmt með viðamiklum og kostnaðarsömum ráðstöfunum kjúklingaframleiðenda. JARLE REIERSEN PÖKKUN Framleiðslustjóri Reykjagarðs óttast að matvælalöggjöf Evrópusam- bandsins spilli fyrir góðum árangri sem náðst hefur í baráttunni við kamfílóbakt- er. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ALÞINGI Geir H. Haarde forsætis- ráðherra segir óvenjulegt að Samfylkingin hafi lýst sig andvíga ákvörðun sjávarútvegsráð- herra um að hefja hrefnu- veiðar en það sé að mörgu leyti hreinlegra en að fara í felur með þá afstöðu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, gagnrýndi þetta á Alþingi í gær. Sagði hann gjörn- inginn aumlegan enda bæru báðir stjórnarflokkarnir ábyrgð á verkum ríkisstjórnarinnar. Velti Steingrímur jafnframt fyrir sér hvort þingmeirihluti væri fyrir ákvörðuninni þar sem Samfylking- in væri á móti. - bþs Ágreiningur um hrefnuveiðar: Hreinlegra en að fara í felur STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Undir áhrifum á stolnum bíl Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann aðfaranótt miðvikudagsins vegna gruns um akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna. Er maðurinn einn- ig grunaður um að hafa stolið bílnum sem hann ók. LÖGREGLUFRÉTTIR BRETLAND, AP Dalai Lama, andleg- ur leiðtogi Tíbeta, hóf á þriðjudag ellefu daga heimsókn til Bret- lands með því að taka við heiðurs- doktorsnafnbót frá Metropolitan- háskólanum í Lundúnum. Hann mun í heimsókninni meðal annars eiga fund með Gordon Brown for- sætisráðherra, sem fyrir vikið mun vafalaust fá yfir sig harðorð mótmæli frá ráðamönnum í Kína. Aðgerðasinnar sem berjast fyrir frjálsu Tíbet eru reyndar ekki alls kostar sáttir heldur, þar sem þeir höfðu vænst þess að for- sætisráðherrann tæki á móti Dalai Lama í embættisbústað sínum að Downingstræti tíu eins og Tony Blair gerði árið 1999. Þess í stað á fundurinn að fara fram í embættisbústað biskups- ins af Kantaraborg, en til hans hafa einnig fleiri trúarleiðtogar verið boðaðir. Dalai Lama átti viðdvöl í Berlín fyrir helgina þar sem hann hitti þýska þróunarmálaráðherrann. Ekki stóð á mótmælum Kína- stjórnar sem sagði fundinn brot á yfirlýstum stuðningi Þjóðverja við óskipt Kína. Sjálfur stefnir Dalai Lama ekki að sjálfstæði Tíbets heldur auk- inni sjálfstjórn innan Kína. - aa Dalai Lama í heimsókn til Bretlands: Fær ekki að hitta Brown í Downingstræti 10 HEIÐRAÐUR Dali Lama tekur við heiðurdoktorsskjali úr hendi rektors Metropolitan- háskólans í Lundúnum. NORDICPHOTOS/AFP Hraðakstur á Suðurnesjum Sjö ökumenn voru kærðir fyrir of hrað- an akstur á Suðurnesjum í fyrrinótt. Sá er hraðast ók var á 70 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 30. LÍBANON, AP Fulltrúar stríðandi fylkinga í Líbanon náðu í gær sam- komulagi eftir langan sáttafund í Katar. Samkomulagið afstýrir nýju borgarastríði en ríkisstjórnin, sem nýtur stuðnings Vesturlanda, kaup- ir það því verði að færa Hizbollah, hinni herskáu hreyfingu sjíamús- lima í landinu, þau lykilvöld sem hún sóttist eftir; neitunarvald við öllum ákvörðunum nýrrar þjóð- stjórnar. Stjórnvöld í Íran og Sýrlandi, sem styðja Hizbollah, voru fljót til að bera lof á samkomulagið, sem náð- ist fyrir milligöngu arabaríkja. En ljóst þykir að það hljóti misjafnar undirtektir meðal ráðamanna á Vesturlöndum, enda eru þeim hin auknu áhrif Hizbollah vafalaust ekki að skapi. Talsmaður Líbanonstjórnar, Saad Hariri, virtist viðurkenna að hans menn hefðu að mestu látið undan kröfum mótaðilans í viðræðunum, sem til var efnt eftir að til nýrra átaka milli fylkinga kom í Líbanon fyrr í mánuðinum eftir átján mán- aða pattstöðu. Þess er vænst að á grundvelli nýja samkomulagsins verði nýr málamiðlunarforseti kjörinn á sunnudag; að því er líbanska ríkis- fréttastofan greindi frá yrði sá hershöfðingi í máttlitlum en hlut- lausum stjórnarher landsins. - aa Stríðandi fylkingar í Líbanon sátu langan sáttafund í Katar: Samkomulagið álitið sigur fyrir Hizbollah FÖGNUÐUR Skóladrengir í Aamchit norður af Beirút fagna samkomulaginu og hampa mynd af Michel Suleiman hershöfðingja og verðandi forseta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP spar.is Velkomin NÝTT LOFTFAR Splunkunýtt Zeppelin- loftfar hófst á loft í Friedrichshafen í Þýskalandi í gær. Loftfarið verður flutt til Bandaríkjanna í haust þar sem það verður í notkun í Kaliforníu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.