Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 24
24 22. maí 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Útgjöldin > Herraklipping. Meðalverð á öllu landinu í febrúar 2000-2008. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 1. 84 6 1. 98 0 1. 61 6 2. 33 9 „Bestu kaup sem ég hef gert voru í sumarjakka einum sem var léttur og þægilegur en kostaði um það bil 5.000 krónur og það árið 1987,“ segir Kjartan Emil Sigurðsson stjórnmálafræðingur. „Þetta var blár jakki og á annarri erminni var merki sem á stóð „lemon“, en eins og kunn- ugt er þá kalla hagfræðingar notaðar bifreiðar einmitt því nafni! Ég komst að þessu mörgum árum síðar.“ Spurður um verstu kaupin rifjar hann upp kaup af skóm. „Kaup sem tengjast skóm hafa ávallt verið meðal minna verstu kaupa um ævina. Einhverju sinni keypti ég skó í Kringlunni en annar þeirra var handónýtur frá fyrsta degi. Ekki man ég hvort reynt var að nota hinn skóinn en ekki rekur mig minni til þess enda skópar ónýtt um leið og annar skórinn er ónýtur. Þessir skór voru einhvers konar íþróttaskór með mynd af körfubolta á tungunni en þeir stóðu auðvitað ekki undir nafni sem skór né nokkuð annað.“ NEYTANDINN: KJARTAN EMIL SIGURÐSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR Skókaup hafa ávallt verið verstu kaupin 2. 81 0 2000 2002 2004 2006 2008 Kaskótryggingar á húsbíl- um falla úr gildi hjá VÍS þegar bílarnir hafa verið erlendis í samfleytt 92 daga að meðtöldum brottfar- ar- og komudegi og nauð- synlegum flutningsdögum nema aukatrygging sé keypt eða um annað samið sérstaklega. Þetta gerist þó að kaskótryggingin sé árs- trygging og greidd að fullu sem slík. Erna M. Kristjánsdóttir og Símon Á. Sigurðsson keyptu sér húsbíl af gerðinni Mercedes Benz Sprinter í fyrra og komu með hann til lands- ins í júní. Húsbíllinn var strax sett- ur í kaskótryggingu hjá VÍS við komuna til Seyðisfjarðar. Erna og Símon fóru utan á bílnum í október og hafði Erna samband við trygg- ingafélagið til að fá græna kortið og kanna hvort tryggingamálin væru ekki í lagi. Hún spurði sér- staklega um trygginguna á hús- bílnum og var sagt að allt væri í lagi með tryggingarnar. Henni var ekki sagt frá því að tryggingin félli úr gildi eftir 92 daga ferðalag erlendis eða að hún gæti keypt aukatryggingu til að hafa bílinn fulltryggðan. Erna og Símon ferðuðust um Spán í haust og settu bílinn svo í geymslu. Þau fóru aftur út í janúar og tóku upp þráðinn. Laugardag- inn 22. mars ætluðu þau að snæða hádegisverð á veitingastað á Costa del Sol og lögðu bílnum skammt frá. Þegar þau komu til baka var búið að brjótast inn í bílinn að framanverðu, vinna skemmdir á honum og taka allt verðmætt, til dæmis tölvur og myndavélar. Erna og Símon kölluðu til lögreglu og höfðu svo samband við VÍS þegar þau voru komin heim. Erna segir farir sínar ekki slétt- ar af viðskiptunum við VÍS. Trygg- ingarfélagið hafi neitað að greiða tjónið á bílnum vegna þessarar 92 daga reglu. Það bæti hins vegar innbúið að þremur fjórðu hlutum og hafi loks samþykkt að endur- greiða kaskótrygginguna að hluta. „Ég hafði greitt frá 1. júní í fyrra. Kaskótryggingin er árstrygging og ég vildi fá endurgreitt úr því að hún var ekki í gildi. Eftir mikið þref og fundahöld var það loks samþykkt,“ segir hún og bendir á að þetta gildi um alla bíla. Það komi fram í smáa letrinu. Ástrós Guðmundsdóttir, deild- arstjóri hjá VÍS, segir að hugsunin á bak við 92 daga regluna sé sú að ferðalag sé alltaf ferðalag. Þegar farið sé utan með húsbíl þá gildi tryggingin í þrjá mánuði fyrir við- komandi eins og gildir með ferða- tryggingar almennt. Ef ferðalagið standi lengur en í þrjá mánuði líti VÍS svo á að um dvöl í landinu sé að ræða nema um annað hafi verið samið og þá þurfi að kaupa við- auka við trygginguna eða gera aðrar ráðstafanir erlendis. ghs@frettabladid.is Falla úr gildi eftir 92 daga ferð erlendis LÁÐIST AÐ GETA AUKATRYGGINGAR Húsbílaeigendurnir Erna M. Kristjánsdóttir og Símon Á. Sigurðsson við húsbílinn sem brotist var inn í. Þau fengu innbúið bætt að þremur fjórðu en ekki skemmdirnar á bílnum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SIGURÐSSON Hérlendis hófst framleiðsla appelsínusafa í neytendaumbúð- um árið 1972. Síðan hefur þessi iðnaður aukist verulega og þykir í dag sjálfsagt að appelsínusafi og annar ávaxtasafi sé hluti af daglegri neyslu. Hreinn ávaxtasafi úr þykkni Stærstur hluti þess safa sem pakk- að er hér á landi er framleiddur úr ávaxtaþykkni sem er flutt hingað frosið í gámum eða tunnum. Þykknið er framleitt með því að eima burt vatn úr ávaxtasafa til að minnka rúmmál og þar með flutn- ingskostnað. Við framleiðslu hér er engu blandað saman við þykknið nema hinu ágæta íslenska vatni, í stað þess sem eimað var burt í upphafi, og ef til vill ávaxtakjöti. Safinn er svo gerilsneyddur og pakkað í neytendaumbúðir. Þessi safi er ýmist kælivara eða ekki. Kælivaran hefur styttra geymsluþol, oft um sex vikur, en safa sem ekki þarf að geyma í kæli er pakkað við dauðhreinsaðar aðstæður til að tryggja hið langa geymsluþol sem er allt að tólf mánuðir. Þessi sama aðferð er notuð við flestar gerðir ávaxtasafa, hvort sem hann er úr einum eða fleiri tegund- um ávaxta. Hreinn ávaxtasafi úr þykkni tryggir að engu er bætt í saf- ann nema vatni og ef til vill ávaxtakjöti. Hreinn safi er alltaf án rotvarnarefna og annarra aukefna. Dæmi um slíka safa er Trópí, Brazzi og Ávöxtur. Hreinn ávaxtasafi ekki úr þykkni Þessi ávaxtasafi er eins lítið unninn og hægt er og þykir hvað bragð- bestur. Ávaxtasafinn hefur aldrei verið þykktur. Hann er fluttur hingað til lands við frostmark, pakkað beint í neytendaumbúðir eftir gerilsneyðingu og er venjulega kælivara. Þarna er engu blandað í safann. Dæmi um þennan safa er Trópí nýkreistur og Sólarsafi. Ávaxtanektar Nektar er framleiddur með því að bæta sykri/hunangi/sætu- efnum og bragðefnum saman við ávaxta- þykkni og þynna með vatni að réttum styrkleika. Í þenn- an drykk má bæta ýmsum efnum til að auka næringargildi hans, en þessa bætingu skal tilkynna Matvælastofnun. Einnig má bæta í hann svokölluðum hjálparefnum til að stilla sýrustig eða bæta geymsluþol. Þetta þarf að taka fram á umbúðum. Þarna hafa framleiðendur séð tækifæri til að auka hollustu vörunnar með því að bæta við vítamínum, steinefnum eða andoxunarefnum. Ávaxtadrykkur Hér er á ferðinni drykkur sem hefur svipaða eiginleika og nektar, nema að hér er ávaxtainnihald minna. Dæmi um þennan drykk eru Svali og Frissi fríski. www.mni.is MATUR & NÆRING GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR MATVÆLAFRÆÐINGUR ÍSLENSKUR ÁVAXTASAFI Nú hillir undir að settar verði reglur varðandi markaðssókn á vörum og þjónustu sem beinast að börnum og unglingum. Reglurnar verða settar fram af talsmanni neytenda og umboðsmanni barna, og unnar í nánu samráði við aðila á mark- aði, almannasamtök, stofnanir og sérfræðinga. Í tilkynningu segir að verkefnið, sem ber heitið Neytendavernd barna, sé til komið vegna fjöl- margra athugasemda um að brýnt sé að tekið verði á sívaxandi markaðsáreiti sem beinist að börnum. Reglurnar verða kynntar formlega í sumarbyrjun. ■ Neytendavernd barna Börn verða vernduð fyrir markaðssókn Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Í staðinn fyrir að fara með kjóla og jakka í hreinsun grípur Thelma Jónsdóttir hönnuð- ur stundum til þess ráðs að hengja þá upp inn í baðher- bergi eftir að hún kemur úr heitri sturtu. „Þá gufar lyktin upp úr þeim. Maður getur líka skellt þeim á heitan ofn og öll lykt hverfur. Ég gerði þetta oft áður en reykingabannið tók gildi og maður gat ekki brugðið sér á bar- inn án þess að lykta af tóbaki. Þetta er einfalt og þægilegt og svo sparar maður líka pening.“ GÓÐ HÚSRÁÐ REYKURINN GUFAR UPP ■ Thelma Jónsdóttir slær tvær flugur í einu höggi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.