Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 40
 22. MAÍ 2008 FIMMTUDAGUR Þó að aldrei hafi fleiri lönd tekið þátt í Eurovision en nú gæti þeim fjölgað enn. Nokkur lönd sem hafa þáttökurétt í keppninni eru fjarver- andi í ár, af ýmsum ástæðum. Þátttökuréttur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, eins og Eurovision heitir upp á íslensku, takmarkast ekki við landfræðilega legu landa innan álfunnar, eins og margir gætu haldið. Forsenda þátt- töku er að lönd eigi aðild að Sam- bandi evrópskra sjónvarpsstöðva, og það hafa ekki öll lönd í álfunni, en nokkur utan hennar. Í framtíð- inni gætum við því átt von á þátt- takendum frá Alsír, Egyptalandi, Jórdaníu, Líbanon, Líbíu og Túnis, auk Marokkó, sem reyndar sendi fulltrúa árið 1980. Liechtenstein og Kasakstan eiga ekki aðild að sambandinu, og hafa því aldrei tekið þátt. Í ár eru sex lönd með þátttökurétt einnig fjar- verandi. Austurríki, sem tók fyrst þátt árið 1957, hefur oft tekið sér pásur. Eftir keppnina í fyrra, þar sem Austurríki vermdi næstsíð- asta sætið í undankeppninni, lýsti sjónvarpsstöðin ORF því yfir að hún hefði „engan áhuga á að senda fleira hæfileikafólk frá Austurríki í keppni þar sem þeir eiga enga möguleika“, og áttu þar helst við austur-evrópsku kosningamafíuna umtöluðu. Ítalir hafa ekki verið með frá árinu 1997, og segja ástæðuna vera áhugaleysi sjónvarps- stöðvarinnar RAI og Ítalanna sjálfra. Ef þeir ákveða að taka þátt á ný fær fulltrúi Ítala sess í úrslitakeppninni, þar sem landið telst til „stóru land- anna fimm“ í Eurovision- samhengi. Lúxemborg var meðal fyrstu landanna til að taka þátt í Eurovision og hefur unnið keppnina fimm sinnum. Lúxemborg hefur þó ekki tekið þátt frá árinu 1994, og verður engin breyting þar á í ár. Mónakó hefur unnið keppnina einu sinni, árið 1971. Mónakóbúar tóku sér pásu frá 1980 til 2003, en frá 2004 til 2006 hlaut fulltrúi Mónakó sömu örlög og svo margir aðrir og komst aldrei upp úr undankeppn- inni. Mónakó tók því ekki þátt árið 2007 af sömu ástæðu og Austurríki – vonleysi um að komast áfram. Slóvakía hefur átt fulltrúa í Eur- ovision þrisvar sinnum, frá því að landið tók fyrst þátt árið 1994. Slóvakar yfirgáfu keppnina hins vegar árið 1998 og hafa ekki snúið aftur. Þá er enn ónefnt eitt aðildar- land að Sambandi evr- ópskra sjónvarpsstöðva sem ekki hefur nýtt sér þátttökurétt sinn hingað til, og telst eiginlega harla ólík- legt til að gera svo í framtíðinni. Vatíkanið gæti nefnilega sent fulltrúa sinn í söngkeppnina ef svo bæri undir, en þess verður eflaust langt að bíða. Vicky Leandros vann Eurovision fyrir Lúxemborg með laginu Après toi árið 1972. Lúxemborg hefur alls unnið fimm sinnum, en hefur ekki verið með í fjórtán ár. Eric Papilaya frá Austurríki vegnaði ekki vel í Helsinki í fyrra, og mun landið ekki taka þátt aftur fyrr en kosningatilhögun verður breytt til hins betra. Samira Said söng fyrir Marokkó í eina skiptið sem landið hefur sent fulltrúa sinn í Eurovision, árið 1980. Vatíkanið gæti sent söngfugl í Euro- vision, þar sem landið á aðild að Sam- bandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Fjarverandi úr Eurovision Loksins er stóra stundin runnin upp. Laust eftir klukkan sjö í kvöld reyna Regína Ósk og Friðrik Ómar að syngja sig áfram í aðalkeppnina á laugar- daginn. Þá er komið að því. Regína Ósk og Friðrik Ómar stíga fyrst á svið í kvöld og leggja allt í sölurnar til að syngja sig í aðalkeppnina á laugar- daginn. „Við erum spennt og full tilhlökkunar. Það er ekki beint stress í gangi, við hlökkum bara til að sýna hvað við höfum upp á að bjóða,“ segir Regína. „Við ættum að kunna þetta. Við erum jú búin að vera með þetta lag í átta mán- uði,“ segir Friðrik. Þau fylgdust með fyrri undan- keppninni á píanóbarnum á hótel- inu og eru nokkuð sátt við úrslitin. Það er engin sorg þó að írski kalk- úninn kæmist ekki áfram. „Úrslitin voru í heildina sanngjörn og ekkert sjokkerandi við þau,“ segir Regína. „Þótt það séu tvær Norðurlanda- þjóðir komnar áfram segir það ekkert um möguleika okkar, held ég. Þetta eru allt svo ólík lög.“ Einhverjir raddir hafa verið á kreiki um að sænsku tækni- mennirnir ætli að spara konfekt- ið þar til Charlotte Perrelli stíg- ur á svið á eftir Eurobandinu, en Regína blæs á svoleiðis samsær- iskenningar. „Það hafa alltaf verið sænskir tæknimenn, allavega síð- ustu árin. Ég treysti þeim full- komlega.“ Í gær voru tvö búningarennsli þar sem síðustu lagfæringarnar á atriðinu voru gerðar. Í dag klukk- an tvö er svo þriðja og síðasta bún- ingarennslið. Svo er það bara al- varan. Regína hefur þrisvar sinn- um farið sem bakraddasöngkona og þekkir því til keppninnar, en þetta er fyrsta keppni Friðriks – „Ég fer bara sem aðal,“ segir hann og bætir við, „djók“. „Hann hefur bara aldrei verið beðinn um að fara sem bakrödd,“ segir Regína og hlær. „Það er miklu, miklu, miklu, miklu, miklu, miklu meira álag að vera aðal en í bakrödd. Ég er að tala um allt fyrir utan sjálfan per- formansinn, sem er nú minnsta málið í þessu öllu. Ég er að tala um að mæta í veislur hingað og þangað. Maður er óvanastur þessum papparössum sem taka alls staðar á móti manni.“ Hvernig virkar það á sveita- fólkið ofan af Íslandi? „Mér finnst þetta gaman og skemmtilegt og ég held að ég njóti mín rosa vel, en ég myndi ekki vilja vera svona í lífinu. Þetta er ágætis tveggja vikna sýnishorn,“ segir Regína. „Ég vildi hins vegar alveg vilja gera þetta alltaf,“ segir Friðrik. „Fylgir þetta ekki bara starf- inu?“ Er svo eitthvað alveg extra sem þið ætlið að setja í flutning- inn þegar það kemur loksins að þessu? „Við gefum alveg okkar 200 prósent í þetta,“ segir Regína. „Þetta er búið að vera 150 pró- sent á æfingum og svo gefum við 200 í þetta,“ segir Friðrik. „En samt. Við gerum bara það sem við erum vön. Breytum ekkert mikið út af vananum. Þetta er bara eins og hver önnur árshátíð í Reykja- vík.“ gunnarh@frettabladid.is Gefum 200 prósent í þetta Eurobandið við keppnisstaðinn. Þeim finnst báðum serbneska lagið best og myndu kjósa það. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.