Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 74
50 22. maí 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is F ít o n /S ÍA Eftir Inu Christel Johannessen AÐEINS 3 SÝNINGAR Á LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 23.05.08 / 24.05.08 / 25.05.08 BREYTTUR SÝNINGARTÍMI 24.MAÍ SÝNING NÚ KL 17.00 MIÐAR 568 8000 / www.id.is SÝNINGAR Á LISTAHÁTÍÐINNI Í BERGEN 01.06.08 / 02.06.08 HEIMSFRUMSÝNING ANNAÐ KVÖLD ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN OG CARTE BLANCHE, BERGEN KYNNA AÐALÆFING Í KVÖLD KL. 19.30 AÐGANGUR AÐEINS KR. 1.000 Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna í höll- inni eftir sýningu Emirs Kusturica á nýju heim- ildarmyndinni um Diego Armando Maradona. Tveir þungavigtarkappar, annar í kvikmyndum og hinn í fótbolta, leiða saman hesta sína eða í þetta sinn bolta sína. Kapparnir tveir mættu saman á rauða dregilinn og léku listir sínar með fótbolta við mikinn fögnuð viðstaddra. Maradona er konungur boltans og Kustur- ica, sem tvisvar hefur unnið Gullpálmann, er mikill áhugamaður um fótbolta. Myndin lagðist vel í áhorfendur og var oft klappað meðan á sýningu stóð. Fótboltasöngurinn frægi „ólei“ ómaði í lok sýningar þegar fólk stóð upp og hyllti þessa stærstu fótboltastjörnu allra tíma. Það er augljóst að Maradona er svo miklu meira en bara fótboltastjarna, hann er stjarna. Í heimalandi sínu er hann hylltur eins og guð. Myndin er opinská, einlæg og persónuleg mynd. Maradona hleypir Kusturica nálægt sér og í myndinni kynnumst við manninum á bak við boltann, sem föður, tónlistarmanni og pól- itíkus. Maradona er mjög pólitískur og sagði Bush að fara til fjandans oftar en einu sinni í myndinni. Þá kemur fram að sá maður sem hann lítur einna mest upp til er Fidel Castro sem kemur fram í myndinni. Maradona talar um baráttuna við kókaínið sem velti honum af þeim stalli sem hann var á og hvernig hann náði að rísa upp aftur sem helsta stjarna Argentínu. Maradona segir í lok myndarinnar, eftir að öll flottustu og frægustu mörk hans hafa verið sýnd: „spáðu í hvað ég hefði verið góður fótboltamaður hefði ég ekki verið á kóki.“ Önnur merkileg mynd var frumsýnd í keppninni í gær, það var Changeling eftir sjálf- an Clint Eastwood og skartar Angelinu Jolie í aðalhlutverki. Changeling er einstaklega vel gerð í alla staði og sagan sem er sannsöguleg gerist 1928. Klassísk Hollywood-mynd og klassísk Eastwood-mynd sem fer líklega alla leið í Óskarinn. TVEIR GÓÐIR Kusturica og Maradona í Cannes. NORDICPHOTOS/GETTY CANNES 2008 HANNA BJÖRK VALSDÓTTIR FYLGIST MEÐ BESTU KVIKMYNDAHÁTÍÐ HEIMS Maradona í fylgd Kusturica Út er komin sérdeilis glæsileg bók eftir þá Brian Pilkington og Terry Gunn- ell um Huldufólk á Íslandi – The Hidden People of Iceland. Gunnel gerir meira en smíða textann, hann situr jafnframt fyrir á einni teikningu Pilkingtons. „Já, akkúrat. Hann stóð mér svo nærri. Og svo er hann svolítið eins og víkingur, með þannig hár og skegg. Hann virkar vel sem fyrir- mynd,“ segir teiknarinn Brian Pil- kington. Í nýrri bók hans og Terry Gunn- ell, The Hidden People of Iceland, mun víkingur þar virka kunnug- legur á þá sem til þekkja. Enda fer Pilkington ekki í grafgötur með það að Gunnell er fyrirmyndin. „Nei, hann sat nú ekki fyrir. Ég tók ljósmynd af honum og vann mynd- ina út frá henni. Ég setti hann í búning þannig að hlutföllin væru rétt.“ Pilkington segir þetta alþekkt úr listasögunni og nefnir hinn bandaríska Norman Rock- well, sem hann segir besta teikn- ara 20. aldarinnar, sem dæmi um mann sem notaði nágranna sína óspart sem fyrirmyndir í teikn- ingar sínar. „Þetta er ágæt aðferð.“ Hér á landi þekkjum við einnig dæmi þess. Þeir sem skoða altaris- töfluna í kirkjunni í Flatey munu sjá veruleg líkindi milli Jesú og sonar listamannsins Baltasars, Baltasars Kormáks kvikmynda- gerðarmanns. Pilkington segist hafa byrjað að vinna bókina bæði hvað varðar texta og myndir en textinn hafi reynst honum erfiður. „Það er svo erfitt að vinna með huldufólk.“ Pilkington fékk því Gunnell til að skrifa textann og þar var kominn hárréttur maður til starfans: dós- ent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Gunnell hefur ritað og kennt námskeið um íslenska þjóð- trú og þjóðsögur. Pilkington sjálf- ur er margverðlaunaður teiknari og gekk samstarf þeirra vel. Báðir eru þeir frá Bretlandi en hafa búið á Íslandi í áratugi. Pilkington kemur frá Liverpool en er nú á 30. ári sínu á Íslandi. Hann er nú að teikna jólasveina í bók sem stend- ur til að gefa út fyrir næstu jól. „Já, meira af jólasveinum. Það hentar mér vel og mínum stíl. Svo er ég með tröllabók í vinnslu. Fyrir fullorðna. Trolls, Wisdom and Philosophy.“ jakob@frettabladid.is Höfundur birtist sem víkingur Tveir rónar koma við sögu á nýrri plötu raftónlistarmannsins Klive, sem heitir réttu nafni Úlfur Hans- son. Á plötunni, sem heitir Sweaty Psalms, eru ellefu lög unnin úr ýmsum hljóðum sem Klive hefur numið úr ferðalögum sínum um Reykjavík. Á meðal þeirra er söngur rónanna á lagi Gylfa Ægis- sonar, Minning um mann. „Þeir koma fimm eða sex sinnum fram á plötunni án þess að vita af því,“ segir Úlfur. Rónarnir höfðu ekki hugmynd um að Úlfur væri að taka upp sönginn en Úlfur segir það ekkert gera til. „Ég gaf þeim bjór og mér finnst ég því alveg hafa borgað þeim,“ segir hann og bætir því við að þeir hafi átt erfitt með að muna textann. „Það var rosalega fallegt að heyra þá syngja þetta og gleyma textanum. Þetta var tragíkómískt og ég er mjög ánægður með að hafa náð þessu á „teip“. Úlfur segir að systir sín, lista- konan Elín Hansson, hafi hvatt sig til að gefa plötuna út. „Ég hefði ekki gert þetta nema systir mín hefði sparkað mér út í þetta. Mér datt aldrei í hug að þetta færi á prent,“ segir hann og játar að Elín sé eflaust aðdáandi sinn númer eitt. Úlfur er einnig meðlimur í þungarokkssveitinni Swords of Chaos og segir raftónlistina góða tilbreytingu frá henni. „Þegar ég er búinn að fá nóg af rokkinu fer ég að vinna raftónlistina og öfugt. Það er margt sem tengir þessar stefnur saman og mér finnst það koma sterkt fram í tónlistinni minni.“ - fb Rónar á nýrri plötu Klive KLIVE Tónlistarmaðurinn Klive hefur gefið út sína fyrstu plötu sem nefnist Sweaty Psalms. > HEILLAÐUR AF KANYE P. Diddy varð vægast sagt heillaður af tónleikum Kanye West á dög- unum. Eftir að hafa farið á tón- leikana setti Diddy myndband á YouTube þar sem hann segir Kanye hafa breytt lífi sínu. „Ég var með miklar væntingar til Kanye, en tónleikarnir breyttu lífi mínu og ég varð ástfanginn af hip- hop tónlist á ný,“ segir Diddy meðal annars í myndbandinu. BRIAN PILKINGTON Teiknarinn snjalli frá Liverpool hefur nú verið búsettur á Íslandi í 30 ár. DÓSENT OG VÍKINGUR Terry Gunnell var akkúrat rétti maðurinn til að skrifa textann í bókina um huldufólkið. VÍKINGURINN GUNNELL Ekki fer fram hjá þeim sem þekkja Terry Gunnell að þarna er hann „lifandi“ kominn í gervi víkings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.