Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI hvataferðirFÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 Marta Eiríksdóttirstendur fyrir hópefli með leikjaívafi BLS. 6 Listhúsinu LaugardalReykjavík Sími: 581 2233 Dalsbraut 1 Akureyri Sími 461 1150 Eftir að ég fékk mér IQ-CARE hef ég ekki fundið til í bakinu! Sölvi Fannar ViðarssonFramkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar Ég mæli hiklaust með 6 mán. vaxtalausar raðgr. Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 23. maí 2008 — 138. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG HVATAFERÐIR Hópeflisnámskeið sífellt vinsælli Sérblað um hvataferðir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Rúnar og Heiða í Nikita Kusu að vinna meira og tala minna þegar þau byggðu upp fyrirtækið. FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FÖSTUDAGUR FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS HARPA ÆGISDÓTTIR Öllum áskorunum í eldhúsinu tekið matur helgin Í MIÐJU BLAÐSINS LÖGREGLUMÁL „Þetta er meiri háttar bömmer,“ segir Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður. Hann varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu í vikunni að innbrotsþjófur braust inn á heimili hans og Evu Maríu Jónsdóttur sjónvarpskonu á Bjarnarstíg og hafði þaðan á brott með sér tölvu og ýmsan tækjakost. Óskar segir innihaldið sér ómetan- legt. Í tölvu Óskars eru að finna handritsdrög og ýmsar verklýsing- ar. Hvarf þeirra setur öll verkefni sem í vinnslu eru, sjónvarpsþætt- ina Svarta engla og kvikmyndina Reykjavík Rotterdam, í voða auk þeirra verkefna sem fram undan eru. - jbg / sjá síðu 46 Innbrot í Reykjavík: Óskar rændur ÓSKAR JÓNASSON Tölvukosti, sem geymir ómetanleg gögn, var rænt af heimili hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ítarleg dagskrá á www.hafnarfjordur.is BARNAVERNDARMÁL „Börnin mín gengu í gegnum helvíti vegna mín,“ segir Katrín Ósk Adamsdóttir, 35 ára móðir tveggja barna sem náði tökum á vímuefnaneyslu sinni eftir mikla baráttu. Katrín segir börnin sín hafa mest- allan hluta ársins 2002 verið í tíma- bundnu fóstri en þá hafi hún verið meira og minna „inn og út af með- ferðarstofnunum og geðdeildum“ sakir langvarandi fíkniefnaneyslu. Þegar Katrín fékk börnin sín aftur segir hún hjálpina sem starfsfólk Barnaverndar Reykjavíkur veitti henni hafa verið sér ómetanlega í baráttunni við að ná aftur tökum á lífi sínu. „Starfsfólkið var með virkt eftirlit með mér í þrjú ár á eftir, sem hjálpaði mér mikið. Hins vegar hafa börnin mín, og þá aðallega drengurinn minn, glímt við mikla erfiðleika í kjölfar þess sem þau þurftu að þola vegna mín. Ég fékk alla aðstoð sem ég þurfti á að halda en börnin mín, sem höfðu gengið í gegnum svo margt, hefur vantað meiri stuðning til að vinna úr þess- ari reynslu,“ segir Katrín. Hún segir vandamál sonar síns einkum hafa farið að koma upp þremur árum eftir að hún hafði hætt neyslu. Það sé því langt frá því að vanda barna fíkniefnaneytanda sé lokið þótt foreldrið láti af neyslunni. Á síðasta ári voru 357 börn í var- anlegu, tímabundnu eða styrktu fóstri á vegum barnaverndaryfir- valda, samkvæmt bráðabirgðatöl- um úr óútgefinni ársskýrslu Barna- verndarstofu. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir börn fíkniefnaneytenda einkum þau sem send eru í tímabundið fóstur. Fjölgað hafi í þeim hópi og segi það ýmislegt um þróun mála. „Flest þetta fólk getur reynst börnum sínum vel nái það tökum á fíkni- sjúkdómi sínum,“ segir Bragi. Valgerður Rúnarsdóttir, yfir- læknir SÁÁ, bendir á að stór hluti þeirra sem fari í meðferð sé ungt fólk sem eigi ung börn. Nái fólk að vinna bug á fíkninni geti það orðið börnum sínum góðir foreldrar og því eigi að vinna að því að koma fólkinu til hjálpar. - kdk Börnin mín gengu í gegnum helvíti Móðir sem hefur losað sig úr viðjum fíkniefna segir börnum sínum tveimur hafa liðið skelfilega í veikindum hennar og líða enn fyrir. Starfsfólk barnaverndar hafi veitt ómetanlega aðstoð. Börnin skorti þó hjálp til að takast á við erfiðleikana. Opnar nornasafn Spákonan Sirrý opnar heimili sitt fyrir gestum og gangandi á sunnu- dag, þar sem þeir geta skoðað nornadúkkusafn hennar. FÓLK 38 Íslenskt par í So You Think You Can Dance Hjördís Lilja Örnólfsdóttir og Steve Lorenz fóru í prufur fyrir bandarísku dansþættina fyrr í vor. FÓLK 46 Aftur í úrvalsdeildina? Ívar Ingimarsson er undir smásjá enskra úrvals- deildarfélaga og gæti verið á leið frá Reading. ÍÞRÓTTIR 42 BJART EYSTRA Í dag verða suð- lægar áttir, 5-13 m/s vestan til, ann- ars hægari. Skýjað og dálítil væta vestast og á Vestfjörðum, annars hálf- eða léttskýjað. Hiti 8-16 stig, mildast til landsins nyrðra. VEÐUR 4 8 15 9 1011 HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA HELGIN VINNUVÉLAR O.FL. Harpa Ægisdóttir, sem vinnur hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, er mikil matreiðslukona og veit hvað hún syngur í eldhúsinu. Harpa gefst aldrei upp viðhvaða Kjúklingarétturinn hennar Hörpu er einfaldur og laus við óþarfa smámunasemi. „Innihaldið er þrjár til fjórar kjúklingabringur, hálfur poki f einn pakki af kúskú Toppað með fetaosti Harpa tekur öllum áskorunum í eldhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FALLEGUR FINGRAMATURÞegar halda á veislu er tilvalið að búa til sitt eigið sushi handa gestunum. MATUR 3 STELPUNÁMSKEIÐLjósmyndun, förðun, matargerð, jóga og dekkjaskiptingar eru meðal þess sem stelpur á aldrinum 15-25 geta lært á hátíðinni Valkyrjur sem verður haldin í fyrsta sinn nú um helgina í Hinu húsinu.HELGIN 4 Ódýrt og gott í hádeginu Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Fylltar pönnukökur (crépes), samlokur, pizzur, súpubar, nýbökuð brauð og gómsætan salatbar. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls kyns ísrétti, kökur og tertur. Nýlega bættust svo belgískar vöfflur á matseðilinn (láttu það eftir þér – þær eru algerlega þess virði). Við Perluna eru næg ókeypis bílastæði. 4ra rétta tilboð á veitingastað Perlunnar Léttreyktur laxmeð granateplum og wasabi-sósuKókos og engifersúpameð grilluðum tígrisrækjumLambahryggurmeð lambaskanka og rósmarínsósuBanana- og súkkulaðifrauðmeð vanillusósu Verð: 6.490 kr. Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! UMHVERFISMÁL Starfshópur á vegum Siglingastofnunar hefur skilgreint þá staði á landinu sem þjónað geta sem neyðarhafnir eða skipaafdrep á Íslandi. Neyðar- hafnir og skipaafdrep eiga að draga úr mengunarhættu vegna nauðstaddra skipa við landið. Mengunar hætta eykst á þeim stöðum þar sem móttaka skipa í neyð er skilgreind. Hermann Guðjónsson siglinga- málastjóri segir tillögurnar settar fram vegna tilskipana frá Evrópu sambandinu. Hann segir neyðarhafnir og skipaafdrep vera staði þar sem nauðstödd skip geti fengið aðstoð en hins vegar fylgi því áhætta í vissum tilfellum þar sem um löskuð eða vélarvana skip sé að ræða. - shá / sjá síðu 6 Siglingastofnun: Sex hafnir lið- sinni skipum FÓLK „Okkur líður æðislega, þetta er ólýsanleg tilfinning,“ sagði söngkonan Regína Ósk Óskars- dóttir nokkrum mínútum eftir að ljóst varð að íslenska lagið This Is My Life komst í úrslit Eurovision í Serbíu. Félagi Regínu, Friðrik Ómar Hjörleifsson, var að sama skapi ánægður og var handviss um hvernig áfanganum yrði fagnað: „Nú fáum við okkur bjór,“ sagði hann. Auk Íslands komust Úkraína, Króatía, Albanía, Danmörk, Sví- þjóð, Lettland, Tyrkland og Portú- gal í úrslit í gær. Íslenska lagið verður það ellefta í röðinni á laugardag. Mikil gleði braust út hjá íslenska hópnum í Belgrad í gærkvöld og fagnaði fólk eins og við hefðum unnið Eurovision. Fjölskyldur söngvaranna horfðu á keppnina á heimilum sínum og sagði Sigþrúður B. Stefánsdóttir, móðir Regínu, að stemningin hefði verið ólýsanleg. „Ég grét af gleði, bæði yfir flutn- ingnum og svo yfir úrslitunum. Ég er svo stolt af stelpunni,“ segir Sigþrúður. Hún og maður hennar, Óskar Baldursson, flugu í morgun út til Belgrad í boði Samskipa, en Sigþrúður vinnur þar. „Það var ósk Regínu að ég yrði í salnum á úrslitakvöldinu og nú fær hún hana uppfyllta.“ - glh/kóp Friðrik Ómar og Regína Ósk sungu sig í úrslit í Eurovision í Serbíu: Mamma Regínu grét af gleði ÍSLAND Í ÚRSLIT Friðrik Ómar og Regína Ósk komust í úrslit Eurovision-keppninnar í Serbíu í gærkvöld. Þau voru í skýjunum þegar ljósmyndari Fréttablaðsins hitti á þau á leið á blaðamannafund. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.