Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 2
2 23. maí 2008 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Fyrstu tíu mánuði núverandi ríkisstjórnar var ferða- kostnaður ráðherranna rúmlega 94 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Geirs H. Haarde for- sætisráðherra við fyrirspurn Álf- heiðar Ingadóttur, þingmanns Vinstri grænna. „Það er vissulega eðlilegt að mestur kostnaður sé vegna ferða utanríkisráðherra en ég sé það greinilega að framboð okkar til öryggisráðsins hefur þar veruleg áhrif,“ segir Álfheiður. „Eins sýnir svarið það svart á hvítu að sú ákvörðun ráðherranna að ferðast með einkaþotu til leiðtogafundar NATO í Rúmeníu var bruðl.“ Kostnaður utanríkisráðherra vegna þeirrar ferðar var, sam- kvæmt svari forsætisráðherra, tæpar 2,8 milljónir og kom 2,3 milljón króna kostnaður í hlut for- sætisráðuneytisins. „Það sést ber- sýnilega að aðrir ráðherrar eru að ferðast mun lengra eins og til Afríku, Suður-Ameríku og Karíba- hafs fyrir jafnvel helmingi minna,“ segir Álfheiður. Henni finnst þó skorta á ýmsar upplýsingar í svari forsætisráð- herra. „Þarna kemur í raun ekki fram heildarkostnaður við hverja ferð heldur aðeins kostnaður við ferð ráðherranna og starfsmanna ráðuneytanna, en reikningarnir fyrir aðra sem fara í hans föru- neyti eru síðan sendir á viðkom- andi undirstofnanir.“ Um heildarkostnaðinn segir Álf- heiður: „Þetta eru nær 100 millj- ónir á tíu mánuðum sem er mjög mikið. Það getur verið erfitt að finna eitthvað til viðmiðunar en ég þori að fullyrða að þetta er ekki minni kostnaður en hjá öðrum ríkis stjórnum.“ Ráðherrar eru misjafnlega fast- heldnir á fjármuni þegar kemur að risnu, það er að segja kostnaði vegna veislna, matarboða og gjafa. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er þar efst á blaði með eina og hálfa milljón en Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra hefur ekki eytt krónu í risnu. Dýrasta ferð ráðherra er ferð forsætisráðherra til Kanada þegar hann fór við sjötta mann þangað í opinbera heimsókn í fyrrasumar. Hún kostað tæpar þrjár og hálfa milljón. jse@frettabladid.is Guðrún, er brostinn á veru- leikaflótti á Akranesi? „Veruleikinn er svo mismunandi hjá sumum.“ Mótmæli Akurnesinga við móttöku pal- estínskra flóttamanna valda flóttamanna- nefnd áhyggjum. Guðrún Ögmundsdóttir er formaður flóttamannanefndar. flugfelag.is Aðeins eitt símtal í 570 3400 og málið er afgreitt. Flugfrakt Sækjum og sendum – hratt og örugglega á hagstæðu verði. REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK Til/frá Reykjavík Akureyri 8-12 ferðir á dag Egilsstaðir 5-7 ferðir á dag Ísafjörður 2-3 ferðir á dag Vestmannaeyjar 2-3 ferðir á dag VEÐUR Gert er ráð fyrir því að hiti geti farið í allt að 27 stig í Hall- ormsstað á mánudag. Kristín Hermannsdóttir, veður- fræðingur hjá spádeild Veður- stofu Íslands, segir að um helgina muni rólegar suðlægar og vest- lægar áttir bera með sér hlýindi yfir landið. „Við þessar aðstæður er skjól og hlýtt á Norðurlandi og Austurlandi og kjöraðstæður til að veðrið sé gott,“ segir Kristín. Sjálfvirk spá gerir ráð fyrir fremur björtu veðri og yfir tuttugu stiga hita á Egilsstöðum og í Hall- ormsstað frá laugardegi til þriðju- dags. Hæst geti hitinn farið í 27 stig í Hallormsstað á mánudag eins og áður segir og 26 stig þann dag á Egilsstöðum. „Þetta er sjálfvirk spá dálítið langt fram í tímann og hitatölurn- ar frekar háar þannig að ég myndi fara varlega í að trúa þessu. En það er alveg á hreinu að það verður gott þarna um helgina þótt erfitt sé að segja nákvæmlega til um hitatölurnar. Sjálf myndi ég halda að hitinn yrði um tuttugu stig og kannski örlítið ofar en það,“ segir Kristín. Aðspurð segir Kristín slíkan hita ekki tiltakanlega óvenjulegan á þessum árstíma enda sé júní á næsta leiti. „Það er bara að njóta daganna,“ bendir hún á. Útlit er fyrir að vestanlands og á Suðurlandi verði hitinn þessa daga um og yfir tíu gráður. - gar Hlýindi úr suðri koma yfir Ísland um helgina og Veðurstofa Íslands í sumarskapi: Spá 27 stigum í Hallormsstað ATLAVÍK Sumarið mun leika lausum hala í Hallormsstað um og eftir helgina, ef marka má veðurspár. REYKJAVÍK Formlega var gengið frá kaupum Reykjavíkurborgar á Lækjargötu 2 á fundi borgarráðs í gær. Ráðið samþykkti þá samning sem gerður var við Fasteigna- félagið Eik í upphafi mánaðarins og Fréttablaðið greindi frá. Kaupverðið er ríflega 320 milljónir króna og hefur borgin þá keypt bæði húsin sem brunnu í Austurstrætisbrunanum í fyrra. Í nóvember keypti borgin húsið í Austurstræti 20 á 263 milljónir. Vátryggingarfé dregst frá báðum upphæðunum. Með kaupunum er flýtt fyrir skipulagi á reitnum, sem nú er í kynningu. - kóp Borgarráð staðfestir kaup: Lækjargata 2 formlega keypt SKIPULAG Í kynningu er skipulag að svæðinu og kaupin á Lækjargötu 2 flýta fyrir vinnu þess. BANDARÍKIN, AP Barack Obama er fyrir alvöru byrjaður að leita sér að varaforsetaefni. Þessu skýrðu ónafngreindir starfsmenn Demó- krataflokksins frá í gær. Til verksins hefur verið feng- inn Jim Johnson, fyrrverandi stjórnar formaður fasteignalána- sjóðsins Fannie Mae. Johnson sá einnig um að finna varaforseta- efni fyrir John Kerry árið 2004 og fyrir Walter Mondale árið 1984. „Ég hef ekki ráðið hann,“ sagði Obama í gær, og neitaði að tjá sig strax um varaforsetaleit sína „vegna þess að ég hef ekki hlotið útnefningu“. - gb Kosningabarátta demókrata: Obama í leit að varaforsetaefni DÓMSMÁL Karlmaður var í Hæsta- rétti í gær dæmdur í þriggja mán- aða fangelsi fyrir líkamsárás og frelsissviptingu á fyrrverandi kærustu sinni. Dómurinn er skil- orðsbundinn. Maðurinn hélt stúlkunni fang- inni í bifreið sinni og réðst á hana. Hún slapp en hann dró hana nauð- uga inn í bílinn aftur. Þá hótaði maðurinn stúlkunni með SMS- skilaboð þannig að hún mátti ótt- ast um líf sitt. Hann var sautján ára þegar brotið átti sér stað og átti engan sakaferil að baki. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur. - kóp Dæmdur fyrir líkamsárás: Réðst á fyrrver- andi kærustu Ráðherraferðir fyrir tæpar 100 milljónir Ferðakostnaður ráðherra á tíu mánuðum nam tæpum 100 milljónum. Þing- maður Vinstri grænna segir einkaþotuferð á NATO-fundinn til Rúmeníu vera bruðl og framboð Íslands til öryggisráðsins setji mark sitt á þessi útgjöld. DÓMSMÁL Hæstiréttur mildaði í gær nauðgunardóm yfir karl- manni, vegna dráttar á málinu. Hann var í héraðsdómi dæmdur í tólf mánaða fangelsi, en Hæsti- réttur skilorðsbatt níu mánuði. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa í nóvember 2005 lagst ofan á konu sem svaf drukkin í sófa. Hann klæddi hana úr nærbuxum og reyndi að koma fram vilja sínum, en henni tókst að koma honum ofan af sér og síðan út. Hún upplýsti að eins atvik hefði átt sér stað tveimur árum fyrr. Hann var dæmdur til að greiða konunni eina milljón króna í miskabætur og allan málskostnað. - kóp Kynferðisbrot í Hæstarétti: Dómur mildað- ur vegna tafa Ekki ljóst hver sveiflaði öxi Héraðsdómur hefur sýknað mann af ákæru um að hafa sveiflað öxi við öldurhúsið Prikið í júní í fyrra. Ekki þótti sannað að maðurinn hefði verið sá sem sveiflaði öxinni, þar sem eini sjónarvotturinn var lögregluþjónn að skemmta sér, sem sá atvikið úr fjarlægð og undir áhrifum áfengis. DÓMSMÁL BORGARMÁL Kostnaður vegna ferða Dags B. Eggertsson, borgarfull- trúa Samfylkingar, frá árinu 2005 nemur tæpri þremur og hálfri milljón og er sá mesti meðal full- trúanna á þessu tímabili. Þetta kemur fram í úttekt sem Ólafur F. Magnússon borgarstjóri lét gera eftir harða umræðu um fjárreiður borgarinnar sem litu dagsins ljós eftir að hann réð Jakob Frímann Magnússon í stöðu fram- kvæmdastjóra miðborgarmála. Úttektin nær til allra borgarfull- trúa og varaborgarfulltrúa en heildarkostnaður vegna ferða þeirra nam tæpum 27 milljónum. Sjálfur er Ólafur neðstur á þess- um útgjaldalista en hann hefur ekki eytt einni krónu til ferðalaga. Næstur á eftir Degi kemur Gísli Marteinn Baldursson, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokks, með tæpar tvær og hálfa milljón og því næst Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sam- flokksmaður hans með tæpar tvær. Ferðakostnaður borgarfulltrúa frá árinu 2005: Dagur með mestu ferðaútgjöld FERÐAKOSTNAÐUR BORGARFULLTRÚA OG VARABORGARFULLTRÚA Dagur B. Eggertsson ............................................................................. 3.298.817 Gísli Marteinn Baldursson.................................................................... 2.415.376 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.................................................................... 1.933.600 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir ................................................................. 1.407.618 Kjartan Magnússon ................................................................................ 1.195.320 Björk Vilhelmsdóttir ............................................................................... 1.195.094 1. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra... ........................... 21.676.402 2. Geir H. Haarde forsætisráðherra... ................................................... 19.418.122 3. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.. ............ 10.737.037 4. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra... ........................................... 8.110.087 5. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra... .......................... 7.068.676 6. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra... ............................................ 6.609.412 7. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra... .......................... 4.879.165 8. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra... .................................. 4.043.838 9. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra... ............................... 3.799.233 10. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra... .................................... 3.384.568 11. Kristján Möller samgönguráðherra... .............................................. 2.502.313 12. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra... ............................. 1.929.343 Samtals ................................................................................................. 94.158.196 FERÐAKOSTNAÐUR RÁÐHERRA FRÁ MYNDUN RÍKISSTJÓRNAR ÞOTA ICEJET Dornier-vélin sem Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flugu með til Búkarest. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DAGUR B. EGGERTSSON Borgarstjóri lét gera úttekt á ferðakostnaði borgarfull- trúa og varaborgarfulltrúa. Dagur var þar efstur á lista með tæpar þrjár og hálfa milljón en borgarstjóri neðstur án slíkra útgjalda. Fótbrotnaði við foss Erlendur ferðamaður fótbrotnaði við Seljalandsfoss í gærmorgun. Maðurinn rann til á hálum göngustíg og missteig sig með fyrrgreindum afleiðingum. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann. LÖGREGLUMÁL 20 óku of hratt Um tuttugu manns hafa verið teknir í vikunni fyrir of hraðan akstur í Borgarnesi. Lögreglan þar er í átaki gegn hraðakstri innanbæjar. Öku- menn hafa verið stöðvaðir á níutíu kílómetra hraða. LÖGREGLUMÁL SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.