Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 4
4 23. maí 2008 FÖSTUDAGUR Akureyri Vík Egilsstaðir Selfoss Hveragerði Hafnarfjörður Neskaupstaður Grundarfjörður Stykkishólmur Súðavík Ísafjörður Akranes Njarðvík Sandgerði Hreðavatnsskáli Reykjavík Þú sparar á Orkustöðvunum Net Orkustöðvanna umhverfis landið þéttist sífellt til enn frekari hagsbóta fyrir almenning. Kynntu þér hvar Orkustöðvarnar eru og hvað bensínið er ódýrt þar. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! www.orkan.is D Y N A M O R E Y K JA V IK SVÍÞJÓÐ Maður var handtekinn þar sem hann reyndi að fara með sprengiefni í gegnum öryggishlið að kjarnorkuverinu í Oskarshamn í Svíþjóð í fyrradag. Síðdegis sama daga var svo annar maður handtekinn grunaður um að hafa skipulagt hryðjuverk í kjarnorkuverinu. Sprengiefnið sem fannst er sams konar og var notað í hryðjuverkun- um í London fyrir þremur árum, að sögn Aftenposten. Mennirnir voru látnir lausir í gær þar sem ekki voru taldar nægilegar sannanir gegn þeim. - ghs Kjarnorkuver í Svíþjóð: Tveir grunaðir um hryðjuverk KJARNORKUVERIÐ Mennirnir eru grun- aðir um að skipuleggja hryðjuverk. UMHVERFISMÁL Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók þátt í umræðuþætti á vegum sjónvarps- stöðvarinnar CNN og tímaritanna Time og Fortune á miðvikudag. Rætt var um orkumál, hagvöxt í heiminum og loftslagsbreytingar. Umræðurnar eru liður í þátta- röð sem nefnist Principal Voices og hefur verið rætt við vísinda- menn og forystumenn í viðskipta- lífinu. Ólafur Ragnar er fyrsti þjóðhöfðinginn sem boðin er þátt- taka í umræðunum. Umræðurnar fóru fram í Doha, höfuðborg Katars, og eru tengdar viðtalsþætti CNN sem tekinn var upp á Íslandi. - kóp Ólafur Ragnar Grímsson: Í spjalli við er- lenda fjölmiðla BARNAVERNDARMÁL „Þessi þróun veldur verulegum áhyggjum,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Á árunum 2004 til 2007 fjölgaði tilkynningum um vanrækslu á umsjón barna og eftir- liti um 657 mál, eða úr 1.513 í 2.170 yfir allt landið. Bragi segir verulegan hluta þessara tilteknu tilkynn- inga kominn til vegna fíkniefnaneyslu foreldra. Bragi segir að samhliða þessari fjölgun hafi börn- um í tímabundnu fóstri fjölgað en hann segir tals- verðan hluta þeirra barna sem eru send í slíkt fóstur börn fíkniefnaneytenda. Í fyrra voru alls 138 börn í slíku fóstri yfir allt landið á vegum barnaverndar- nefnda, samkvæmt bráðabirgðatölum úr óbirtri árs- skýrslu Barnaverndarstofu. Heildarfjöldi barna í fóstri á vegum barnaverndaryfirvalda var í fyrra 357 samtals. Markmiðið með tímabundnu fóstri er að barnið fari heim á ný og eru foreldrar með forsjá barnsins á meðan það er í fóstri. Í tölum frá Barnaverndarstofu kemur einnig fram að börn sem voru í varanlegu, tímabundnu eða styrktu fóstri á Íslandi voru samtals 308 árið 2003. Sá fjöldi var óbreyttur árið 2004 en árið 2005 voru börnin orðin 326 talsins. Árið 2006 voru þau 343 en í fyrra voru börn í fóstri samtals 357. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir SÁÁ, segir að mikilvægt sé að fólk sé ekki fælt frá því að leita sér aðstoðar til að sigrast á fíknisjúkdómum með fordómum. Stór hluti þeirra sem fari í meðferð sé ungt fólk sem eigi ung börn. Nái fólk að vinna bug á fíkninni geti það orðið börnum sínum góðir for- eldrar og því eigi að vinna að því að koma fólkinu til hjálpar, ekki síst barnanna vegna. Í vetur var byrjað að bjóða upp á nýtt úrræði innan SÁÁ fyrir börn alkóhólista en Valgerður segir þann hóp vera í mestri hættu á að lenda í neyslu síðar meir á ævinni. Miðað er við að yngstu börnin sem þar fái aðstoð séu átta ára. „Börnin mín gengu í gegnum helvíti vegna mín,“ segir Katrín Ósk Adamsdóttir, 35 ára móðir tveggja barna sem náði tökum á vímuefnaneyslu sinni eftir mikla baráttu. Katrín segir börnin sín tvö hafa mestallan hluta ársins 2002 verið í tímabundnu fóstri. Katrín segir að þegar hún fékk börnin sín aftur hafi hjálpin sem starfsfólk Barnaverndar Reykjavíkur veitti henni verið sér ómetanleg í baráttunni við að ná aftur tökum á lífi sínu. Hins vegar hafi börn hennar skort aðstoð til að vinna úr þeirri reynslu sem þau hafi orðið fyrir vegna fíknar hennar. karen@frettabladid.is Vanræksla barna vaxandi vandamál Tilkynningum um vanrækslu á börnum hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Verulegur hluti tilkynninganna er vegna fíkniefnaneyslu foreldranna, segir forstjóri Barnaverndarstofu. Börnum í tímabundnu fóstri hefur fjölgað. LÖGREGLUMÁL Sprengjan sem fannst í húsagrunni nýja HK- heimilisins í Kópavogi í gær reyndist vera svokölluð íkveikju- sprengja sem hefur tæmst af sprengiefni í tímans rás. Sigurður Ásgrímsson, fagstjóri sprengjusveitar Landhelgis- gæslunnar, segir sprengjuna enn í skoðun hjá sveitinni. Líklega sé hún bresk eða bandarísk. Talið er að sprengjan hafi fallið úr herflugvél en svæðið sem hún fannst á er í flugleið Reykjavíkur flugvallar. Ekki er loku fyrir það skotið að henni hafi verið varpað úr flugvél til að létta á henni. - kg Sprengjan í Kópavogi: Sprengjan var eldsneytislaus KJARAMÁL Bjartsýni ríkir innan samninganefndar BSRB um að samkomulag takist í dag eða um helgina um nýjan kjarasamning við ríkið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er samkomulag um kjarasamning fram á haustið 2009. „Menn eru enn að ræða lengd kjarasamnings og upphæðir. Það er ennþá verið að skoða hvað sé í pípunum gagnvart umönnunar- geiranum sérstaklega,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. „Við leggjum mjög ríka áherslu á að fjárhagslegur grundvöllur umönnunarstofnana verði styrktur.“ - ghs Kjaraviðræður BSRB: Samningur til haustsins 2009 VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 20° 16° 16° 18° 20° 22° 21° 20° 20° 22° 22° 22° 24° 21° 26° 19° 20° 12 14 17 Á MORGUN 3-8 m/s SUNNUDAGUR 5-13 m/s, stífastur vestan til 8 15 15 9 10 10 10 11 10 4 6 5 3 5 6 5 5 13 9 9 6 9 16 11 12 17 20 1512 HVERT Á AÐ FARA UM HELGINA? Ágætar veðurhorfur verða um helgina. Líkur á einhverri úrkomu eru mestar vestan til. Austan til verður bjartast og sýnu bjartast allra austast, séð heilt yfi r helgina. Hlýindi eru í kortunum og má búast við mestum hlýindum á Austurlandinu og til landsins nyrðra eða allt að 20 stigum. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur VIÐSKIPTI Verð á olíufatinu fór í 135 dollara um skeið í gær, en lækkaði síðan aftur og var í 132 krónum síðdegis. Hér heima hækkaði verðið líka og N1 hækk- aði um tvær krónur. Lítri af bens- íni kostar 160,9 krónu í sjálf sölu og dísilolía 178,6 krónur lítrinn. Olíuverð var rætt á Alþingi á miðvikudag. Forsætisráðherra, Geir H. Haarde, sagði þá að það hefði enga þýðingu að „hnika gjöldum ríkisins upp á nokkrar krónur niður á við.“ Ástæður verðhækkunar nú eru taldar áhyggjur af framboði á olíu. - kóp Olíuverð í nýjar hæðir: Olíufatið í 135 dollara í gær HÆKKAR ENN Olíuverð hækkar enn og valda því áhyggjur af olíuskorti. ÍSRAEL, AP Ísraelar tóku í gær fregn- um af friðarviðræðum við Sýrland, fyrir milligöngu Tyrkja, af tölu- verðri tortryggni. Telja margir að Ehud Olmert forsætisráðherra sé fyrst og fremst að reyna að beina athyglinni frá eigin vandræðum. Olmert hefur mátt sæta hverri lögreglurannsókninni á fætur ann- arri, þar sem hann er sakaður um spillingu. Hann hefur ítrekað verið hvattur til að segja af sér vegna þessara mála, og svo gæti farið að hann hrökklist úr embætti á endan- um. Einungis 36 prósent Ísraela telja að megintilgangur viðræðnanna sé að efla friðinn, að því er fram kemur í skoðanakönnun, sem ísraelska dagblaðið Yediot Ahronot birti í gær. Hins vegar telja 49 prósent að Olmert sé að beina athyglinni frá spillingarmálunum. Meginkrafa Sýrlendinga er að Ísraelar hverfi burt frá Gólanhæð- um, sem Ísraelar hertóku árið 1967. Þar búa nú átján þúsund Ísra- elar. Olmert nýtur lítils stuðnings og gæti átt erfitt með að sannfæra Ísraela um að ráðlegt sé að láta hæðirnar frá sér. „Friðarviðræður við Sýrland eru mikilvægari en allar kviksögur og rannsóknir,“ sagði Olmert í blaða- viðtali í gær, og lagði áherslu á sögulegt mikilvægi viðræðnanna. Mark Regev, talsmaður Olmerts, sagði í gær að viðræðurnar myndu halda áfram, og fljótlega yrði hald- inn annar fundur. - gb Friðarviðræður Ísraela og Sýrlendinga fyrir milligöngu Tyrkja: Mæta tortryggni íbúa Ísraels EHUD OLMERT Gæti átt erfitt með að sannfæra Ísraela um að afhenda Sýr- lendingum aftur Gólanhæðir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP REYNIR MJÖG Á BÖRN Katrín Ósk, 35 ára móðir tveggja barna, segir börn sín hafa þurft að líða mjög hennar vegna. Hún hafi fengið þá aðstoð sem hún þurfti til að vinna á vandanum en það hafi skort hjá börnum hennar. Myndin er úr safni. BRAGI GUÐBRANDSSON VALGERÐUR RÚNARSDÓTTIR GENGIÐ 22.05.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 147,3325 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 72,68 73,02 143,83 144,53 114,43 115,07 15,339 15,429 14,541 14,627 12,292 12,364 0,7032 0,7074 118,74 119,44 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.