Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 12
12 23. maí 2008 FÖSTUDAGUR BÚRMA, AP Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, er einn örfárra útlendinga sem fengið hafa að fara inn á neyðarsvæðin á óshólmum Irra- waddy-fljóts í Búrma. Hann flaug þangað með þyrlu í gær og lenti á nokkrum stöðum þar sem flóttamanna- búðum hefur verið hróflað upp í skyndingu. „Megintilgangur minn með því að koma hingað er að sýna samstöðu,“ sagði Ban, sem ræddi við fólk í þorpinu Kyondah, þar sem sett hafa verið upp blá tjöld fyrir um 500 manns. Fólkið hefur einnig fengið nýjan eldunarbúnað og teppi í tjöldin til sín. Þessar tjaldbúðir virðast vera hafðar sérstaklega til sýnis til marks um að hjálparstarfi sé sinnt í landinu. Þangað hafa leiðtogar herforingjastjórnarinnar komið og erindrekar erlendra ríkja og hjálparstofnana komu þangað í síðustu viku. Alþjóðlegar hjálparstofnanir segja að víða á óseyrarsvæðinu og jafnvel á sumum stöðum nálægt borginni Rangún hafi fólki enn ekki borist nægileg aðstoð síðan fellibylurinn Nargis reið yfir fyrir þremur vikum. Þyrlunni, með Ban innanborðs, var flogið víða um óseyrarsvæðið, þar sem sást yfir þorp og bæi sem gereyðilögðust í hamförunum. Á þessu svæði, sem verst varð úti, fórust nærri 80 þúsund manns, en að auki er 56 þúsund manna saknað. Alls er talið að á annað hundrað manns hafi farist og á þriðju milljón vanti aðstoð. „Mér er mjög brugðið vegna þess sem ég hef séð,“ sagði Ban, sem ætlar að hitta forystumenn herfor- ingjastjórnarinnar um helgina og þrýsta á þá um að þiggja meiri utanaðkomandi aðstoð handa íbúum neyðarsvæðanna. Víða skortir fólk hreint vatn, fæðu, húsaskjól og læknishjálp. Brýn þörf er til þess að aðstoð berist sem allra fyrst, þar sem sjúkdómar eru illviðráðanlegir vegna þeirra bágbornu aðstæðna sem fólk býr við. „Eftir meira en þrjátíu ára reynslu af neyðarstörf- um þá er þörfin hér fyrir neyðarhjálp sú langmesta sem við höfum nokkurn tímann séð,“ sagði Lionel Rosenblatt, yfirmaður bandarísku hjálparsamtakanna Refugees International, sem staddur er í Taílandi. „Og samt, hérna rétt handan við landamærin í Taílandi, erum við með allt sem þarf til að bjarga þessu fólki.“ - gb Ban Ki-moon skoð- ar neyðina í Búrma Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætlar að þrýsta á herforingjastjórnina í Búrma að þiggja meiri utanaðkomandi hjálp. Hann kom til Búrma í gær. BÍÐA HJÁLPAR Fáir íbúar á verstu neyðarsvæðunum urðu varir við þriggja daga þjóðarsorg, sem herforingjastjórnin lýsti yfir á þriðjudag og lauk í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Eignir Almenna lífeyrissjóðsins hafa nú í fyrsta skipti komist yfir 100 milljarða króna. Eignir sjóðsins voru 92,7 milljarðar í byrjun árs, og vöxturinn það sem af er ári því um átta prósent. Almenni lífeyrissjóðurinn sameinaðist Lífeyrissjóði lækna í byrjun árs 2006. Frá þeim tíma hafa eignir sjóðsins vaxið um 21 prósent á ári að jafnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir enn fremur að eignir lífeyrisþega séu ávaxtaðar í skuldabréfum, og sveiflur á hlutabréfamarkaði hafi því ekki áhrif á lífeyrisgreiðslur. - bj Almenni lífeyrissjóðurinn: Eignir rjúfa 100 milljarða múr LEIKSKÓLAR Vistunargjöld á leikskólum í Norðurþingi lækka um fjórðung frá 1. ágúst og systkinaafslátturinn eykst. Afsláttur með öðru barni eykst úr 25 í 50 prósent og afsláttur með þriðja barni fer úr 50 prósentum í 75 prósent. Þannig hyggst sveitarstjórnin nota rekstrar- afgang sinn síðustu ár. Eftir breytinguna greiða hjón með tvö börn á leikskóla á Húsavík rúmlega 15 þúsund krónum minna á mánuði en áður eða samtals rúmlega 167.500 krónum minna á ári. Fréttablaðið greindi frá því í vetur að leikskólagjöld væru mun hærri í Norðurþingi en víða annars staðar á landinu. - ghs Breytingar í Norðurþingi: Leikskólagjöld lækka töluvert LÆKKUN Í NORÐURÞINGI Leikskólagjöld lækka í Norðurþingi um 25 prósent í ágúst. Myndin er úr safni. Allir velkomnir! Fyrirkomulag hafrannsókna – Hvernig náum við bestum árangri? Hádegisverðarfundur í Valhöll föstudaginn 23. maí, kl. 11.45 – 13.15 Frummælendur: Friðrik Már Baldursson, prófessor og formaður stjórnar Hafrannsóknarstofu og Illugi Gunnarsson, hagfræðingur og alþingismaður. Fundarstjóri: Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokksins og formaður sjávarútvegsnefndar þingsins. Að fundinum stendur sjávarútvegsnefnd. VIKA 15 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA Algirdas er á fullu að undirbúa þjóða- hátíð sem haldin verður 31. maí í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafn- arfirði. „Ég mun þar kynna Litháen en þar munu um þrjátíu þjóðir kynna sig,“ segir hann en að auki er hann að klára tölvunámskeiðið sem hann hefur verið á í vetur. „Við erum búin að stofna félag Litháa á Íslandi og ég er í tíu manna bráðabirgðastjórn sem fundar vikulega svo það er nóg að gera.“ Konan hans átti afmæli í gær og þau horfðu á Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. „Ég spái Rússum sigri á laug- ardag en við þurfum að halda með Íslandi og Litháen,“ segir Algirdas sem gleðst yfir því að Manchester United vann meistaradeildina í vikunni. „Það er mitt félag.“ Algirdas Slapikas: Þjóðahátíð undirbúin „Við munum hafa umsjón með fram- kvæmdum IceAid á svæðinu,“ segir Charlotte sem flaug til Lundúna í gær. „Á sunnudaginn flýg ég svo til Kenía þaðan sem ég fer áfram til Líberíu en ferðalagið tekur um sólarhring. Í Líberíu endurbyggði IceAid munaðarleysingjaheimili árið 2006 og svo tölvuver sem er sambyggt því. Núna erum við að fara að byggja heilsugæslu sem mun nýtast bæði heimilinu og næsta nágrenni þess.“ Hún segir heimilið vera í útjaðri Monróvíu, höfuðborgar Líberíu, og flest börn sem þar búa hafi misst foreldra sína í borgarastyrj- öldinni sem geisaði í landinu til ársins 2003. Charlotte Ólöf Ferrier: Farin til Líberíu „Ég er á Akureyri en hugurinn er farinn að sveima á heimaslóðir,“ segir Filipe. Hann hefur verið að vinna að rannsókn- um hjá Matís sem meðal annars miðast að því að mæla hormón í þorski. „Niðurstöðurnar láta reyndar nokkuð á sér standa en ég verð bara að taka því. Þetta er svona í vísindunum, maður verður að vera þolinmóður.“ Hann tekst á loft þegar þegar minnst er á heimferð. „Ég er búinn að panta far út til Portúgals í byrjun júlí og þá mun ég ferðast um í heimalandinu. Ég er satt að segja farinn að sakna vina, fjölskyldu, matarins og þess mun- aðar að geta keypt mér áfengi á skikkanlegu verði.“ Í lok ágúst mun kappinn svo koma aftur til Íslands og er viss um að þá verði hann farinn að sakna eyjunnar í norðri. Filipe Figueiredo: Hlakkar til heimferðar „Við vinnufélagarnir vorum að tala um hvað allt væri orðið dýrt hérna á Íslandi,“ segir Rachid Benguella. „Allt virðist hafa hækkað í verði að undanförnu og Ísland er dýrasta land í Evrópu. Ég heyrði einhvers staðar að verðlag hér væri 64 prósentum hærra en í Evrópu og vona að verðlag hækki ekki meira úr þessu því mér finnast þessar verðhækkanir alveg nógu brjálaðar fyrir.“ Rachid nefnir nokkur dæmi og segir bensínlítrann kosta næstum 160 krónur. „Ég veit ekki hvernig efnahagskerfið virkar hér á landi en fólkið sem sér um efnahagsáætlanir hlýtur að vita hvað það er að gera. Ég vona því að það finni lausnir fljótlega.“ Rachid Benguella: Hefur áhyggjur af háu verðlagi GFGD DALAI LAMA Í LONDON Andlegur leiðtogi Tíbeta hélt ræðu í Royal Albert Hall í London í gær á ferðalagi sínu um Vesturlönd til að afla mál- stað þjóðar sinnar stuðnings. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Greiningardeild Kaup- þings segir ólíklegt að krónubréf verði gefin út á móti bréfum sem falla á gjalddaga á árinu. Greiningardeildin segir í hálffimmfréttum að útgáfan hafi að mestu legið niðri það sem af er ári. Vaxtamunur á gjaldmiðla- skiptamarkaði sé nánast enginn. Hvati til útgáfunnar ráðist þar. Sem betur fer séu engir stórir gjalddagar á næstu mánuðum en hátt í þrjú hundruð milljarðar falli á gjalddaga næsta árið. Ríkið hefur tilkynnt um sölu á skuldabréfum upp á fimmtán milljarða króna. Greiningardeildin segir að sala þeirra komi hugsan- lega á móti næsta gjalddaga krónubréfa og styðji við gengi krónunnar. - ikh Greiningardeild Kaupþings: Krónubréfaút- gáfan í dvala KRÓNAN Greiningardeild Kaupþings telur ólíklegt að nokkuð verði gefið út af krónubréfum sem gjaldfalla á árinu. HEILBRIGÐISMÁL „Mér finnst að manneskja sem hefur verið í áhættuhegðun eigi bara að geta fengið mánaðarskammt lyfja útleystan í einu,“ segir Ingibjörg S. Benediktsdóttir, frænka ungu kon- unnar sem lést af völdum ofneyslu vímuefna í byrjun mánaðarins frá tveimur ungum sonum. Unga konan hafði fengið ávísað bæði geðlyfjum og svefnlyfjum frá mismunandi læknum og telja ættingjar hennar að meiri aðgæslu hefði mátt sýna, þá einkum með til- liti til þess að ljóst hefði verið að hún ætti við fíkniefnavanda að stríða. Ingibjörg segir að fjölskyld- an hafi sent Landlæknisembættinu óformlegt erindi vegna málsins og vonast sé til þess að málið verði tekið til skoðunar þótt enn hafi ekki verið sent formlegt erindi. „Hún fékk útskrifaðan þriggja mánaða skammt af lyfjum ávísaðan að verðmæti 94 þúsund á kostnað skattborgara í einu. Þann skammt kláraði hún svo á viku,“ segir Ingi- björg og spyr hvort ekki hefði verið eðlilegra að ávísa minni skömmtum í tilfelli sem þessu. Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir að af þeim gögn- um sem Landlæknisembættið hafi undir höndum virðist ekkert óeðli- legt við lyfjaávísanir þeirra lækna sem meðhöndluðu stúlkuna. Honum þyki umræðan um þessa tilteknu lækna sem hana önnuðust óréttmæt. - kdk Aðstoðarlandlæknir segir ekkert óeðlilegt að sjá við vinnubrögð læknanna: Ættingjar undrast lyfjaávísanir MATTHÍAS HALLDÓRSSON Hann segir að ekkert óeðlilegt hafi sést í gögnum sem Landlæknisembættið hefur undir höndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.