Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 16
16 23. maí 2008 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Varnarmál Franski flugherinn hefur náð fullu viðbúnaðarstigi eða „Full operational capability“ hér á landi, sem þýðir að hann er fær um að senda orrustuþotur á loft með stundarfjórðungs fyrir- vara. Fréttablaðið heimsótti Frakkana á varnar svæðinu í Keflavík. Flugsveit Frakka er fullklár til þess að svara skipunum NATO ef óþekkt herflugvél sést á ratsjám ratsjárstofnunar, og þær upplýs- ingar eru sendar áfram til her- stjórnar NATO, svonefnds CAOC (Combat air operations centre). Frakkarnir komu með 110 manna lið og tíu þotuflugmenn úr hinni rómuðu „Cigognes“ flugsveit frá Dijon í í Búrgúndíhéraði í Frakk- landi, og ríða á vaðið sem fyrsta þjóðin, á eftir Bandaríkjamönn- um, sem annast loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Fjórar Mirage 2000- orrustuþotur úr flugsveitinni eru hér á landi til 20. júní. Franska herliðið hefst við á hluta gamla varnarsvæðisins. Meðal þeirra eru fjarskipta- og tölvubúnaðarsérfræðingar, flug- virkjar, köfunardeild, læknir, lík- amsþjálfari auk annars stoðliðs frá ýmsum herstöðvum Frakk- lands. Öðlumst áhugaverða reynslu „Við erum hér vegna beiðni Íslands til NATO um að annast loftrýmisgæslu fyrir landið,“ segir Gilles Bertrand undir- ofursti, yfirmaður sveitarinnar. „En það er auðvitað áhugavert fyrir okkur að vera hér á Íslandi, við öðlumst áhugaverða reynslu vegna hinna ólíku aðstæðna hér í lofti miðað við Frakkland og Evr- ópu. Á meginlandinu er flugum- ferð mikil sem gerir okkur erfið- ara fyrir, en hér er frekar lítil loftumferð og það er mjög gott að vinna við slíkar aðstæður. Það er einnig mjög áhugavert að flytja út þekkingu okkar frá Frakklandi og gera það vel ann- ars staðar sem við gerum svo vel heima fyrir. Það er skemmtilegt að vera fyrsta þjóðin sem tekur þetta verkefni að sér fyrir NATO og leggja að einhverju leyti grunninn fyrir þjóðirnar sem fylgja í kjölfarið til að annast loftrýmisgæslu fyrir Ísland.“ Bertrand, sem hefur annast loftrýmisgæslu í Frakklandi og á Balkanskaga, segir að þrátt fyrir að hafa búist við erfiðari veður- aðstæðum en í Frakklandi hafi veðrið á Íslandi verið kjörið til flugs undanfarnar vikur. „Við höfum verið einstaklega heppnir með veður. En við vitum að það er erfiðara að fljúga hér en við Frakklandsstrendur, veður skip- ast skjótt í lofti og vindar eru kraftmeiri. Sem betur fer höfum við ekki lent í neinum vandræð- um og höfum aldrei þurft að hætta við flug. Umhverfið hér við Keflavíkurflugvöll er ein- staklega hagstætt.“ Sveitin hefur skipt loftrýminu í nokkur svæði út frá ströndum landsins en einnig er eitt yfir miðhálendinu, og á bækistöðinni á Keflavíkurflugvelli er að finna ratsjármiðstöð í beinu gervi- hnatta- og gagnasambandi við CAOC (Combined Air Operations Centre) hjá NATO þar sem fjöl- margir skjáir sýna sérhverja hreyfingu í loftrými Íslands. Í Keflavík eru staddir bæði íslenskir ratsjárstarfsmenn og franskir GCI eða Ground Control Interceptor-sérfræðingar sem leiðbeina þotum ef til þess kæmi að óþekkt flugvél sæist í loftrými Íslands. Þess má geta að sveitin hefur ekki eftirlit með almennri flugumferð. „Í síðustu viku náðum við því sem samkvæmt hermáli kallast Full Operational Capacity,“ útskýrir Bertrand. „Það þýðir að við getum svarað öllum fyrirskipunum NATO og getum sent þotur á loft með stundarfjórðungs fyrirvara, hve- nær sem er sólarhringsins. Eins og er sendum við út tvær flugvél- ar fyrir hádegi og tvær eftir hádegi í æfingaferðir og þær eru rúma klukkustund í lofti. “ Vopnaðar þotur Stéphane Azou liðsforingi, sem er yfir almannatengslum sveitar- innar, segir að vera frönsku sveitarinnar hér á landi sé í raun til þess að sýna viðveru NATO á Íslandi og að það sé ekki „gat“ í loftrýmisgæslu bandalagsins og gæta þess að allt loftrými þess sé varið. Þær vélar sem fljúga inn í lofthelgi Íslands eru skyldugar til að tilkynna sig og ef þær gera það ekki geta þær skapað hættu fyrir flugum- ferð yfir landinu. Þess má geta að þær rússnesku sprengi- vélar sem hafa farið um íslenska loftvarn- arsvæðið gera aldrei grein fyrir sér fyrir- fram. Þær hafa hins vegar aldrei rofið íslenska lofthelgi. „Ef óþekkt vél sést á rat- sjá í loftrými Íslands fáum við skipun frá herstjórn NATO um að senda þotur til móts við þær. Þær þotur geta verið vopnaðar. Liðsafli okkar fylgir öllum fyrir- skipunum NATO í þessum efnum og viðbrögðin fel- ast að jafnaði í því að þotur okkar fljúga upp að og við hlið óþekktu vélarinnar og taka til dæmis af henni myndir. Með því móti getum við auðkennt uppruna hennar. Þetta er það sem við köll- um „Air policing“ eða loftrýmis- gæsla. Fleiri stig eru til á aðgerð- um, til dæmis getum við beðið vél með því að gefa henni merki um að fylgja okkur. Einnig getum við neytt vél til að lenda ef þess gerist þörf.“ Aðspurður um hvað gæti gerst „í versta falli“ svarar Azou: „Þá höfum við getu til þess að tortíma vélinni með flugskeytum. En þetta „versta fall“ mun ekki gerast. Það er enginn óvinur í sjónmáli.“ Frakkarnir láta mjög vel af dvölinni og mót- tökunum á Íslandi. „Okkur finnst Íslendingar mjög merki- leg þjóð. Þið eruð svo fámenn en þið áorkið svo margt, og skarið fram úr á svo mörgum sviðum,“ segir Azou liðsforingi. En spurð- ur hvort Frakkar hafi mætt með franskan kokk meðferðis svarar hann í lágum hljóðum: „Nei. En við hefðum kannski átt að gera það.“ Enginn óvinur í sjónmáli GUILLAUME BELLIARD ORRUSTUFLUGMAÐUR VIÐ EINA AF MIRAGE 2000-VÉLUM FRAKKA „Ég lenti fyrstu vélinni hér í Keflavík. Mín vél er merkt mér og er auðvitað fallegust af þeim öllum,“ segir hann hlæjandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „UMHVERFIÐ VIÐ KEFLAVÍK ER SÉRSTAK- LEGA HAGSTÆTT“ Yfirmaður flugsveit- arinnar sem stödd er á Íslandi, Gilles Bertrand undirforingi, á skrifstofu sinni á varnarsvæðinu. YFIR HUNDRAÐ FRAKKAR Meðal sveitarinnar eru fjarskipta- og tölvubúnaðarsérfræðingar, flugvirkjar, læknir og annað stoðlið frá ýmsum herstöðvum Frakklands. ÍSLENSKUR HEIMILISMATUR Í MÖTU- NEYTINU „Þið borðið ótrúlega mikið af kartöflum. Annars kvörtum við ekki yfir neinu.“ HRESSIR Hér sést líkamsþjálfari sveitar- innar smella kossi á kinn yfirmanns köfunardeildarinnar. FRÉTTASKÝRING ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON amb@frettabladid.is HLAUPIÐ Á VELL- INUM Hér sést flugvirki hlaupa eftir lendingarupp- lýsingum þegar þota lendir. RV U N IQ U E 05 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Servíettur NexxStyle 39x39cm 80stk, ýmsir litir Satiné Clean, gólfsápa Brial Clean, alhliða hreinsiefni Kristalin Clean, baðherbergishreinsir Into WC Clean Lotus eldhúsrúllur Lotus WC pappír Lotus Maraþon Plus Lotus WC Júmbó Lotur T-Þurrkur Lotus V-Þurrkur Á tilbo ði í ma í 2008 Umhve rfisvott uð hre insiefn i og pa ppírsv örur 20% afslá ttur Umhverfisvottaðar vörur - fyrir sumarbústaðinn, veiðihúsið og ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.