Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN Gísli Vilhjálmsson tannlæknir skrifar opið bréf til heilbrigðisráð- herra Erindi mitt við þig er að fræða þig um hvað foreldrar barna með skarð í vör og góm ræða við mig daglega. Útgjöld við tannréttingar sem heilbrigðis- yfirvöld neita að greiða þrátt fyrir lög þar um. Ráðherragjaldskrá vegna endurgreiðslu tannréttinga þarf að hækka. Nú er komið að þér að standa við kosningaloforð- in og bæta hag þessara barna! Tannréttingar barna með skarð í vör og góm hafa verið í umræð- unni upp á síðkastið í fjölmiðlum. Hafa forráðamenn Landspítala (LSH) hreykt sér af því að nú eigi að leysa kostnað við tannréttingar með því að stofna embætti ríkis- tannréttingatannlæknis við LSH og muni þá vandræðagangur Heil- brigðisráðuneytisins(HR) og Tryggingastofnunar ríkisins við kostnað vegna tannréttinga vera úr sögunni. Nú muni hefja störf á LSH tannréttingasérfræðingur og muni hann sjá um meðferð þess- ara barna. Þegar yfirmenn spítalans eru spurðir nánar um framkvæmdina kemur í ljós að ekki er nein slík aðstaða fyrir hendi. Tannlæknir- inn sem ráðinn var mun að eigin sögn ekki stunda meðferð við spít- alann heldur hefur aðeins verið ráðinn í 10% stöðu sem ráðgjafi. Til að bjóða börnunum upp á full- komna meðferð þarf vel búnar tannréttingastofur með þjálfuðu starfsfólki og tækjabúnaði fyrir tugi milljóna. Eitthvað mun þetta kosta LSH! Má ekki nota þessa fjármuni til að hækka núverandi ráðherragjaldskrá, þeim til hags- bóta sem þurfa á þjónustunni að halda? Þeir fjármunir sem Land- spítalinn fékk á fjárlögum til stuðnings börnum með skarð, voru hugsaðir til þess, en ekki til að þenja út ríkisbáknið. Ekki mun ríkistannréttingatannlæknir vera launalaus á LSH, – eða hvað? Það eina sem HR þarf að gera er að fylgja verðlagi í landinu, kanna meðaltal verðlagningar á tann- réttingastofum í landinu og leið- rétta endurgreiðsluskrá ráðherra sem ekki hefur verið hækkuð í áraraðir. Þess vegna eru foreldr- ar þessara barna að kvarta. Ekki vegna þjónustunnar sem tannrétt- ingasérfræðingar hafa verið að bjóða. Ásta Möller kom í Kastljós og sagði að ekki væri hægt að endur- greiða kostnað vegna þess að ekki væru samningar við tannréttinga- sérfræðinga. Það er ekkert nýtt. Engir samningar hafa verið í gildi síðan 1991, en í lögum er gert ráð fyrir að slíkt geti komið upp á. Það forðar þó ekki HR frá því að greiða sanngjarnan hlut til baka af kostnaði vegna tannréttinga þessara barna. HR hefur bara þótt ágætt að hafa þetta svona til að spara útgjöld. Börnum með skarð er ekki boðið upp á aðra gjaldskrá á stofum tannréttingasér- fræðinga en þá sem allir aðrir þurfa að borga. Einhver munur er á milli stofa eins og gerist og gengur í frjálsri sam- keppni. HR er í lófa lagið að kanna meðaltalsverð á stofunum og greiða í samræmi við þá niður- stöðu, enga samninga þarf til þess. Þó að samið yrði við sér- fræðinga um verðskrá, yrði hún ekki lægri en gengur og gerist á stofunum í dag. Þetta vita þeir hjá samninganefnd HR og þess vegna tala þeir ekki við okkur sem höfum séð um þessi börn í gegn- um tíðina. Þeim finnst ágætt að velta þessum kostnaði yfir á herð- ar foreldra þó að lög í landinu geri ráð fyrir að hið opinbera styðji vel við bakið á þeim sem eignast börn með þennan fæðingargalla. Einnig er undarlegt að sjá í fréttinni, að ekki skuli vera leitað áfram til Tannlækningastofnunar/ Tannlæknadeildar HÍ, samstarfs- aðila LSH. Þar er í forsvari Teitur Jónsson lektor, sem hefur mikla reynslu úr eigin starfi af meðferð barna með skarð í vör og góm og vann einnig ásamt foreldrafélag- inu Breiðum brosum og þver- faglegum sérfræðingahópi, m.a. frá LSH, að þjónustuferli sem sett var saman nýlega einmitt fyrir þessi börn. Stjórnarsáttmáli núverandi ríkis stjórnar var meðal annars byggður á því að gera vel við börn og var sérstaklega minnst á tann- lækningar í því sambandi. Guð- laugur, þér hefur verið tíðrætt um forvarnir í embætti og að styðja eigi við einkaframtakið þegar það er hagstæðara fyrir hið opinbera. Hvernig væri nú Guðlaugur, að standa við loforðin um bætta þjón- ustu vegna tannréttinga barna. Byrja á að leiðrétta gjaldskrána eins og áður er sagt. Einnig mætti skoða styrkgreiðslur til almennra tannréttinga og láta þær fylgja verðlagi. Sá styrkur er aðeins 150 þúsund, en ætti að lágmarki að vera 300 þúsund í dag. Einnig eru forréttingar eða forvarnir barna með alvarlega bitskekkju ekkert styrktar. Að lokum skal það skýrt tekið fram að hér er ekki um að ræða baráttumál tannlækna. Eins og margsinnis hefur komið fram þá fá tannlæknar allt greitt frá hendi sjúklings eða forráðamanna. Ráð- herragjaldskrá snýst um endur- greiðslur til foreldra en ekki til tannlæknisins. Mér finnst þó málið okkur skylt, þar sem við þjónum þessum einstaklingum og getum ekki annað en fundið til samúðar með þeim vegna tregðu yfirvalda til sanngjarnrar máls- meðferðar. Guðlaugur, nú er komið að þér að koma með skjótar sanngjarnar leiðréttingar en draga ekki lapp- irnar eins og forverar þínir. Höfundur er tannlæknir. 24 23. maí 2008 FÖSTUDAGUR Kæri GuðlaugurAð vera eða ekki vera... Eftir Svöfu Grönfeldt Samkeppnishæfni og árangur Íslands undanfarna áratugi byggir á þeirri hugsun að Íslend- ingar geti látið til sín taka á alþjóðlegum vettvangi. Við höfum stundum teygt okkur hátt, svo hátt jafnvel að stærri þjóðir lyfta brúnum. „Það getur ekki verið að Íslendingar séu aðeins 300.000“... „Fyrirtæki frá þessu litla landi geta ekki haft þennan styrkleika“... „Það er ekki hægt að byggja háskóla á heimsmælikvarða á hjara ver- aldar“. Það er skiljanlegt að við vekjum stundum undrun, en það er ótrúlegt hverju hægt er að áorka ef maður telur sér ekki trú um það fyrirfram að það sé ekki hægt. Árangur okkar er oft á tíðum tilkominn vegna þess að við virðum eða þekkjum ekki takmarkanirnar og tökum okkur sæti á fremsta bekk í alþjóðleg- um viðskiptum og samstarfi. Maður eða mús Á Íslandi takast á tvenns konar viðhorf gagnvart því hvaða stöðu Ísland eigi að hafa í sam- félagi þjóðanna. Annars vegar að Ísland sé þjóð sem sé að vísu smá en geti og eigi að vera þátt- takandi í alþjóðasamstarfi. Hins vegar það viðhorf að Ísland sé það sem kallað er „örríki“ og því of lítið til að láta að sér kveða í samfélagi þjóðanna. Smáþjóðin hefur skoðanir, sækist eftir ábyrgð og óttast ekki að starfa með öðrum þjóðum á jafnréttis- grundvelli. Örríkið hefur til- hneigingu til að einangra sig vegna ótta um að hverfa í skuggann af stærri ríkum í alþjóðlegu samstarfi og í alþjóð- legri samkeppni. Það er í anda smáþjóðar að sækjast eftir sam- keppni á opnum, alþjóðlegum mörkuðum og takast á hendur verkefni í þróunaraðstoð á vegum Sameinuðu þjóðanna og annars staðar í alþjóðakerfinu. Örríki á hins vegar ekkert erindi til útlanda, lokar sig fyrir sam- keppni og „á nóg með sitt“. Sjálfstraust og sóknarfæri Ein stærsta spurning í samtím- anum varðar samskipti okkar við Evrópusambandið (ESB). Við megum ekki gleyma því að sú ákvörðun að starfa náið með ESB hefur þegar verið tekin. Fáum ef nokkrum kemur til hugar að snúa baki við EES- samningnum, enda eru ríflega 70% viðskipta okkar við aðildarríki Evr- ópusambandsins og fjár- málafyrirtæki, iðn- fyrirtæki og þjónustufyrir- tæki eru hluti af innri markaði ESB. Við eigum EES-samningn- um margt að þakka og afleiðingar þess ef hann félli úr gildi yrðu miklar fyrir allt efna- hagslífið. Spurn- ingin er hvort við eigum að taka skrefið til fulls með þátttöku í efnahags- og myntbandalagi ESB, upptöku evrunnar og jafnframt aðild að sjávarútvegsstefnu og landbún- aðarstefnu sambandsins auk annarra málaflokka sem eru að hluta til eða alveg utan EES- samningsins. Fullri þátttöku fylgja kostir og gallar, kostnað- ur og ágóði. Líta má á Evrópu- sambandsaðild sem eðlilegt skref í alþjóðavæðingu íslensks atvinnulífs. Einnig má líta á Evrópusambandsaðild sem tak- mörkun á athafnafrelsi íslenskra stjórnvalda. Það má spyrja hvort aðildar- umsókn sé áhættunnar viðri. Einnig má spyrja hvort sé meiri áhætta; að gera ekkert og vera eitt af fáum Evrópuríkjum utan ESB eða að ganga til aðildarvið- ræðna og bætast í hóp 27 aðild- arríkja? Hver sem niðurstað- an verður í þessari umræðu þá er mikilvægt að við tökum ákvarðanir með trú á eigin getu og mögu- leika. Við þurfum að hafa skýra sýn á valmöguleika og hafa sjálfstraust til að taka okkar eigin ákvarð- anir, óhrædd við alþjóðlegt sam- keppnisum- hverfi og óhrædd við að marka okkur stöðu í alþjóð- legu viðskipta- umhverfi, við hlið annarra fullvalda ríkja. Höfundur er doktor í vinnu- markaðsfræði og rektor Háskólans í Reykjavík. GÍSLI VILHJÁLMSSON Hvað verður um fötin? Örn Ragnarsson, verkefnisstjóri RKÍ, skrifar: Rauði krossinn tekur á móti fatnaði um allt land sem allur nýtist beint og óbeint til hjálparstarfs. Á höfuðborgarsvæðinu er Rauði krossinn í samstarfi við SORPU um söfnun á fatnaði. Á öllum endur- vinnslustöðvum SORPU er að finna söfnunargám Fatasöfnunar Rauða krossins. Þeir eru hvítir og vandlega merktir Rauða krossinum. Fötin sem safnast í söfnunargámana eru flutt í Fataflokkunarstöð Rauða krossins í Hafnarfirði. Deildir Rauða krossins á Suðurnesjum, Akureyri og í Skagafirði flokka og úthluta þeim fatnaði sem þangað berst. Hluti fatnaðarins er gefinn þeim sem á þurfa að halda hér innanlands. Á síðasta ári fengu 2.196 einstaklingar úthlutað fatnaði. Einnig rekur Fata- söfnunin tvær verslanir, að Laugavegi 12 og Strandgötu 24, sem selja notuð föt á góðu verði. Stærsti hluti fatnaðarins er seldur til flokkunarfyrirtækja í Evrópu og er það helsta tekjulind fatasöfnunarverk- efnisins. Öllum hagnaði af rekstri Fatasöfn- unar er varið til hjálparstarfa erlendis. Þannig hefur ágóði af sölu á íslensk- um fatnaði verið nýttur til að kosta verkefni í Mongólíu, Sierra Leone og Mósambík. Framlagi síðasta árs, átta milljónum króna, verður varið í verkefni til styrktar ungmennum í Palestínu. Þessu til viðbótar er sérvalinn fatn- aður og sérútbúnir pakkar „Föt sem framlag” sem sjálfboðaliðahópar um land allt útbúa sendir til Afríku. Voru þrír slíkir gámar sendir til Malaví og Gambíu á síðasta ári. Fötum er úthlutað til þeirra sem á þurfa að halda alla miðvikudaga klukkan 9-14 í Fataflokkunarstöð Rauða krossins að Gjótuhrauni 7, Hafnarfirði, sími: 587 0900, netfang: fataflokkun@redcross.is. AFSLÁTTUR Með því að kaupa Miele þvottavél eða þurrkara leggur þú grunn að langtímasparnaði Sparaðu með Miele Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Hreinn sparnaður MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Miele - líklega endingarbesta og ódýrasta parið Í upphafi skal endinn skoða! A B AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.