Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 25
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA HELGIN VINNUVÉLAR O.FL. Harpa Ægisdóttir, sem vinnur hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, er mikil matreiðslukona og veit hvað hún syngur í eldhúsinu. Harpa gefst aldrei upp við matseldina og hjólar í hvaða uppskrift sem er. Margir réttir eru í uppá- haldi hjá henni en það er þó einn réttur sem stendur upp úr en það er kjúklingur í satay-sósu með kúskús, spínati og fetaosti. „Ég fékk uppskriftina hjá Herborgu samstarfs- konu minni sem var svo yndisleg að segja mér frá henni. Ég hef eldað kjúklinginn fyrir gesti mína og kærastann minn sem er alveg vitlaus í hann. Réttin- um hefur verið tekið mjög vel af öllum og þá sér- staklega börnum, sem rífa hann í sig af bestu lyst,“ útskýrir Harpa ánægð. Kjúklingarétturinn hennar Hörpu er einfaldur og laus við óþarfa smámunasemi. „Innihaldið er þrjár til fjórar kjúklingabringur, hálfur poki af spínati, einn pakki af kúskús, ein dós af satay-sósu, hálf lítil dós af kókosmjólk, hálf krukka af fetaosti eða eftir smekk og svo naan-brauð sem meðlæti,“ lýsir Harpa og bætir við. „Kjúklingabringurnar eru skornar í litla bita og steiktar á pönnu. Satay-sósunni og kókosmjókinni er hrært saman í skál. Sósunni er svo hellt út á kjúklinginn á pönnuna og látið malla í smá stund. Kúskúsið er soðið. Spínatið er sett í skál, kjúklingurinn í sósunni ofan á það, síðan kúskúsið. Fetaosturinn er svo settur ofan á til þess að hann bráðni smá.“ Rétturinn er borinn fram sem aðalrétt- ur og ekki skal gleyma naan-brauðinu og svo er gott að skola öllu niður með góðu hvítvíni. mikael@frettabladid.is Toppað með fetaosti Harpa tekur öllum áskorunum í eldhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FALLEGUR FINGRAMATUR Þegar halda á veislu er tilvalið að búa til sitt eigið sushi handa gestunum. MATUR 3 STELPUNÁMSKEIÐ Ljósmyndun, förðun, matargerð, jóga og dekkjaskiptingar eru meðal þess sem stelpur á aldrinum 15-25 geta lært á hátíðinni Valkyrjur sem verður haldin í fyrsta sinn nú um helgina í Hinu húsinu. HELGIN 4 Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t Ódýrt og gott í hádeginu Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Fylltar pönnukökur (crépes), samlokur, pizzur, súpubar, nýbökuð brauð og gómsætan salatbar. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls kyns ísrétti, kökur og tertur. Nýlega bættust svo belgískar vöfflur á matseðilinn (láttu það eftir þér – þær eru algerlega þess virði). Við Perluna eru næg ókeypis bílastæði. 4ra rétta tilboð á veitingastað Perlunnar Léttreyktur lax með granateplum og wasabi-sósu Kókos og engifersúpa með grilluðum tígrisrækjum Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu Verð: 6.490 kr. Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.