Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 23. maí 2008 HRÍSGRJÓNIN Hrísgrjónin skipta miklu máli í sushigerð. Best er að nota ekta sushi- hrísgrjón og sjóða þau samkvæmt leiðbeiningum á umbúðunum. Fyrst þarf að leggja grjónin í bleyti og skola þau vel og láta þau standa áður en þau eru soðin. Mikilvægt er að nota sushiedik, sem fæst í matvöruverslunum, svo grjónin loði vel saman. PÚRRUBITI Í þennan bita er notuð púrra sem er skorin í strimla og léttsteikt (eða svituð) á pönnu. Japanskri sojasósu og nokkrum dropum af sesamolíu er skvett út á og látið sjóða í örlitla stund eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Þegar bitinn er settur saman er valið eitt blað í ljósari kantinum og annað dökkt, það er einnig fallegt að setja örþunnt skorna paprikusneið með sem gott er að steikja á pönnunni með lauknum svo hún mýkist. Búinn er til hrísgrjóna- koddi (úr um það bil einni matskeið af hrísgrjónum). Blöðin af púrrunni og paprikan eru lögð ofan á hrísgrónin með vasabi á milli og svo bundið saman með nori (þarablöðum). SMÁLÚÐUBITI Hrár smálúðubiti er lagður ofan á hrísgrjónakodda með vasabi á milli. Vasabi sesamfræum er stráð yfir fiskinn og japanskri chili kryddblöndu. Á sama hátt má búa til góða laxabita eða túnfiskbita. RÚLLA MEÐ RISARÆKJU Í eina rúllu þarf þrjár til fjórar stórar risarækjur. Rúllurnar eru gerðar þannig að noriblað er lagt á sérstakar rúllumottur (sem fást í flestum matvöruverslunum) og um það bil 180 grömmum af soðnum sushi- grjónum er dreift yfir blaðið. Lína af vasabi er sett yfir hrísgrjónin og rækjufyllingin þar ofan á. Í henni eru soðnar risarækjur, salat, avókadó, soðin rófa skorin í strimla, japanskt majones og steikt púrra með soja og sesam. öllu þessu er rúllað upp og best er að láta rúlluna standa í smástund svo þarinn sé orðinn blautur þegar rúllan er skorin í sneiðar. Þegar boðið er til veislu er tilvalið að bjóða gestum upp á sushi. Þessi japanski fingra- matur er alltaf klassískur og alls ekki eins flókið að útbúa og margir halda. „Það er ofsalega gaman að búa til sushi en maður verður að gefa sér góðan tíma,“ segir Stefanía Ingvarsdóttir í Sushismiðjunni. „Maður hendir þessu ekkert saman á nokkrum mínútum. Það tekur rúman klukkutíma að sjóða hrísgrjónin samkvæmt kúnstar- innar reglum og svo þarf að skera hráefnið til,“ segir Stefanía og bætir því við að það sé mesti mis- skilningur að fólk þurfi að vera útlært í sushi til að geta notið þess. „Í Japan er sushi fingra- matur svo maður þarf ekki einu sinni að stressa sig á að kunna á prjónana. Það er vissulega ákveð- in seremónía í kringum sushi en hún er fljótlærð,“ segir Stefanía. Vasabi er nauðsynlegt að hafa með öllu sushi og það má kaupa í næstu matvöruverslun, annað- hvort tilbúið í túbu eða sem duft sem þarf að blanda í vatni. Nori- þarablöð þarf einnig að kaupa ætli maður að útbúa sushi og gott er að eiga bambusmottu til búa til rúllurnar. „Þú færð allt til sushi- gerðar í næstu matvöruverslun. Mestu skiptir síðan að velja ferskt og gott hráefni,“ segir Stefanía sem sjálf er afar sólgin í sushi og var fús til að gefa les- endum hugmyndir að nokkrum sushibitum. Hún segir skemmti- legast að blanda saman og hafa mismunandi bita. Það gælir við bragðlaukana og er líka fallegra á borðinu. thorgunnur@frettabladid.is Bæði fallegt og gómsætt Stefanía segir mikilvægt að velja ferskt og gott hráefni til sushigerðar. FREÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gunnars Bar Hlíðarvegur 7 | 860 Hvolsvöllur | s: 487 8050 | fax: 487 8058 hotelhvolsvollur@simnet.is | www.hotelhvolsvollur.is/ gr af is ka .is – 0 8- 10 7 Velkomin Fimmtiu tveggja manna og fjögur eins- manns herbergi. Einnig eru tvö herbergi hönnuð með sérþarfir fatlaðra í huga. Öll herbergi eru innréttuð með baði, síma, sjónvarpi, hárþurku og þráðlausu netsam- bandi. 2 heitir pottar. Hótel Hvolsvöllur er staðsett í hjarta Njáluslóða þar sem sagan svífur yfir vötnum aðeins um 100 km frá Reykjavík Ekki er ráð… …nema í tíma sé tekið! Við erum farin að skipuleggja haustið. Fundir, ráðstefnur, árshátíðir, villibráð, jólahlaðborð og aðrir mannfagnaðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.