Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 32
„Partíið er eiginlega orðið fastur liður eins og venjulega en síðan ég byrjaði með Eurovision-kvöldin á Nasa hafa skapast ákveðnar hefðir,“ segir Páll Óskar en eins og alþjóð veit er hann mikill að- dáandi keppninnar. „Ég mun hafa búningaskipti þrisvar um kvöldið en það er ekki annað hægt þar sem mikill hiti og sviti myndast þarna inni og mun klæðast að mestu leyti fatnaði eftir Coco vin minn,“ segir Palli og fylgir fordæmi Eurovision- kynna í búningaskiptum en Palli kæmi væntanlega sterklega til greina sem kynnir keppninnar ef til þess kæmi að Ísland bæri sigur úr býtum í sjálfri keppninni. Frá því að Palli hélt fyrst Eurovision- partíið hafa Stebbi og Eyfi allt- af verið á svæðinu og tekið Nínu. „Mér féllust hendur þegar ég frétti að Stebbi yrði fjarri góðu gamni.“ En segja má að Stebbi hafi tekið golfið fram yfir Nínu sína í þetta skiptið því hann verður staddur í golfferð í Þýskalandi um helg- ina. Páll Óskar tók þó gleði sína á ný þegar Eyfi tilkynnti honum að hann ætlaði að flytja lagið án fé- laga síns. bergthora@frettabladid.is Páll Óskar klæðist pallíettum Páll Óskar í hvítu pallíettujakkafötunum sem eru hönnuð af Coco vini hans. „Stofan á tuttugu ára starfsafmæli um þessar mundir og af því tilefni verður haldið partí á morgun,“ segir Kjartan Sigurðsson, hárgreiðslu- maður og framkvæmdastjóri Jóa og félaga. Veisluhöldin hefjast kl. 19 og fara fram á hárgreiðslustof- unni, Skólavörðustíg 8. „Veislan er ekki bara hugsuð fyrir viðskipta- vini okkar heldur alla þá sem lang- ar að koma,“ segir Kjartan og býst við heljarinnar stuði en Eurovision- keppnin verður sýnd á stórum flat- skjá á stofunni. „Ég get lofað mik- illi Eurovision-stemningu og litrík- um félagsskap enda eru margir af kúnnum okkar afar skrautlegt og skemmtilegt fólk í öllum regnbog- ans litum,“ segir Kjartan en Beggi og Pacas sjá um veisluföngin í af- mælinu. bergthora@frettabladid.is 20 ára afmæli Jóa og félaga Kjartan er nú á fullu að undirbúa partíið annað kvöld. „Niðurníðsla miðbæjarins hefur verið í mikilli um- ræðu undanfarið og okkur langaði að leggja okkar að mörkum til að fegra bæinn,“ segir Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar Epal, en fallegar gluggaútstillingar verslunarinnar í auðu húsnæði á Laugaveginum hafa sett svip sinn á mið- bæinn. „Við komum okkur í samband við þá aðila sem hafa húsin í sinni umsjá og þeim leist vel á hugmynd- ina. Okkar langaði fyrst og fremst að lífga upp á bæinn og nota tækifærið um leið til að koma íslensk- um hönnuðum á framfæri,“ segir Kjartan og bætir því við íslensk hönnun sé meginþema útstillinganna en það er Ólöf Jakobína Ernudóttir, innanhússhönn- uður Epal, sem hefur yfirumsjón með útstillingun- um. „Við byrjuðum á glugganum á Laugavegi 37 en þar er fatahengi Katrínar Pétursdóttur, Tré, stillt út ásamt dvergum eftir Phillipe Starck.“ Næsti gluggi sem Epal tók í gegn var á Laugavegi 83 en þar er útskriftarverkefni Friðgerðar Guðmundsdóttir frá Lista háskóla Íslands stillt út en skilrúmin fást í Epal. „Skilrúmið heitir Stuðlar en formið sækir hún til ís- lenska stuðlabergsins, þar er sömuleiðis finnskættaði hundurinn Puppy eftir Ero Aarnio en báðar útstill- ingarnar mynda skemmtilega og óvanalega heild.“ Á næstu dögum verður þriðja útstilling búðarinnar afhjúpuð í húsinu þar sem Indókína var til húsa og fleiri auð hús í miðbænum bíða nú þess að fá upplyft- ingu hjá Epal. Kjartan leggur mikla áherslu á að fyrir- tækið hafi með fegrunarátakinu slegið tvær flugur í einu höggi, því það sé ekki síður að vekja athygli á fyrirtækinu. „Epal opnar útibú í versluninni Liborius á Laugavegi 7 í byrjun.júní en við deilum með þeim húsnæði. Við verðum með gjafavörurnar okkur og aðrar smávörur á boðstólum í svokölluðum lífsstíls- hluta verslunarinnar,“ segir Kjartan að lokum. bergthora@frettabladid.is Epal fegrar Laugaveginn Skilrúmið Stuðlar eftir Friðgerði Guðmundsdóttur vöruhönnuð er stillt út í gluggann á Laugavegi 83 ásamt hvolpum Finnans Ero Aarnio. 4 • FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.