Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 36
G runnurinn að Nikita- veldinu var lagður þegar Rúnar og Heiða, eins og hún er kölluð, urðu kær ustupar árið 1995. Þá var hún á leið í listaháskóla í Lundúnum en hann hafði rekið bretta- og fataverslunina Týnda hlekkinn í nokkur ár. Hún ákvað að slaufa listnáminu og keypti þess í stað hlut í Týnda hlekknum. „Heiða fór fljótlega að kvarta yfir því að þessi brettafyrirtæki gerðu ekki nógu kúl föt fyrir stelpur, og ákvað að bæta úr því sjálf. Til að byrja með hannaði hún og saumaði allar flíkurnar, en fljótlega fórum við að láta framleiða fyrir okkur í mjög smáu upplagi hér á Ís- landi. Eftir að hafa þróað vörulínu og aukið söluna á henni stöðugt í um tvö ár kom hugmyndin um að selja búðina og fara á fullt í að markaðssetja okkar eigin vöru- línu alþjóðlega,“ segir Rúnar. Árið 1999 ákváðu þau, ásamt tveim- ur meðeigenum í Týnda hlekkn- um, að selja búðina. Í byrjun árs- ins 2000 stofnuðu þau Nikita ehf. með Valdimari Kr. Hannessyni og Þórði Höskuldssyni. Í dag er Valdi- mar yfir fjármálasviði fyritæk- isins og því þriðja hliðin á Nikita þríhyrningnum ásamt Rúnari og Heiðu. Spurð um bakgrunn þeirra og menntun segja þau: „Við hætt- um bæði við að fara í háskólanám til að geta verið meira úti að leika − en auðvitað með það í huga að gera eitthvað nýtilegt við áhuga- málin. Valdimar kláraði viðskipta- fræðina samviskusamlega en var á kafi í brettasporti jafnhliða því. Við höfum að mörgu leyti sameig- inlegan bakgrunn og áhugamál, en ólíka hæfileika,“ segja þau en í Nikita-þríhyrningnum hefur hver sitt sérsvið. Heiða hannar fötin, Rúnar sér um öll markaðsmál og Valdi um fjármál. Auk þeirra eru yfir þrjátíu starfsmenn á mismun- andi sviðum í fyrirtækinu, sem er með skrifstofur í fjórum löndum. Þegar talið berst að háskólanámi segist Heiða hefði farið í listnám en Rúnar nefnir lögfræði. „Ég hefði farið í lögfræði, og áttað mig svo á að langtíma inni- vera í utanbókarlærdómi á rétt- arheimildum íslenska réttarkerf- isins ætti engan veginn við mig, heldur væri betra að vera sem mest á snjóbretti og reyna að vinna í kringum það,“ segir hann. Hafið þið einhvern tímann fund- ið fyrir fordómum yfir að hafa ekki farið í háskóla? „Jú, vafalít- ið einhvern tímann, en það segir miklu meira um þann sem for- dæmir en þann fordæmda. Minnir að slík viðhorf komi helst frá fólki sem gengur illa að koma sér áfram þrátt fyrir að hafa farið í gegnum nám. Í dag líta sennilega flestir á árangurinn sem mælistiku þess hvort við vitum hvað við séum að gera eða ekki. Hann er jú það sem skiptir máli,“ segja þau. Nikita er að stærstum hluta í eigu VAR sem er í eigu Rúnars, Heiðu og Valda. Til að fjármagna vöruþróun, alþjóða markaðssetn- ingu og framleiðslu fengu þau fjárfesta inn í fyrirtækið. „Strax á fyrsta ári seldum við hlut í félag- inu til tveggja fjárfestingasjóða, Nýsköpunarsjóðs og Uppsprettu Venture Capital. Þetta eru helstu bakhjarlar fyrirtækisins ásamt foreldrum og forráðamönnum sem hafa gefið okkur tvö mjólk- urglös á dag alla ævi og stutt við bakið á okkur eftir bestu getu. Einnig hafa Landsbankinn og Kaupþing verið traustir í gegn- um tíðina,“ segir Rúnar og bros- ir. Nikita selur að meðaltali um eitt þúsund og fimm hundruð flík- ur á hverjum degi og veltir um einum milljarði króna á þessu ári, en sú sala dreifist á yfir eitt þúsund sérverslanir í um þrjátíu löndum. Spurð að því hvort þau hafi búist við þessari veltu þegar þau fóru af stað segjast þau auð- vitað hafa ímyndað sér það. „Við settum þessa ímyndun skipulega á blað í formi viðskiptaáætlunar áður en við stofnuðum fyrirtæk- ið og sú áætlun hefur í langflest- um atriðum gengið eftir þessi átta ár sem liðin eru frá stofnun Nikita ehf. Við hefðum ekki farið af stað né þangað sem við erum komin ef við hefðum ekki haft fulla trú á að við kæmust hingað.“ Hafið þið mætt einhverjum hindrunum í vextinum? „Já, þetta hefur auð- vitað verið endalaust hindrunar- hlaup með gryfjum og tilheyrandi frá byrjun en við vorum ágætlega undir það búin. Það var til dæmis alls ekki sjálfgefið að fá fjármögn- un á framleiðslu á fatnaði, út á fyr- irfram pantanir frá dreifingarað- ilum okkar, vörur sem aldrei koma til Íslands heldur fara beint frá framleiðendum, sem við vinnum með í nokkrum löndum, í vöruhús okkar ýmist í Evrópu eða Banda- ríkjunum og þaðan inn áfram til dreifingaraðila og verslana. Bönk- unum fannst erfitt að geta ekki tekið veð í vöru sem væri í vöru- húsi á Íslandi. Þessi hindrun var samt yfirstigin eins og aðrar,“ segir Rúnar. Þegar þau eru spurð að því hvað hafi verið erfiðast á þessum átta árum brosa þau. „Það hefur reynst langerfiðast að kom- ast í sumarfrí.“ Á ferð og flugi Höfuðstöðvar Nikita eru á Ís- landi en fyrirtækið er jafnframt Vegur fatafyrirtækisins Nikita hefur legið lóðrétt upp á við síðan það var stofnað árið 2000. Í dag selur fyrirtækið um eitt þúsund og fimm hundruð flíkur á dag. Þrátt fyrir velgengnina hefur ekki farið mikið fyrir tveimur af eigendum Nikita, Rúnari Ómarssyni og Aðalheiði Birgisdóttur, í íslenskum fjölmiðlum. Marta María Jónasdóttir skyggndist bak við tjöldin. Útrás er þreytandi frasi Geisladiskurinn: H: Neil Young-Harvest. R: Valkvíði ...The Clash-Combat Rock. Uppáhaldsmaturinn: H: Austur-Indíafélagið takk. R: Já, fínt, ég kem með. Bíllinn minn er... H: Toyota Rav. R: Suburban jepplingur. Hafði þið eytt peningum í vitleysu? Alveg í lágmarki. Líkamsræktin: Fjölbreytni er mikilvægust en fátt sem toppar að ganga upp gott fjall með vinunum, vitandi að þú ert að fara að renna þér niður á snjóbretti í djúpum púðursnjó. Svo er alltaf jafngott að liggja alveg kyrr og anda djúpt. Uppáhaldsborgin: Tókýó og San Francisco; hefur mikið með fólkið þar að gera. Dýrmætasti hluturinn: H: Saumavélin mín og „krossarinn“ minn eru mér mjög kærir hlutir. R: iPod-inn minn er farinn að öðlast tilfinningalegt gildi. 8 • FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.