Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 38
 23. MAÍ 2008 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● hvataferðir Sjóstangveiði og skemmtisigl- ing eru góð leið til að hrista starfsmannahópinn saman. Það skemmir síðan ekki fyrir þegar listakokkur matreiðir aflann. „Við bjóðum upp á hvalaskoðun- arferðir og sjóstangveiði auk þess sem við förum í skemmtisigling- ar með hópa. Þetta er mjög vin- sælt fyrir starfsmanna- og vina- hópa og við skipuleggjum ferðirn- ar út frá þörfum og óskum hvers hóps fyrir sig,“ segir Hilmar Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Hvala- lífs, sem gerir út frá gömlu höfn- inni í Reykjavík. Siglt er á bátnum Andreu og ferðirnar geta verið með ýmsu móti. Oft er byrjað á að sigla út í Akurey þar sem fuglalífið er skoð- að og síðan áfram út á Faxaflóann þar sem litast er um eftir hval, síðan er rennt fyrir fisk á baka- leiðinni. „Það er ýmislegt hægt að gera. Við höfum til dæmis skipu- lagt ferðir þar sem siglt er upp á Akranes farið þar í golf eða fót- bolta og svo siglt aftur til baka. Eins höfum við siglt inn í Hval- fjörð,“ segir Hilmar. Fjörið er ekki búið þegar komið er í land því Hvalalíf á einn- ig og rekur Humarskipið sem er rekið sem veitingahús allt árið um kring. Afli hópsins endar oft í höndum kokksins þar sem útbýr ljúffenga máltíð fyrir hópinn. „Það er mikið sport að borða það sem maður veiðir sjálfur og jafn- vel þegar fólk er orðið satt getur það haldið áfram að skemmta sér því við erum með karókí-bar um borð,“ segir Hilmar. - þo Sjóstangveiði vinsæl Andrea leggst upp að Humarskipinu. Hilmar segir alltaf gaman að sníða ferðir fyrir hópa. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þegar komið er í land er vinsælt að borða og skemmta sér í Humarskipinu. Oft er veiði dagsins borin á borð fyrir hópinn. Í grónu umhverfi í Hvalfirði stendur Hótel Glymur vestan við Ferstiklu en um fjörutíu mín- útur tekur að keyra þangað frá Reykjavík. Á hótelinu er aðstaða til ráð- stefnu- og fundarhalds og er ráðstefnusalur fullbúinn helstu tækjum sem með þarf, skjá- varpa, tölvu og þráðlausri net- tengingu auk myndvarpa, tjaldi og fleiru. Hægt er að koma um áttatíu manns í sæti en um fimmtíu manns þegar setið er við borð. Einnig eru minni stof- ur til reiðu ef halda þarf minni fundi. Ráðstefnusalurinn hefur sitt eigið fagbókasafn með alþjóð- legt úrval bóka og lesefni sem tengist rekstri og stjórnun fyr- irtækja. Ráðstefnu- og fundar- gestum býðst einnig sú þjónusta að fá gögn ljósrituð. Á hótelinu er mikið safn lista- verka og gamalla muna fyrir gesti að skoða. Auk þess býður hótelið upp á heita potta undir berum himni og nudd. Ráðstefnu- og fundargest- um býðst einnig ýmis afþrey- ing á milli funda en meðal þess sem Hótel Glymur býður upp á eru sögu- og skemmtiferðir um Hvalfjörð þar sem farið er yfir hernámsárin í Hvalfirði, með leiðsögn og veitingum. Boðið er upp á ævintýraferðir á fjórhjólum um svæðið og sigl- ingar inn Hvalfjörðinn. Í sigling- unni er boðið upp á veitingar og rennt fyrir fisk. Á Hvanneyri geta hóparnir svo brugðið sér í sveitafitness og hrist af sér fundarslenið. Hótelið er opið allan ársins hring nema 24. til 27. desember. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu hótelsins, www.hotel- glymur.is - rat Fundað í fallegu um- hverfi á Hótel Glym Hótel Glymur er í um fjörutíu mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. MYND/HÓTEL GLYMUR Veitingasalinn er einnig hægt að útbúa undir fundi. MYND/HÓTEL GLYMUR Vel fer um fundargesti í björtum og hlýlegum hótelherbergjunum. MYND/HÓTEL GLYMUR Capacent ráðgjöf hefur sérsniðið liðsheildarnámskeið til að styrkja innviði fyrirtækja og annarra vinnustaða. Margir vinnustaðir leggja nú meiri rækt við að skapa andrúmsloft þar sem samskipti og samvinna eru í há- vegum höfð og viðurkennt að ein- staklingar leiti hver til annars og læri hver af öðrum. Capacent ráð- gjöf hefur sérsniðið liðsheildarnám- skeið til að styrkja innviði vinnu- staða. Sigurjón Þórðarson, ráðgjafi hjá Capacent og sérfræðingur á sviði liðsheildar, segir að í upphafi þurfi að greina stöðu vinnustaðarins í samvinnu við yfirmenn og starfs- fólk hans. „Fyrsta skrefið er að kortleggja ástand vinnustaðarins og finna út hvaða markmiðum er verið að reyna að ná. Mjög algengt er að góð fyrirtæki vilji taka vinnustað- inn skrefi lengra og verða framúr- skarandi. En við vinnum einnig við að leysa úr vandamálum sem skap- ast hafa innan veggja vinnustaðar- ins,“ útskýrir Sigurjón. Capacent notar leiki og þrautir sem kennslutæki á liðsheildarnám- skeiðum sínum og eru þau haldin bæði innan- og utanhúss. Að sögn Sigurjóns skila námskeið af þessu tagi betri árangri heldur en hefð- bundnir fyrirlestrar. „Á námskeið- unum tökum við fyrir þá þætti sem þarf að skerpa á inni á vinnustaðn- um og búum til verkefni sem tengj- ast þeim. Sem dæmi þá vinnum við mikið með samskipti, traust, breyt- ingarferla og samvinnu. Grunnhug- myndin er sú að hópurinn geti notað sömu aðferðir og hann lærir á nám- skeiðunum hjá okkur til að leysa hvaða verkefni sem er.“ Á námskeiðunum skapast einstakt tækifæri til að skoða hegðun hópa utan frá; sjá hvernig þeir bregðast við nýjum aðstæðum, hvernig þeim gengur að fylgja stjórnendum, leysa verkefni og bregðast við áreitni sem kunna að fylgja nýjum verkefnum við framandi aðstæður. Sigurjón bendir á að starfs- menn vinnustaða hafa tekið nám- skeiðunum vel. „Fólk er yfirleitt mjög áhugasamt um að ná árangri ef markmiðin eru nægilega skýr.“ Hann segir námskeið af þessu tagi njóta vaxandi vinsælda hjá vinnu- stöðum. Þeir sækist almennt eftir aukinni fræðslu og séu tilbúnari að verja meira fjármagni og tíma í fræðslu fyrir starfsfólk sitt en áður. - kka Samvinna, traust og samskipti Sigurjón Þórðarson, ráðgjafi hjá Capacent, segir að liðsheildarnámskeiðin njóti vax- andi vinsælda á vinnustöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.