Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 40
 23. MAÍ 2008 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● hvataferðir Skólabúðirnar í Reykjaskóla í Hrútafirði hófu starfsemi sína fyrir tuttugu árum og hafa aldrei notið meiri vinsælda. „Starfsemi Skólabúðanna hófst árið 1988, þegar Héraðsskólinn hér á Reykjum í Hrúta- firði lagði niður starfsemi. Þær hafa starf- að allar götur síðan og notið mikilla vin- sælda. Markmiðið hefur verið frá upphafi að brjóta upp hefðbundið skólastarf og má segja að þetta sé eins konar nám í lífsleikni,“ segir Þorvarður Guðmundsson, einn af for- svarsmönnum Skólabúðanna í Reykjaskóla í Hrútafirði. „Nemendurnir sem koma til okkar eru langflestir úr 7. bekk og eru víða af landinu. Við fáum tvo þriðju hluta af þessum árgangi og það eru helst krakkar af Austfjörðum og suðausturhorninu sem vantar til okkar. Hins vegar fáum við marga af Vestfjörðum og í ár eru til dæmis krakkarnir frá Patreksfiði að koma í fyrsta sinn,“ segir Þorvarður og bætir við að það stefni í met á næsta ári enda 3.000 nemendur sem munu dvelja á Reykjum það árið. Þorvarður tekur á móti nýjum hópi viku- lega sem dvelur eina skólaviku, frá hádegi á mánudegi til hádegis á föstudegi. Í hverjum hópi eru um hundrað börn og með þeim fylg- ir kennari, auk þess sem aðstoðarfólk kemur með ef börn eru með fötlun eða greiningu. „Við erum með sjö til átta starfsmenn hér og sjáum um alla kennslu. Síðan sjá kennar- ar hópsins um alla gæslu, eftirlit og kvöld- vökur ásamt okkur,“ útskýrir Þorvarður og heldur áfram: „Kennslan er mikið byggð á útikennslu og upplifun auk þess sem við notum staðarhætti hér. Við förum í fjöruna og notum náttúruna mikið þar sem skólabæk- ur eru notaðir í algjöru hófi. Auk þess erum við með sundlaug og íþróttahús fyrir krakk- ana. Síðan fara þau í svokallaðan stöðvaleik þar sem þau kynnast svæðinu og fá að upp- lifa Byggðasafnið á Reykjum. Einnig segj- um við mikið af sögum, förum í leiki og reyn- um að ögra þeim, til dæmis með því að leyfa þeim að kljást við veru á heimavist.“ Nýjasta kennslugreinin í Reykjaskóla er í samstarfi við sparisjóðina á Íslandi og hefur þegar vakið miklar vinsældir að sögn Þor- varðar. „Undraheimur auranna er kennsla sem byggir á almennri fjármálafræðslu og endar á spili sem fjallar einmitt um skólabúða- dvöl. Þar eru þau að græða og tapa á víxl og þurfa að leysa ýmsar þrautir. Þetta hefur al- gjörlega slegið í gegn hjá krökkunum og þau eru mjög spurul og vakandi í þessum tímum. Við erum mjög stolt af þessu verkefni enda ekki margir sem sinna þessu eins vel. Þarna fá þau kennsluefni með sér heim og það eru nánast einu kennslubækurnar sem hér eru notaðar,“ segir Þorvarður hlæjandi og bætir við að langflestir finni sig vel í skólabúðun- um. „Við tökum á móti öllum börnum sem hing- að vilja koma og fötlun eða greining er engin fyrirstaða. Sveitastemningin er alls ráðandi og við byggjum mikið á heilnæmu mataræði og bönnum til dæmis sælgæti og farsíma. Fyrir suma er þetta alveg ómögulegt í fyrstu, þau sakna mömmu og tölvunnar, en þegar kemur að heimför á föstudegi vilja þau lang- flest vera lengur og það segir heilmikið um hugarfar krakkanna. Hérna fá þau bara að vera úti í náttúrunni í friði og ró og fá hrein- lega að vera þau sjálf.“ Allar nánari upplýsingar á www.skolabu- dir.is - rh Upplifun og útikennsla án skólabóka Þorvarður Guðmundsson hjá Skólabúðunum í Reykjaskóla í könnunarleiðangri í fjörunni ásamt krökkum frá Borgarhólsskóla á Húsavík. MYND/INGUNN PEDERSEN Brunað um Hólaskóg Rétt fyrir ofan Geysi í Hauka- dal, eða að Kjóastöðum III, er ferðaþjónustan Fjórhjólaferð- ir við Geysi starfrækt. Þar er boðið upp á fjórhjólaferðir um Haukadalsskóg fyrir allt að 45 manns. Leiðirnar og lengd þeirra eru mismunandi og eru valdar með tilliti til hópsins sem ferð- ast hverju sinni. Í klukkutíma ferðum er farið um Haukadalsskóg á skil- greindum slóðum og upp á Haukadalsheiði. Ekið er yfir bergvatnsár um skóg og upp á heiði þar sem sandurinn, auðn- in og útsýnið tekur við. Í dagsferðum er farið upp að Hagavatni, sem er jökullón austan undir Hagafelli í Lang- jökli. Farið er niður í gljúfur með fossum og flúðum og niður á jafnsléttu. Á svæðinu er ýmiss konar önnur afþreying sem hópar og fyrirtæki geta nýtt sér. Í Haukadalsskógi eru auk fjór- hjólaleiðanna meðal annars skilgreindar reiðleiðir, göngu- leiðir og hjólastólastígar sem Sjálfsbjörg á Selfossi hefur látið gera fyrir fatlaða. Þá hefur skógræktin útbúið grillskýli fyrir allt að 100 manns og þar eru tveir skálar sem er hægt að leigja fyrir. Í seilingarfjarlægð eru síðan Gullfoss, Geysir og Hótel Geysir. Mest er sótt í ferðirnar á vorin og haustin en fyrirtæki bjóða starfsmönnum sínum gjarnan í ferðir af þessu tagi í kringum árshátíðir eða til að umbuna þeim fyrir vel unnin störf. Fjórhjólin eru líka þeim eig- inleika búin að þau er hægt að nota við ólík veðurskilyrði og finnst mörgum gaman að keyra í slabbi, drullu eða snjó. Þeim má þó allt eins aka á sumrin og njóta náttúrunnar og veður- blíðunnar í leiðinni. Að sögn forsvarsmanna Fjórhjólaferða við Geysi hafa konur sýnt ferðunum sérstakan áhuga að undanförnu og hafa heilu saumaklúbbarnir mætt í ferðir. Nánari upplýsingar má nálgast á www.4hjol.is/ - ve Farið er yfir ýmsar torfærur. MYND/FJÓRHJÓLAFERÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.