Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 58
26 23. maí 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Sverrir Stormsker svarar Stefáni Hilmarssyni Ég virðist hafa hitt á einhvern afar viðkvæman blett í sálartetri Stefáns Hilmarssonar með grein minni í síðustu viku þar sem ég kom lítillega inn á hans persónu eða hans karakterleysi öllu heldur, því hann skrifar grein í Fréttablaðið þann 21. maí alveg sótrauður af bræði þar sem hann fárast yfir því að ég skyldi hafa hitt naglann á höfuðið. Rangfærslurnar og dylgjurnar í grein hans eru svo yfirgripsmiklar að ég þarf tvær greinar til að leiðrétta þær. Ekki til að hafa síðasta orðið heldur það sem sannara reynist. Það veit öll þjóðin nema Stefán hver það var sem „dröslaði honum á lappir og samdi ofan í hann fyrstu vinsælu lögin sem hann söng inn á plötur og gerðu hann að því sem hann vildi verða – frægan,“ eins og ég orðaði það í grein minni. Ég er síst af öllu að telja það mér til tekna og ætlast síst af öllu til þess af manni eins og Stefáni að hann hafi hátt um það þó hann hafi fjölyrt um það í öllum fjölmiðlum á sínum tíma. Það er enginn að biðja hann um að hrópa þessi sannindi á torgum í dag en úr því að hann er að tjá sig um sinn feril á annað borð, t.d. á heimasíðu sinni, þá á hann náttúrlega að fara með rétt mál. Það lýsir ekki beysnum karakter að reyna að ljúga með æpandi þögninni. Stefán var mjálmandi í mér einsog smákrakki öllum stundum biðjandi mig að gera sig frægan: „Gerðu það gerðu mig frægan. Mig langar svo að verða frægur.“ Og ég gerði það. Þessi Kvennaskólakrakki hafði sérkennilega háa rödd, ekki óáþekka Mikka mús. Áður hafði hann sungið örfá handónýt endurvinnslulög inn á plötur sem vöktu enga athygli en fyrstu lögin sem gerðu hann vinsæl- an voru eftir mig: „Við erum við,“ „Búum til betri börn,“ Horfðu á björtu hliðarnar,“ og svo „Sókrates“ sem kom honum endanlega á koppinn. Þetta er ekkert flókið. Það muna þetta allir yfir þrítugt. Allir nema Stefán sem er í afneitun og feluleik. Aumkunar- vert og broslegt í senn. Maður roðnar eiginlega fyrir hans hönd því öll þjóðin veit þetta, en þetta skiptir í sjálfu sér alls engu máli þar sem í hlut á svo sem enginn stórsöngvari heldur (kot)roskin kelling sem er aðallega í samkeppni við Andrés önd. En rétt skal vera rétt. Það er einkennilegt að allt sem hann sakar mig um í dylgjugrein sinni, svo sem „metnaðarleysi, óreglu, dramb og hroðvirkni“ eru einmitt helstu einkenni Stefáns og það er mjög auðvelt að færa rök fyrir því. Stefán er veistu-ekki-hver-ég-er- gæi. Drambið og óregluna þekkja nú flestir, skál fyrir því, en metnaðarleysið og hroð- virknina þekkja hugsanlega færri því menn eru ekki alltaf svo snöggir að kveikja. Skal nefna nokkur dæmi: Er einhver metnaður fólginn í því að endurvinna Vilhjálm Vilhjálmsson og „heiðra“ þann góða söngv- ara með þeim afleiðingum að maður heyrir ekki lengur lögin í hans flutningi í útvarpinu heldur bara einhverra eftirapa eins og Stefáns og fleiri? Heldur Stefán virkilega í drambi sínu að hann komist með tærnar þar sem Vilhjálmur hafði hælana? Þetta er afætubisness, metnaðarleysi, andleysi og heimska. Er það metnaðarfullt að stæla Bítlana í Háskólabíói eins og Stefán er að gera baki brotnu? Nei. Menn geta ekki lagst mikið lægra. Þetta er það metnaðarlausasta og lágkúrulegasta sem nokkur „tónlistarmaður“ getur tekið sér fyrir hendur. Í þessu rugli er Stefán alveg upp fyrir haus. Viðbrögð hans við gagnrýni minni eru viðbrögð sandkassakrakkans: „Ef þú segir að ég sé aumingi þá geturðu bara sjálfur verið aumingi.“ Engin rök. Bara bull. Besta dæmið um metnaðarleysi og hroðvirkni Stefáns (eiginleika sem hann vænir mig um) er texta- hnoð hans. Það þarf ekki að fletta lengi í textum Stefáns til að sjá að þar fer maður sem á eingöngu að syngja. Þar er allt yfirfljótandi af ambögum, málfræðivillum og kunnáttuleysi í bragfræði. Dæmi úr frægum texta Stefáns: „Hvar eru gleði mín og sorg?“ Ambögurnar eru efni í heila skólabók um það hvernig ekki á að gera texta. Hann reynir að nota stuðlasetningu en kann það ekki. Þetta er allt kolvitlaust ort. Hvaða maður með gramm af kröfu- hörku, metnaði og viti yrkir svona illa? Jú, maður sem hugsar eingöngu um STEF-gjöldin. STEFán rifti okkar samstarfi á sínum tíma m.a. af því að ég leyfði honum ekki að semja metnaðarlausa heimskulega texta við mín lög. Hann vildi nefnilega fá STEF-gjöld eins og ég. Í því lá hans metnaður. Hann vildi fórna gæðum fyrir STEF-gjöld. Ég vildi hins vegar vanda til verksins og láta hann bara sjá um það sem hann kunni og það var að gaula. En Stebbi litli vildi yrkja því Stebbi litli vildi líka fá STEF-gjöld. STEFán hefur aldrei getað skilið að það er betra að þegja og vera álitinn vitlaus en að opna kjaftinn og eyða öllum vafa. Höfundur er tónlistarmaður og rithöfundur. Lengri útgáfu greinarinnar má lesa á Vísi. Ambögusmiður í afneitun SVERRIR STORMSKER Hagvöxtur um allt land UMRÆÐAN Örlygur Hnefill Jónsson skrifar um byggðamál Í dag, föstudaginn 23. maí 2008, heldur Byggðastofnun ársfund sinn á Egilsstöðum. Í framhaldi venjulegra aðalfundarstarfa verður fjallað um brýnt mál sem varð- ar landsmenn alla, þ.e. hagvöxt um allt land. Byggðastofnun vann nýlega ásamt Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skýrslu um hagvöxt ein- stakra landsvæða á árunum 1998-2005. Vakti skýrsla þessi mikla athygli, þar sem fram kom mikill mismunur á hag- vexti milli einstakra landsvæða. Hagvöxtur er mestur á höfuð- borgarsvæðinu og á Austurlandi rúmlega 50%. Annars staðar er hagvöxtur undir landsmeðaltali, sem er 40% á umræddu tíma- bili. Á tveim landsvæðum er hagvöxtur neikvæður á tímabil- inu, þ.e. á Vestfjörðum, um 3% og á Norðurlandi vestra, um 9%. Það er réttlætis- og jafnréttis- mál að hagur þegnanna sé með sem líkustum hætti óháð búsetu. Tekur það til allra þátta eins og þjónustu, menntunar, heilsu- gæslu, samgangna, fjarskipta og alls þess sem nútímamaður- inn telur til eðlilegra og góðra lífskjara. Því er brýnt að efla og bæta hagvöxt þeirra landsvæða sem hafa orðið undir í þróun síð- ustu ára. Atvinnuuppbygging, orku- og auðlindanýting heima í héraði er virkasta tækið til þessa. Bættar samgöngur og efling innviða í veikari byggð- um stuðlar einnig að þessu. Byggðastofnun hefur komið af fullum þunga, fyrir tilstyrk ríkis stjórnar Íslands, að málum vegna niður- skurðar veiðiheimilda á yfirstandandi fiskveið- ári og að uppbyggingu hefðbundinna atvinnu- greina og nýsköpun, sem ætíð er fagnaðar- efni á landsbyggðinni. Þessa dagana er mikið rætt um Íbúðalánasjóð, þá ágætu stofnun. En hverjum hefur sú stofnun nýst best hin síðari ár. Hvar hefur uppbygging íbúðar- húsnæðis verið með ódýru láns- fjármagni Íbúðalánasjóðs í krafti ríkisábyrgðar. Það er á höfuðborgarsvæðinu. Í svari þáverandi félagsmálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi 2001, hvert lán Íbúðalánasjóðs hafi farið á árunum 1990-2000 kom fram að rúm 90% af þeim fóru til uppbyggingar á áhrifa- svæði höfuðborgarinnar. Þessi ein stærsta byggðaaðgerð Íslandssögunnar efldi auðvitað hagvöxtinn á höfuðborgarsvæð- inu og ekkert nema gott um það að segja. Hins vegar skiptir jafnvægi í byggð miklu og allar nágranna- þjóðir okkar hafa markvissa stefnu í þeim málum. Eitt af því og það sem hvað mestu skiptir í því sambandi er að efla hagvöxt einstakra svæða. Það verður umræðuefni fulltrúa Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Samtaka atvinnulífsins auk heimamanna á Austfjörðum að ræða þetta á fundi Byggðastofn- unar sem er öllum opinn. Höfundur er formaður stjórnar Byggðastofnunar. ÖRLYGUR HNEFILL JÓNSSON SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð- um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt inga og til að stytta efni. BRÉF TIL BLAÐSINS Eftir góða skíðavertíð Hermann Valsson, fulltrúi VG í íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur, skrifar: Nú hefur skíðasvæðum borgarbúa verði lokað eftir besta vetur í þó nokk- urn tíma. Þessi vetur hófst með nokkr- um látum sem snerust um mönnun á svæðunum. Erfiðlega gekk til að byrja með að ráða í lausar stöður og að halda svæðunum opnum á fullum krafti í ljósi þessa. Sjálfur tók ég þátt í þessari orrahríð sem formaður stjórnar skíðasvæðanna í tíð hundraðdaga meirihlutans. Þar fuku á tíðum stór orð og var ég sakaður um rangfærslur í mínu máli og krafinn um opinbera afsökun. Ég átti síðan ágæt samtöl við þá sem þar komu að og vona ég innilega að við höfum lokið okkar missætti. Hvað sem því líður þá virðist sem þessi umfjöllun, þó neikvæð væri, hafi skilað sér í fleiri starfsmönnum í fjöllin. Nóg til þess að hægt var að fara í fulla opnun bæði í Bláfjöllum og Skálafelli. Stundum er neikvæð umræða af hinu góða. Á þeim tíma sem ég var við stjórnvölinn var unnið að samningi um framtíðaruppbyggingu og var sú vinna á lokastigi þegar ég fór frá vegna meirihlutaskiptanna síðustu. Ég sá til þess að núverandi formaður fengi allar þær upplýsingar sem hann þurfti til að klára málið og vona ég að því fari að ljúka með uppsetningu á snjógerðar- vélum á báðum skíðasvæðunum og uppsetningu snjógirðinga án frekari tafa – skíðamenn eiga það skilið. Ég vil að lokum þakka starfsfólki skíðasvæð- anna fyrir frábæra vinnu. Svæðin voru til mikillar fyrirmyndar í vetur, vel troð- in og sérlega gaman að koma í fjöllin. Með þessu framhaldi verður skíða- íþróttin að nýju þessi stórskemmtilega fjölskylduíþrótt sem hún var áður. Takk kærlega fyrir frábæran skíðavetur. Sjáumst þann næsta. Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn. Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans. Landsbankadeild kvenna Fjölnirfös. 23. maí fös. 23. maí fös. 23. maí fös. 23. maí 3. umferð Valur Keflavík Fylkir19:15 19:15 Afturelding Stjarnan19:15 KR Breiðablik19:15 lau. 24. maí HK/Víkingur Þór/KA15:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.