Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 62
30 23. maí 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Seabiscuit var einn frægasti hestur sögunnar. Hann var hreinræktaður keppnishestur frá Bandaríkjunum en virt- ist í fyrstu ekki búa yfir mikl- um hæfileikum. Hann var lítill, með útstæð hné og vildi helst aðeins sofa og borða. Til að byrja með var hann þjálfaður af hinum fræga tamningamanni Sunny Jim Fitzsimmons sem sá tækifæri í hestinum, en fannst hann þó heldur latur. Seabiscuit tapaði fyrstu tíu keppnum sínum og gerðu tamningamenn og knapar grín að honum. Þegar Tom Smith tók við honum skiluðu óhefðbundnar þjálfunarað- ferðir óvæntum árangri. Með tímanum fór Sea- biscuit að vinna sigra og árið 1937 vann hann ellefu af fimmtán keppnum og varð stöðugasti veðhestur Bandaríkjanna það árið. Seabiscuit var vel mark- aðssettur og varningur tengd- ur honum seldist eins og heit- ar lummur. Helsti andstæð- ingur hans, War Admiral, mætti honum í nóvember árið 1938 og eru þær kappreiðar tald- ar einn mesti íþróttaviðburður í sögu Bandaríkjanna. Sea- biscuit vann og var útnefndur hestur ársins 1938. Seabiscuit, hesturinn sem enginn vildi upp- haflega, varð sá hestur sem gefið hefur mest af sér í sögu kappreiða í Bandaríkjunum. Þegar hann hætti keppni komu yfir fimm þúsund manns á búgarðinn þar sem hann bjó til að hitta hann. Grafreitur hans hefur aldrei verið gefinn upp. ÞETTA GERÐIST: 23. MAÍ 1933 Verðlaunahesturinn Seabiscuit fæðist MERKISATBURÐIR 1805 Napóleon Bonaparte er krýndur konungur Ítalíu í dómkirkjunni í Mílanó. 1846 Mexíkó lýsir yfir stríði við Bandaríkin. 1965 Danska þingið samþykkir að afhenda Íslendingum handritin, sem lengi hafði verið deilt um. 1985 Alþingi samþykkir þings- ályktun um stefnu Íslend- inga í afvopnunarmálum. Þar er áréttað „að á Íslandi verði ekki kjarnorkuvopn“. 1987 Hannes Hlífar Stefáns- son verður heimsmeistari sveina í skák, 16 ára og yngri, 14 ára að aldri. 2004 Hluti byggingar hins al- þjóðlega flugvallar í París, Charles De Gaulle, hrynur. Fjórir látast og þrír aðrir slasast. Síðastliðinn þriðjudag voru níutíu ár síðan Hvanneyrar- hreppur fékk kaupstaðarréttindi og breytti nafni sínu í Siglufjarðarkaupstað. Bærinn stendur við samnefndan fjörð á Norðurlandi, nyrst á Tröllaskaga í sveitarfélaginu Fjallabyggð. Árið 2006 sameinuðist Siglufjörður Ólafsfirði og til- heyra nú báðir sveitarfélagsinu Fjallabyggð. „Mismun- andi hefðir eru í stitthvorum firðinum, en eftir samein- ingu var farið í að móta sameigin lega fræðslu-, menning- ar-, íþrótta- og tómstundastefnu. Þetta starf hefur gengið mjög vel og það er mikill hugur og jákvæðni í fólki hér,“ segir Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, fræðslu- og menn- ingarfulltrúi Fjallabyggðar. Bærinn byggir afkomu sína að mestu á sjávar útvegi og í dag búa um þrettán hundruð manns á Siglufirði, sem er mikil fækkun frá blómaskeiði bæjarins á fimmta og sjötta áratugnum. Þá bjuggu þar allt að þrjú þúsund manns á síldarárunum þegar ein afkastamesta síldarbræðsla landsins var starfrækt í bænum og mikið var um aðkomu- fólk í uppgripavinnu. Siglfirðingar minnast þessa tímabils enn í dag, því í bænum er starfandi Síldarminjasafn og ár- lega er haldin „Síldarhátíðin á Sigló“ um verslunarmanna- helgi. Ýmislegt verður gert til þess að halda upp á kaupstað- arafmælið og á sjálfan afmælisdaginn var haldin hátíðar- dagskrá þar sem opnuð var myndlistarsýning úr lista- verkasafni Fjallabyggðar auk þess sem hátíðarfundar bæjarstjórnar fór fram í Ráðhúsinu. Á morgun verður svo haldin vegleg afmælishátíð fyrir bæjarbúa og gesti. „Dagskráin verður fjölbreytt en Grunnskóli Siglufjarð- ar byrjar á því að opna sýningu tileinkaða siglfirskum sagna- og tónlistararfi auk þess sem leikskólinn verður með vorsýningu. Síðan er Síldarminjasafnið opið, svo og Þjóðlagasetur séra Bjarna Þorsteinssonar. Einnig munu listamenn Siglufjarðar vera með vinnustofur sínar opnar í tilefni dagsins,“ segir Karítas. Hoppkastalar verða fyrir börnin á torginu og mótor- hjólaklúbburinn Smaladrengir verður með mótorhjóla- sýningu. Kaffisamsæti verður í Bíókaffi fyrir bæjarbúa og gesti milli klukkan þrjú og sex. Þar munu nemend- ur tónlistarskólans spila auk þess sem ávörp verða flutt, sönghópur eldri borgara mun syngja og myndir verða frá fyrri tíð sýndar. Karítas segir miklvægt að allir íbúar Fjallabyggðar geti fagnað þessum tímamótum saman svo þess vegna verði gripið til sértækra ráða á morgun. „Við verðum með rútu- ferðir frá Ólafsfirði yfir til Siglufjarðar svo Ólafsfirðing- ar geti komið líka og fagnað með okkur“, segir Karítas og bætir við að mikil stemning sé fyrir hátíðarhöldunum. Allar upplýsingar um hátíðarhöld og sveitarfélagið Fjalla- byggð er að finna á heimasíðunni: www. fjallabyggd.is klara@frettabladid.is SIGLUFJÖRÐUR: 90 ÁRA KAUPSTAÐARAFMÆLI Sameining og síld MIKIL STEMNING Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, fræðslu- og menn- ingarfulltrúi Fjallabyggðar, hlakkar mikið til hátíðarhalda. MYND/ALBERT GUNNLAUGSSON ANATOLY KARPOV SKÁKMEISTARI ER 57 ÁRA. „Að vera meistari krefst meira en að vera sterk- ur skákmaður, maður þarf einnig að vera sterk mann- eskja.“ Rússneski skákmeistarinn Ana- toly Karpov var heimsmeist- ari samfellt frá árinu 1975 til 1985. Í dag lætur hann sig mannleg málefni mestu varða. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæra Ágústs Sigurðar Karlssonar Kúrlandi 19. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 11-B LSH og líknardeildar í Kópavogi, Ásgerði Sverrisdóttur lækni og hjúkrunarþjónustu Karitas fyrir einstaka umönnun. Einnig þökkum við öllum þeim sem studdu hann í erf- iðum veikindum. Rut Sigurðardóttir Birna Ágústsdóttir Júlíus Sigmundsson Sigurður Karl Ágústsson Linda Sjöfn Sigurðardóttir Guðlaugur Ágústsson Sigríður Ósk Pálmadóttir Ævar Ágústsson Ragnheiður Júníusdóttir Ína Björg Ágústsdóttir Magnús Ágústsson Berglind Ágústsdóttir Hjálmar Hjálmarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurveig Sigurðardóttir, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 9. maí verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 24. maí kl.13.30. Sverrir Hjaltason Guðrún Eyja Erlingsdóttir Sigurður Hjaltason Aagot F. Snorradóttir Anna Hjaltadóttir Guðmundur Þorsteinsson Þorvarður Hjaltason Ólafía Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigrún Sigurðardóttir, sem lést sunnudaginn 18. maí, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 24. maí kl. 16.00. Guðrún Kristófersdóttir Lárus Gunnlaugsson Þorvarður Kristófersson Anna María Arnardóttir Birna Kristófersdóttir Kristófer Kristófersson Sigurður Kristófersson Steinunn Þorfinnsdóttir Jón Páll Kristófersson Ólína Þorleifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Runólfur Dagbjartsson múrarameistari (Dúddi múr) Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, andaðist á heimili sínu 19. maí sl. Útförin auglýst síðar. Ómar Runólfsson Auður Eiríksdóttir Margrét Runólfsdóttir Sigurður Rafn Jóhannsson Dagmar Svala Runólfsdóttir Guðjón Sigurbergsson Kristín Helga Runólfsdóttir Ari Tryggvason barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar tengdamóðir og amma, Jóhanna Hrafnhildur Kristjánsdóttir frá Patreksfirði, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 21. maí á St. Jósepssítala í Hafnarfirði. Útförin verður auglýst síðar. Helgi Hersveinsson Hera Helgadóttir Reimar Georgsson Kristján Arnar Helgason Jóna S. Marvinsdóttir Helgi Hrafn Reimarsson Arnar Marvin Kristjánsson. Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, Jónas Halldór Geirsson vélstjóri, Rekagranda 1, Reykjavík, lést laugardaginn 17. maí. Útför hans fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 13.00. Jón K.F. Geirsson Sigrún Hjartardóttir Margrét Geirsdóttir Gísli Guðmundsson Nína S. Geirsdóttir Orville J. Pennant og systkinabörn. Ástkær bróðir okkar, Örn Bjarnason sem lengst af bjó á Skólavörðustíg 40 lést laugardaginn 10. maí á hjúkrunarheimilinu Víðinesi. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 23. maí kl. 13.00. Systkini hins látna og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.