Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 66
 23. maí 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af... Ljósmyndasýningunni Staðir eftir Einar Fal Ingólfsson, sem stendur nú yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á sýningunni má sjá myndir úr dagbók ljósmyndarans sem spanna tuttugu ára tímabil og taka til ýmissa staða á jörðinni. Nú fer þó hver að verða síðastur að sjá þessa áhugaverðu sýningu þar sem komandi sýningar- helgi er sú síðasta. Kl. 18 Halldór Haraldsson píanóleikari kynnir þrjá nýja geisladiska sína í versluninni Hljóðfærahúsinu, Síðumúla 20, í dag kl. 18. Diskarnir þrír eru gefnir út saman undir nafninu Portret, en á þeim er farið yfir feril Halldórs. Á kynningunni í dag mun Halldór velja tóndæmi af diskunum til útskýringar og einnig flytja nokkur vel valin verk frá ferli sínum. Myndlistarmaðurinn Pétur Hall- dórsson opnar sýningu á verkum sínum í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30, á morgun kl. 14. Pétur lærði myndlist á Íslandi, í Englandi og í Bandaríkjunum. Hann hefur haldið einkasýningar bæði innan lands og utan og meðal annars sýnt í Norræna húsinu, Pleiades Gallery í New York og í Hafnarborg, lista- og menningar- stofnun Hafnarfjarðar. Auk þess hafa verk hans birst í annálunum Graphics Annual og Modern Publicity. Sýning Péturs stendur til 15. júní næstkomandi. - vþ Pétur í Reykjavík Art Gallery MYNDLIST Verk eftir Pétur Halldórsson. Fram undan eru þrjár sýningar á leikritinu Lirfur eftir Víði Guðmundsson. Í sýningunni er tekist á við ýmsar spurningar um lífið og tilveruna á frumlegan og áhugaverðan hátt. Leikritið Lirfur var æft og frum- sýnt í Borgarleikhúsinu fyrr á árinu þar sem það var sýnt á lokuðum sýningum í mánuði unga fólksins. Viðtökur áhorfenda voru góðar og því þótti aðstandendum sýningar- innar liggja beint við að efna til sýn- inga þar sem almenningi gefst kost- ur á að berja herlegheitin augum. Leikarar í verkinu eru tveir, þeir Orri Huginn Ágústsson og Víðir Guðmundsson, sem jafnframt er höfundur þess og leikstjóri. Lirfur fjallar um tvo menn sem eru fastir saman á ótilgreindum stað. Þeir komast ekki frá hvor öðrum þótt þeir fegnir vildu og neyðast því til þess að eiga í sam- skiptum hvor við annan, oft með kostulegum afleiðingum. „Menn- irnir tveir reyna að hafa ofan af fyrir sér með spjalli og skemmtun, en það er þó alltaf eitthvað sem kemur í veg fyrir gleðina. Þeir hoppa á milli aðstæðna og umræðu- efna og minna um margt á þær sam- ræður sem fara fram innra með okkur sjálfum í hvert skipti sem við stöndum frammi fyrir einhverri ákvörðun. Þrátt fyrir að verkið ger- ist við heldur afmarkaðar aðstæður takast persónurnar á við ýmislegt úr samtímanum, til að mynda neysluhyggjuna og spurninguna um hvað er raunverulega mikilvægt í lífinu. Áhorfendur ættu því að geta fundið vissan hljómgrunn með per- sónunum,“ útskýrir Víðir. Ekki er laust við að verkið hljómi eilítið framúrstefnulega út frá lýsingunni, en áhorfendur þurfa þó ekki að óttast að skilja ekki neitt. „Það er dálítið erfitt að lýsa nákvæmlega söguþræði verksins, en persónurnar og aðstæður þeirra eru þó alveg skýrar í leikritinu. Fólk þarf ekkert að hafa áhyggjur af því að það muni ekki skilja neitt í neinu, hlutirnir útskýrast jafn- óðum,“ segir Víðir og hlær. Sem stendur eru aðeins fyrirhug- aðar þrjár sýningar á verkinu, á sunnudaginn kemur og svo 30. og 31. maí og hefjast sýningarnar öll kvöldin kl. 20. Sýningarnar fara fram í húsnæði á horni Vitastígs og Skúlagötu þar sem leikhópurinn Vér morðingjar hefur aðsetur. Það er því ljóst að leikhúsáhugafólk ætti að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða á eina sýninguna sem allra fyrst. Miðar kosta 1.000 kr. og þá má nálgast með því að hringja í Víði í síma 697 3799. vigdis@frettabladid.is Tveir menn fastir á ótilgreindum stað Ástin er diskó, lífið er pönk e. Hallgrím Helgason Stuðið er á Stóra sviðinu sýn. fös. 23/5 uppselt, lau. 24/5 Sá hrímhærði og draumsjáandinn e. Nils Aslak Valkeapää Gestasýning frá Beaivváš, þjóðarleikhúsi Sama í Noregi Ath. aðeins ein sýning, þri. 27/5 „Þetta er fjörugt verk og var vel sungið, leikið og dansað..." SA, tmm.is „Það er svona sumarfílíngur í þessu." KJ, Mannamál/Stöð 2 Tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem barnasýning ársins! Skoppa og Skrítla í söng-leik e. Hrefnu Hallgrímsdóttur Sýningum lýkur 1/6 Örfá sæti laus um helgina Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is FIMMTUDAGUR 22. MAÍ KL. 20 PÍANÓTÓNLEIKAR FRÁ LHÍ HÁKON BJARNASON Aðgangur ókeypis! ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ KL. 20 SAMKÓR REYKJAVÍKUR 30 ára afmælistónleikar Miðaverð 2000 kr. FIMMTUDAGUR 29. MAÍ KL. 20 KEITH TERRY Í SALNUM Body percussion. Miðaverð 1000 kr. FÖST 30. MAÍ KL. 20 UPPSELT! LAUG 1. JÚNÍ KL. 20 ÖRFÁ SÆTI! VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON TIL MINNINGAR UM BIRGI EINARSON Miðaverð 2500 kr. VÍÐIR GUÐMUNDSSON OG ORRI HUGINN ÁGÚSTSSON Eru allt í öllu í leiksýningunni Lirfur, misjafnlega mikið þó. F R ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.