Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 78
46 23. maí 2008 FÖSTUDAGUR Fyrsti þátturinn í nýrri þáttaröð af So You Think You Can Dance var frumsýndur í Bandaríkjunum í gærkvöld. Þau Hjördís Lilja Örn- ólfsdóttir og Steve Lorenz eru á meðal keppenda í þættinum. Þau eru bæði dansarar hjá Íslenska dansflokknum og þar að auki par. „Þetta var ótrúlegt ævintýri,“ segir Hjördís Lilja, en mikil leynd hefur hvílt yfir þátttöku hennar og Steve í dansþáttunum. Þau héldu utan í prufur í lok mars. „Þetta var búið að vera um hálft ár í undirbún- ingi,“ útskýrir Hjördís. „Okkur var boðið að fara út og taka þátt, sem okkur fannst mjög spennandi. Við vorum fyrst pínu smeyk og ekki viss um hvort við ættum að leggja í þetta, en ákváðum bara að kýla á það og hafa gaman af þessu,“ segir hún. „Svo var náttúrulega frábært að fá að fara saman,“ bætir hún við, en hún og Steve kynntust í dans- flokknum og hafa verið saman í um þrjú og hálft ár. Hjördís og Steve fóru í prufur í Milwaukee og segir Hjördís þau hafa fengið tækifæri til að sjá aðra keppendur. „Við sáum bæði rosa- lega góða dansara og rosalega slæma,“ segir hún hlæjandi. „Það var allur skalinn þarna,“ segir Hjör- dís, sem má eðli málsins samkvæmt ekki uppljóstra hvernig henni og Steve vegnaði úti. Hún segir það einnig hafa verið áhugavert að fá innsýn í hvernig framleiðslu þáttanna er háttað. „Keppendum var til dæmis haldið í mikilli spennu allan tímann. Maður vissi í rauninni aldrei hvað átti að gerast næst, hvort maður væri að fara í viðtal eða upp á svið,“ segir Hjördís. Hjördís frumsýnir ásamt Íslenska dansflokknum verkið Ambra í kvöld, í samstarfi við norska flokk- inn Carte Blanche. - sun 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ? LÁRÉTT 2. viðlag, 6. frá, 8. kæla, 9. tangi, 11. íþróttafélag, 12. glans, 14. fluga, 16. berist til, 17. fugl, 18. eyrir, 20. tveir, 21. slabb. LÓÐRÉTT 1. fjörugróður, 3. golf áhald, 4. inúíti, 5. spor, 7. skelfing, 10. tala, 13. fiskur, 15. mismunandi, 16. hryggur, 19. guð. LAUSN LÁRÉTT: 2. stef, 6. af, 8. ísa, 9. nes, 11. kr, 12. gljái, 14. mölmý, 16. bt, 17. lóm, 18. aur, 20. ii, 21. krap. LÓÐRÉTT: 1. þang, 3. tí, 4. eskimói, 5. far, 7. felmtur, 10. sjö, 13. áll, 15. ýmis, 16. bak, 19. ra. „Þetta er svöðusár í allt sem ég er að gera. Það var brotist inn hjá mér í gær [miðvikudag] og öllu stolið,“ segir Óskar Jónasson kvikmynda- gerðarmaður. Óskar varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að brotist var inn á heimili hans og Evu Maríu Jónsdóttur að Bjarnarstíg. Meðal þess sem hvarf var tölva hans, ýmsar ljósmynda- og tökuvélar. Óskar segist ekki vera búinn að yfirfara það nákvæmlega hvað hvarf en tilfinnanlegast er tjónið hvað varðar tölvuna. „Þetta er meiriháttar bömmer. Þetta er aðalvinnutækið mitt. Far- tölva. Lítil iBook sem í sjálfu sér er ekki verðmæt. Það eru hins vegar gögnin sem í henni eru,“ segir Óskar. Eftir Óskar liggja ýmis afrek á sviði kvikmyndagerðar en síðast sló hann í gegn sem leikstjóri glæpasagnasjónvarpsþáttanna Pressu. Nú er hann að vinna við að taka upp sjónvarpsþætti sem byggja á bók Ævars Arnar Jóseps- sonar Svörtum englum. Tökur standa yfir og eru á 5. viku af sjö áætluðum. Þá er verið að klippa mynd Óskars Reykavík – Rotter- dam. „Í tölvunni eru allir skotlist- ar, drög að handritum er varða verkefni sem framundan eru. Eða voru. Því er þetta skipbrot.“ Að auki hurfu ljósmyndavélar, myndbandstökuvél og einhverjar græjur sem Óskar er ekki búinn að átta sig á hverjar eru. „Sama er með það, það eru ekki sjálf tækin heldur efnið sem er inni á tækjun- um sem er verðmætt. Hingað komu menn frá tæknideild lögreglu og fundu fingrafar.“ Óskar vonast til að sá sem hefur tölvuna og tækin undir höndum átti sig á því að þau eru verðlítil nema bara fyrir hann einan. Ef Óskar gæti nálgast gögnin yrði hann afskaplega glaður, það myndi duga honum og Óskar er til umræðu um að greiða einhverja sanngjarna upphæð fyrir. „Þó einhver myndi segja að maður ætti ekki að bjóða upp á slíkt. Annars er furðulegt að þetta er ekki í fyrsta skipti sem brotist er inn til okkar. Það gerðist einnig fyrir fjórum árum. Þá var einnig tekin þessi sama myndband- stökuvél og hvarf núna. Þá náðist þjófurinn og þýfið. Sá rak sig óvart í upptökutakkann og tók upp inn- brotið og samtal sem hann átti við kærustu sína úti í bíl. Þar sat ein- hver þriðji aðili en þjófurinn fór að stæra sig af innbrotinu sem hann lýsti í smáatriðum. Þá fór kærustu- parið að rífast með þeim afleiðing- um að kærastan rauk út úr bílnum. Á upptökunni heyrist þjófurinn segja: Hún bara fór frá mér á afmælisdaginn minn!,“ segir Óskar sem telur óvarlegt að treysta á slíka heppni nú. jakob@frettabladid.is ÓSKAR JÓNASSON: SVÖÐUSÁR Í ALLT SEM ÉG ER AÐ GERA Glæpasagnamaður rændur ÓSKAR Í SJOKKI Tölvu kvikmyndagerðarmannsins, með ómetanlegum gögnum, var stolið þegar brotist var inn á heimili hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Garðar Thor Cortes syngur á gala- kvöldi dagblaðsins Manchester Evening News í kvöld, skemmtun sem er ein af hápunktum skemmt- analífsins í Manchester. Að sögn Einars Bárðarsonar, umboðs- manns Garðars, er hefðin sú að þar mæti allar stjörnur Manchester, meðal annars leikarar úr vinsælum sápu- óperum sem margar hverjar eru gerðar í borginni. En það verða eflaust ekki þær sem stela sen- unni í kvöld því von er á nýkrýndum Evrópumeisturum Manchester Unit- ed. „Leikmenn Manchester City og Manchester United hafa haft það fyrir sið að heiðra samkomuna með nærveru sinni,“ segir Einar og má fastlega búast við því að hinir rauð- klæddu verði sigurreifir eftir að hafa unnið Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Tenórinn hefur áður sungið við gala-kvöldverði fyrir mektarfólk Bretlands en Einar segir hann óvenju spenntan fyrir þessu enda gallharður stuðn- ingsmaður Rauðu djöflanna. „Hann fylgdist með leikn- um langt fram á kvöld og vonast til að geta hitt einhverjar stjörnur úr liðinu,“ segir Einar en Garðar hefur reyndar afrekað að hefja upp raust sína á Old Trafford; söng í fyrra á undan æfingaleik Manchester og AC Milan. Annars er lagalistinn fyrir plötu Garðars klár en titillag hennar er When You Say You Love Me sem var fyrst flutt af Josh Groban. Þá verður á plötunni dúett með bresku sópran-stjörnunni Natöshu Marsh sem nýtur mikilla vinsælda í heimalandi sínu. Þar að auki verður að finna lagið She sem Elvis Costello gerði frægt í kvik- myndinni Notting Hill þannig að breskar tilvísanir eru víða. Garð- ar hefur þó ekki að öllu leyti gleymt Íslandi því lokalagið á disknum er hin undurfagra vöggu- vísa, Sofðu unga ástin mín. - fgg Syngur fyrir Evrópumeistara United ÓTRÚLEGT ÆVINTÝRI Hjördís Lilja segir það hafa verið mikið ævintýri að fara í prufur fyrir bandarísku þáttaröðina So You Think You Can Dance. PAR Í PRUFUR Steve Lorenz í hlutverki sínu í verkinu Ambra, en hann og Hjör- dís hafa verið par í rúm þrjú ár. Heimurinn er lítill. Það sannar sig stöðugt, meðal annars í vikunni þegar DV greindi frá því að í Vik- unni væri viðtal við Ruth Regin- alds þar sem hún talaði meðal annars um lögsókn sína á hendur Séð og heyrt. DV, Vikan og Séð og heyrt heyra öll undir sama útgáfu- félagið, Birting. Það sem meira er: Sú sem skrifar frétt DV, og styðst þar við viðtal Vikunnar, er Hanna Eiríksdóttir. Hanna er svo dóttir Eiríks Jónssonar sem svo ritstýrir Séð og heyrt – blaðinu sem Ruth er að fara í mál við. Tónleikar John Fogerty í höllinni tókust afspyrnu vel og gamli foringi Creedence lék á als oddi og tók flesta smelli sína í gegnum tíðina sem eru ófáir. Einn helsti aðdá- andi Fogerty hér á landi er Geiri á Goldfinger og fór nokkuð fyrir honum og hans mönn- um á tónleikunum. Geiri hafði sagt að ef Fogerty kæmi til landsins myndi hann kaupa miða á tónleik- ana fyrir hálfa milljón. Sem hann og gerði og bauð vinum og velunnurum og bara þeim sem hann hitti á förnum vegi. Árni Johnsen furðaði sig á reglu- gerðum um merkingu matvæla á þingi í vikunni en þannig er að sé tiltekið grænmeti vatnsskolað hér á landi telst það íslenskt. Árni telur þetta að vonum fráleitt og spurði: Þýðir þetta að ef Kínverji baðar sig upp úr íslensku vatni að þá teljist hann Íslend- ingur? - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Íslenskt par í So You Think You Can Dance Í FRÍÐUM HÓPI Garðar Thor Cortes syng- ur á gala-kvöldi Manchester Evening News en lykilleikmenn úr Manchester United hafa vanið komur sínar þangað. Líklegt verður að teljast að einhverjir þeirra mæti í kvöld þótt ekki væri nema bara til að spæla bláklædda erkióvini sína í City. „Ég hef aldrei kynnst öðrum eins fjölda ofleikara og þeim er fylltu hlutverk þessarar myndar.“ Leikstjórinn Ágúst Guðmundsson í viðtali við DV, 1982, um leikhópinn í Með allt á hreinu. „Ég hef ekki kynnst neinum slíkum ofleikarahópi síðan. Þeir eiga ennþá metið,“ segir Ágúst í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.