Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 12
12 24. maí 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 265 4.828 -0,89% Velta: 2.531 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,06 +0,00% ... Bakkavör 35,10 -2,5% ... Eimskipafélagið 20,10 +0,00% ... Exista 10,11 -1,85% ... Glitnir 17,60 -0,57% ... Icelandair Group 20,90 -0,95% ... Kaupþing 785,00 -0,76% ... Landsbankinn 25,70 -1,15% ... Marel 95,50 +0,11% ... SPRON 4,51 -0,66% ... Straumur-Burðarás 11,44 -0,78% ... Teymi 3,33 -1,48% ... Össur 97,80 -0,20% MESTA HÆKKUN EIK BANKI 0,95% FØROYA BANKI 0,66% ALFESCA 0,15% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PETROL. 4,69% BAKKAVÖR 2,50% EXISTA 1,85% Breska íþróttavöruverslunin JJB Sports keypti á fimmtudag skó- keðjuna Qube Footwear á sem nemur einu bresku pundi (144 krónur), að sögn breskra fjölmiðla. Exista keypti í fyrra 29 prósenta hlut í JJB Sports ásamt Chris Ronn- ie, forstjóra verslunarinnar. Seljandi er West Coast Capital, félag Toms Hunter, ríkasta manns Skotlands og eins af stærstu hlut- höfum Glitnis. Breskir fjölmiðlar sögðu í gær söluna lið í uppstokkun á eigna- safni West Coast Capital en Quebe, sem rekur 22 verslanir víðs vegar um Bretland, tapaði 6,1 milljón punda, jafnvirði 876,5 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. - jab Exista kaupir keðju á pundÝktar andlátsfregnir Í erfiðu árferði í heimi viðskiptanna geysa sögur um vandræði hinna og þessa sem aldrei fyrr. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segist vel kannast við sögur af erfiðleikum í rekstri blaðs- ins, en kveðst hvergi banginn. „Fregnir af andláti DV eru stórlega ýktar. Auðvitað finna allir fyrir samdrætti í samfélaginu, en okkur gengur vel að safna áskrifendum og ætlum svo sannarlega að halda útgáfu blaðsins áfram,“ segir Reynir og bætir við: „Þessar sögur verða hins vegar einhvers staðar til, ætli það sé í Hádegismóum?“ Þess má geta að við þá ágætu götu er einmitt að finna höfuðstöðvar tveggja sam- keppnisblaða, Morgunblaðsins og 24 stunda. Fækkun meðal fasteignasala Meðal þeirra sem hvað harðast finna fyrir samdrættinum í efnahagslífinu eru þeir sem starfa við fasteignasölu og í bygging- ariðnaði. Mörg stór verktakafyrirtæki sitja nú uppi með fjölda óseldra eigna og fjármögnun á afar óhagstæðum lánskjörum. Heyrst hefur af töluverðum upp- sögnum á fasteignasölum, enda veltan dregist mjög hratt saman og laun oft bundin beinni sölu og tekjurnar því litlar nú um stundir eftir ævin- týralegan uppgang síðustu misserin. Segja fasteigna- salar að spár um lækkun fasteignaverðs bæti ekki úr skák, hvað þá deilur um framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs. Peningaskápurinn ... „Niðurstaða fæst í mál- inu fljótlega, hugsan- lega á næstu vikum,“ segir Gunnar Sigurðs- son, forstjóri Baugs. Félagið gerði óbindandi yfirtökutilboð í bresku herrafataverslunina Moss Bros seint í febrú- ar. Það hljóðar upp á 42 pens á hlut, í heildina 40 milljónir punda, sem jafngildir um 5,7 milljörðum króna á gengi gærdagsins. Hann vildi ekki gefa upp nánari tíma- setningar en bætti við að málið væri í stöðugri skoðun. Baugur Group er stærsti hlut- hafi Moss Bros með 29 prósenta hlut. Tilboðið mætti strax harðri mótspyrnu frá rótgrónum hlut- höfum Moss Bros og var um tíma talið að þeir reyndu að hindra kaupin, jafnvel með utanaðkomandi fjárfesti. Á sama tíma hefur breska kvenfata- og hús- vörukeðjan Laura Ashley aukið frekar við eignar- hlut sinn í herrafataversl- uninni en hún fer nú með tæpan tíu prósenta hlut í henni. Kaupverð hefur numið um 46 til 47 pens- um. Laura Ashley, sem er í meiri- hlutaeigu MUI Asia, risasam- stæðu í Malasíu, kom fyrst inn í hluthafahóp Moss Bros um miðj- an desember í fyrra. Vefútgáfa Retail Week segir í vikunni að innkoma Lauru Ashley geti vel leitt til gagntilboðs á móti Baugi á næstunni. - jab GUNNAR SIGURÐSSON Niðurstaða vænt- anleg á næstunni „Þessi brot eru alvarleg og það er litið alvarlegum augum að menn séu að eiga við gengi fjármálagern- inga með þeim hætti sem fellur undir markaðsmisnotkun,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efna- hagsbrota hjá Ríkislögreglu- stjóra. Fjármálaeft- irlitið kærði tvo menn fyrir markaðsmis- notkun. Annar var sjóðsstjóri en hinn miðlari. Báðir störfuðu fyrir Kaupþing, en hafa verið leystir frá störfum. Málið snýst um að sex daga í röð urðu rétt fyrir lokun markaða kaup eða kauptilboð sem viku verulega frá kauptilboðum sömu viðskipta- daga. Lög banna viðskipti eða til- boð sem gefa rangar eða misvís- andi upplýsingar um framboð, eftirspurn eða verð. Helgi Magnús segir að lagaum- hverfi hafi batnað nú undir það síð- asta. Á bilinu tíu til fimmtán mál hafi borist embættinu undanfarin misseri, en lítið hafi verið um ákærur og sakfellingar. „Við höfum tekið upp gott samstarf við Fjár- málaeftirlitið. Það er ekki við öðru að búast en að þessum málum eigi eftir að fjölga á næstu árum og að þau eigi eftir að stækka,“ segir Helgi Magnús. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir nauðsyn- legt að málum af þessu tagi sé fylgt fast eftir. - ikh Efnahagsbrotum á eftir að fjölga Markaðsmisnotkun er litin alvarlegum augum segir saksóknari efnahagsbrota. ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Forstjóri Kaup- hallarinnar segir brýnt að lögbrotum á markaði sé fylgt fast eftir. Fréttablaðið/E.Ól. HELGI MAGNÚS GUNNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.