Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 24. maí 2008 19 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Jón Bjarnason skrifar um Íbúðalánasjóð Jóhanna Sigurðardóttir félags-málaráðherra skrifar stutta grein í Fréttablaðið þann 19. maí sl. Þar segir hún boðaðar breyt- ingar á Íbúðalánasjóði fela „ein- ungis í sér aðskilnað milli almennra lánveitinga og félags- legra lánveitinga“. Ekki veit ég hvort það er rétt hjá Jóhönnu að það sé „einungis“ þessi aðskilnaður sem standi til hjá núverandi ríkisstjórn. Ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ábyrgðarlaust talað út og suður um þetta mál á síðustu dögum og vikum. Hitt er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og öfl innan Samfylkingar sem höll eru undir frjálshyggjuna vilja Íbúða- lánasjóð feigan. Ef það er hins vegar rétt hjá Jóhönnu, að það eigi að skilja á milli almennra og félagslegra lánveitinga, er það í sjálfu sér stórt mál sem felur í sér grund- vallarbreytingu á starfi Íbúða- lánasjóðs. Þjóðinni skipt í ríka og fátæka Ég hef trú á Jóhönnu Sigurðar- dóttur en nú veldur hún mér miklum vonbrigðum. Með þeirri leið sem hér er boðuð, aðskilnaði félagslegra og almennra lána, mun fólk verða dregið enn frekar í dilka en orðið er í íslensku samfélagi: Annars vegar er þeir sem metnir eru vanburða og eiga að vera á „ölm- usu“ hjá ríkinu; hins vegar eru þeir sem taldir eru bjargálna og fá lán á markaðsvöxtum bank- anna – þeir sem metnir eru hæfir fyrir bankana til að græða á. Það er mikill misskilningur hjá ráðherranum að ímynda sér að hægt sé að reka tvískiptan Íbúða- lánasjóð, annan fyrir fátæka og hinn fyrir ríka. Í grunninn er þetta aðför að þeirri jafnaðar- hugsjón sem Íbúðalánasjóður byggir á – opinn öllum, óháð þjóð- félagsstöðu, efnahag, búsetu og öðru. Nái þessar tillögur ríkisstjórn- arinnar fram að ganga er í raun verið að grafa verulega undan Íbúðalánasjóði og kasta húsnæð- islánum fólks beint í gin við- skiptabankanna með ófyrirsjáan- legum afleiðingum fyrir íbúðarkaupendur og íslenskt samfélag. Hvar lendir landsbyggðin í flokk- unarkerfinu? Hvar á landsbyggðin að fá lán fyrir sínum eignum þegar „ein- ungis“ er skilið á milli lána? Ekki lána bankarnir til íbúðakaupa á landsbyggðinni, svo mikið er víst. Í augum fjármagnsafla er lands- byggðarfólk í reynd þriðja flokks þegnar þegar kemur að húsnæð- isþörf og aðgangi að fjármagni. Kannski er landsbyggðin bara fyrirbrigði sem á að heyra fortíð- inni til hjá Samfylkingunni? Það virðist margt benda til þess nú um stundir, slíkt er háttalagið á nær öllum sviðum er varðar byggðir lands- ins. Ingibjörg Þórðar- dóttir formaður Félags fasteignasala þekkir greinilega vel aðstæður íbúðakaup- enda um land allt. Málflutningur hennar í Kastljósi sl. mánudag fyrir sam- félagslegum Íbúðalánasjóði fyrir alla, var bæði sterkur og góður. Hún skilur þessi mál greinilega mun betur en þeir sem með völd- in fara. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar tala um málin af mikilli léttúð, enda er væntan- lega„einungis“ verið að kollvarpa grunnin- um að sterkum Íbúða- lánasjóði jöfnuðar. Þessi veruleikafirrta ríkisstjórn ætti ef til vill öll að fara í kennslustund til Ingi- bjargar Þórðardóttur, og með þeim hætti leitast við að nálgast þjóð sína og fólkið í landinu. Ríkisstjórn viðskila við þjóðina Í skoðanakönnun Gallup í desem- ber síðastliðnum kom fram að 86% þjóðarinnar vilja hafa Íbúða- lánasjóð áfram í óbreyttri mynd. Mér kæmi ekki á óvart þó það hlutfall hafi enn vaxið síðustu mánuði, þrátt fyrir látlausan áróður fjármagnsafla og yfir- valda til hins gagnstæða. Ríkis- stjórnin virðist verða æ meir við- skila við þjóðina. Að mínu viti tryggir maður jöfnuð í samfélaginu m.a. með því að jafna tekjugrunn fólks og veita ókeypis aðgang að öflugri almannaþjónustu s.s. heilsu- gæslu, en ekki með því að flokka fólk opinberlega niður í húsnæði eftir efnahag. Það sér hver maður sem kynnir sér málin að þessi ójafnaðarleið ríkisstjórnarinnar felur feigðina í sér fyrir Íbúða- lánasjóð og þá félagshyggju sem að baki honum býr. Enda er það einmitt það sem fjármagnsöflin vilja. Íbúðarhúsnæði er ein af grunn- þörfum fólks. Það er langsam- lega gæfuríkast fyrir þjóðina að hafa öflugan Íbúðalánasjóð með ríkisábyrgð sem veitir grunnlán til íbúðarkaupa þar sem allir hafa sama rétt. Það er enda það sem þjóðin vill. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Íbúðalánasjóði „einungis“ kollvarpað? JÓN BJARNASON Það er mikill misskilningur hjá ráðherranum að ímynda sér að hægt sé að reka tvískiptan Íbúðalánasjóð, annan fyrir fátæka og hinn fyrir ríka. Fossháls 5-9 • Sími 551 5600 • www.utilegumadurinn.is Allt til ferðalagsins Þægindi um land allt Verið velkomin í Útilegumanninn, Fosshálsi 5-9 alla daga. Við sýnum ykkur fellihýsin, hjólhýsin og bátana okkar fyrir sumarið 2008 ásamt ferðavöru. Á ferðalögum þínum um landið getur þú notið sams konar þæginda og heima hjá þér á öllum uppáhaldsstöðunum þínum. Uppbúið rúm og fyrirtaks aðstaða til að framreiða og njóta yndislegra máltíða fylgja þér hvert sem leið þín liggur - en útsýnið er aldrei eins. B ir t m e ð f y ri rv a ra u m v e rð b re y ti n g a r OPIÐ Helgar 12-16 Virka daga 10-18 Ríkulegur staðalbúnaður Galvaníseruð grind Evrópskar þrýstibremsur Radial dekk / 13” álfelgur Góð fjöðrun, hentar vel á ísl. vegum Útdraganleg trappa við inngang Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk) 50 mm kúlutengi 220v tengill (blár skv. reglugerð) Útvarp með geislaspilara, hátalarar inni og úti Upphitaðar 12 cm springdýnur Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti 2 gaskútar Gasviðvörunarkerfi Öflug Truma combi 4 miðstöð m/heitu vatni Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu Skyggðir gluggar 2 feta geymsluhólf Stórt farangurshólf Voldugir öryggisarmar fyrir þak og tjald 1 x færanlegt lesljós með viftu 110 amp rafgeymir Heitt og kalt vatn, tengt Rafmagnsvatnsdæla 86 lítra vatnstankur Klósett með hengi CD spilari/ útvarp vatn tengt heitt/kalt Fjöðrun f. ísl. aðstæður Evrópskar Þrýstibremsur Upphitaðar lúxusdýnur 12 cm Rockwood fellihýsi Verð frá 1.398.000 kr. SumargjöfSólarrafhlaða, fortjald og gasgrillfylgir öllum fellihýsumTilboðið gildir til 15. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.