Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 26
26 24. maí 2008 LAUGARDAGUR Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. BOB DYLAN, SKÁLD OG TÓNLISTARMAÐUR, ER 67 ÁRA. „Manneskja nýtur vel- gengni ef hún vaknar á morgnana, gengur til hvílu á kvöldin og gerir allt sem hún kærir sig um í millitíðinni.“ Robert Allen Zimmerman byrjaði að troða upp sem Bob Dylan árið 1959 og sló í gegn með laginu Blowin‘ in the Wind. Guðný Guðjónsdóttir og maður henn- ar heitinn, Guðmundur Baldvinsson, stofnuðu kaffihúsið Mokka kaffi við Skólavörðustíg í miðborg Reykjavík- ur fyrir hálfri öld og fagnar því þeim tímamótum í dag. Staðurinn hefur verið í eigu þeirra hjóna frá upphafi, eða allt frá hann var opnaður 24. maí 1958. Mokka kaffi var frumkvöðull á sviði kaffimenningar á Íslandi og margir eiga eflaust minnigar um sinn fyrsta alvöru espressobolla á Mokka. „Guðmundur átti hugmyndina að þessu. Hann var í söngnámi á Ítalíu og þar kynnist hann ítalskri kaffigerð sem var gjörólík því sem við þekktum hér á landi. Við á Mokka kaffi hellum aldrei upp á kaffi heldur gerum hvern kaffibolla fyrir sig, en þetta þekktist ekki hér áður fyrr. Við þurftum að kenna hverjum og einum viðskipta- vini muninn á hinum mismunandi kaffigerðum,“ segir Guðný. Sértök espressóvél var flutt inn til landsins og var hún sú fyrsta sinn- ar tegundar hér á landi. „Þetta vakti strax mikla lukku en ég man að við- skiptavinunum þótti skrítið að þurfa að borga sama verð fyrir stóran kaffi- bolla og lítinn espressóbolla,“ rifjar Guðný upp. Mokka kaffi var ekki einungis frumkvöðull að því að kynna suð- ræna kaffimenningu fyrir landanum, það var líka eitt af fyrstu kaffihúsun- um til að halda málverkasýningar. Á þeirri fyrstu sýndu þrír listamenn, þeir Bragi Ásgeirsson, Barbara Árna- son og Bjarni Jónsson. „Sýningar- rýmið varð strax vinsælt hjá okkur enda ekki margir sýningar salir á þessum tíma,“ útskýrir Guðný. Mokka kaffi hefur lítið breyst frá upphafi. Innréttingarnar eru þær sömu og enn eru haldnar listasýning- ar. Staðurinn hefur átt marga trygga viðskiptavini í gegnum tíðina og enn koma nokkrir þeirra sem hafa verið viðskiptavinir frá upphafi. „Nokkrir okkar fastakúnna voru menntaskóla- krakkar þegar við fyrst opnuðum og sumir þeirra hafa fylgt okkur alla tíð,“ segir Guðný. Viðskiptahópurinn í dag er mjög breiður, það eru bæði ungir sem aldnir sem sækja staðinn sem er frægur fyrir kaffið, heita súkkulaðið og vöfflurnar. Guðný segir að þessi hálfrar aldar tími á Mokka kaffi hafi verið skemmtilegur en að þetta hafi verið mikil vinna og geysilega margir kaffi- bollar. Mokka var snemma á ferð með reykingabannið en leyfir gestum að sitja úti þegar veðuð leyfir þar sem hægt er að virða fyrir sér iðandi mannlíf á Skólavörðustíg. Einnig varð sú breyting á í fyrravor að staðurinn lokar nú hálfsjö á kvöld- in í stað hálftólf eins og hann gerði áður. Í tilefni dagsins hefur Guðný ákveð- ið að halda upp á tímamótin í dag og bjóða viðskiptavinum staðarins upp á kaffi og með því. klara@frettabladid.is MOKKA KAFFI Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG: FIMMTÍU ÁR FRÁ OPNUN Margir kaffibollar á hálfri öld KAFFIMENNINGIN Guðný Guðjónsdóttir minnist fyrstu espressóvélarinnar á Mokka og hvernig suðræn kaffimenning var kynnt fyrir landanum fyrstu árin. FRETTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Í dag eru 67 ár síðan HMS Hood, þá stærsta herskip heims, sökk eftir orrustu við þýska herskipið Bismarck um 250 sjómílur vestur af Reykjanesi, en skipið hafði lagt af stað úr Hvalfirði fáum dögum áður. HMS Hood 51 var flaggskip breska flotans og herdjásn breska konungdæmisins á millistríðs- árunum og í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Skipið var smíðað 1916 og oftsinnis endur- bætt fram að endalokum sínum, en þrátt fyrir stórlega endur bætta hönnun og lagfæringar til betri vegar eftir fyrri orrustur á sjó, ekki síst til að standa af sér grimmi- legar árásir Þjóðverja á hafi úti á stríðsárunum, var ljóst að alvar- legir vankantar voru á hönnun og smíði skipsins. Alls hlutu 1.418 Bretar vota gröf með herskipinu Hood. Þremur var bjargað og voru þeir fluttir til Reykjavíkur. Bismarck var sökkt vestur af Bretlandi þremur dögum síðar. ÞETTA GERÐIST: 24. MAÍ 1941 HMS Hood skotið í kaf Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Hjalta Þórarinssonar fyrrverandi yfirlæknis og prófessors, Laugarásvegi 36, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sóltúns fyrir góða umönnun. Alma Anna Þórarinsson Þórarinn Hjaltason Halla Halldórsdóttir Oddur Carl Gunnlaugur Hjaltason Ingibjörg Halldóra Jakobsdóttir Sigríður Hjaltadóttir Þórir Ragnarsson Hrólfur Hjaltason Gunnlaug Hjaltadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Þorgrímur Júlíus Halldórsson Lækjargötu 26, Hafnarfirði, áður Svöluhrauni 10, Hafnarfirði, sem andaðist 17. maí sl., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 26. maí nk. kl 13.00. Bálför fer fram síðar. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík eða Krabbameinsfélag Íslands. Þuríður Þórarinsdóttir Ingi Þór Þorgrímsson Margrét Jóna Jónsdóttir Sigrún Björg Þorgrímsdóttir Helgi Marteinn Ingason Hlín Pálsdóttir Húnbogi Bjartur Helgason Guðlaugur Ingason Jóhann Óli Ingason Elísabet María Ingadóttir Katrín Þórey Ingadóttir. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Karls Kristins Valdimarssonar áður til heimilis Brekkustígs 16, Reykjavík. María Karlsdóttir Þórhallur Guðmundsson Valdimar Karlsson Björg Björgvinsdóttir Kolbrún Karlsdóttir Ásgeir N. Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Erna B. Árnadóttir Holtsbúð hjúkrunar- og dvalarheimili, sem lést 18. maí síðastliðinn, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 28. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Anton Bjarnason Helga Torfadóttir Pétur Bjarnason Sigríður Jóhannesdóttir Rósa Antonsdóttir Birna María Antonsdóttir Jón Þórarinsson Helga Björg Antonsdóttir Jón Bjarni Pétursson Skúli Steinar Pétursson Guðrún María Pétursdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður okkar, uppeldissystur, ömmu og langömmu, Ingibjargar Pálsdóttur Ásta Sveinsdóttir Jón Sigurðsson Jórunn Helena Jónsdóttir Kolbrún Valdimarsdóttir Ólafur Þórðarson Ingibjörg Ólafsdóttir Emil Þór Ásgeirsson Sigþór Sigmarsson Sólrún Smáradóttir Kristófer Jónsson Páll Jónsson Guðný Halla Jónsdóttir Elsa Björg Jónsdóttir og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, Guðrún Marsibil Jónsdóttir Erluhrauni 11, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 21. maí. Þórir Sigurðsson Sigrún Sigurðardóttir Sigurjón Ingvarsson. timamot@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.