Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 34
[ ] EINKAFLUGMANNSNÁM ATVINNUFLUGMANNSNÁM FLUGKENNARANÁM Hvern hefur ekki dreymt um að sigla um höfin blá á eigin spýtur? Siglinganámskeið hjá Brokey, Siglingafélagi Reykja- víkur, er góður kostur, vilji maður æfa sig áður en lagt er út á heimshöfin. „Þetta er ofboðslega skemmtileg íþrótt og ólík þeim íþróttum sem kannski flestir eru í. Leikvöllur- inn er stærri og það fylgir því ákveðið frelsi að geta siglt út á hafið,“ segir Friðrik Örn Guð- mundsson siglingaþjálfari hjá Brokey. Líkt og undanfarin ár býður félagið upp á siglinganámskeið fyrir börn og fullorðna í sumar. Í boði eru fimm daga námskeið þar sem kennt er í tvo tíma á dag og þátttakendur öðlast undirstöðu- færni í siglingum. Á barnanámskeiðunum, sem hefjast 2. júní næstkomandi, læra krakkar á aldrinum tíu til fjórtán ára á litla seglbáta, Optimist sem eru eins manns bátar og Topper Topaz báta sem taka þrjá. Nám- skeiðið hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum og farið er yfir helstu atriði er varða sigling- ar. „Þessi námskeið hafa gefið mjög góða raun og krakkarnir eru hæstánægðir,“ segir Friðrik. Börnin séu fljót að læra og flest órög við sjóinn. „Við gætum auðvitað fyllsta öryggis og krakkarnir fara aldrei einir út á sjó. Það fylgir þeim alltaf gæslu- bátur og með hverjum fimmtán barna hópi fylgjast með tveir leið- beinendur og einn þjálfari,“ útskýr- ir Friðrik. Brokey hefur aðstöðu beint fyrir ofan ylströndina í Naut- hólsvík og krakkarnir fá að sigla á víkinni en ekki út á fjörðinn. Þegar börnin hafa komist upp á lag með að sigla geta þau skráð sig í ungliða- klúbb Brokeyjar en við skrán- ingu öðl- ast þau rétt til æfinga og keppni á vegum Brokeyjar. Þeir sem eldri eru geta líka lært að sigla hjá Brokey því boðið er upp á tíu tíma námskeið fyrir full- orðna. Kennt er eftir bresku kerfi (RYA Competent Crew) og eiga þátttakendur að loknu námskeiði að geta siglt sem áhafnarmeðlimir á seglbát í vindstyrk allt að tíu metrum á sekúndu. „Við fáum fólk á öllum aldri og sumir hafa varla stigið á bryggju áður,“ segir Frið- rik og bætir því við að áhuginn sé alltaf að aukast. Margir komi til dæmis á námskeið til þess að eiga kost á að sigla í sumarfríinu sínu erlendis. Skráning er hafin á námskeið sumarsins. Hægt er að fræðast betur um þau á heimasíðu Brokeyjar www.brokey.is thorgunnur@frettabladid.is Einfalt að læra að sigla Krakkarnir læra réttu tökin á litlum kænum. MYND/BROKEY Brokey býður bæði upp á námskeið fyrir börn og fullorðna. MYND/BROKEY Fátt jafnast á við það að sigla frjáls eins og fuglinn. MYND/BROKEY Bækurnar á ekki að leggja til hliðar þótt skóla- árinu sé lokið. Fjöldi námskeiða er í boði í sumar og auðvelt að finna spennandi nám við hæfi. Tennis er skemmtileg íþrótt. Til að læra undirstöðuatriðin er sniðugt að skella sér á nám- skeið í Tennishöllinni í sumar. „Við verðum með alls kyns nám- skeið í sumar og erum að skrá á fullu núna,“ segir Soumia Islami hjá Tennisfélagi Kópavogs sem hefur aðstöðu í Tennishöllinni. Yfir sumarið er boðið upp á tíu vikna byrjendanámskeið sem gefið hafa góða raun. „Á þessum námskeiðum eru fjórir saman með einum kennara. Fólk getur hringt og skráð sig og við setjum saman hópinn og eins geta fjórir vinir skráð sig saman á námskeið,“ segir Soumia. Sigurlaug Sigurðar- dóttir íþróttafræðingur er yfir- kennari á námskeiðunum og boltar og spaðar eru á staðnum. „Þessi námskeið eru mjög vinsæl og henta vel til að læra undirstöðu- atriðin. Fólk nær ágætis byrjenda- færni, lærir reglurnar og getur spilað á milli sér til skemmtunar,“ segir Soumia. Börnin geta líka lært tennis í sumar í tennis- og leikjaskóla Tennisfélags Kópavogs og Tennis- hallarinnar. Um er að ræða þriggja vikna námskeið þar sem börnin kynnast tennisíþróttinni og fara í skemmtilega leiki. Nánari upplýsingar um nám- skeiðin má nálgast á heima- síðunni www.tfk.is - þo Íþrótt fyrir unga sem aldna Tennis- og leikjaskóli fyrir börn verður starfræktur í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sýning á námsefni NÁMSGAGNASTOFNUN TEKUR NÚ Á MÓTI SKRÁNINGU FYRIR NÁMSEFNASÝNINGU OG FYRIRLESTRARÖÐ UM NÝTT NÁMSEFNI SEM FER FRAM Í ÁRBÆJARSKÓLA Í HAUST. Árlega fer fram sýning á námsefni og fyrir lestraröð um nýtt námsefni á vegum Námsgagnastofnunar. Að þessu sinni fer hún fram í Árbæjarskóla í Reykjavík, hinn 20. ágúst. Skráning er þegar hafin og að því er fram kemur í fréttatilkynningu er mikilvægt að tilkynna þátttöku fyrir 15. júní, þar sem næg þátttaka er forsenda fyrir fyrirlestrunum sem í boði eru. Þá má kynna sér á www.nams.is. - rh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.