Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 46
● heimili&hönnun Á vorsýningu Iðnskólans í Hafnarfirði sýna nemendur úr öllum árgöngum skólans valin verkefni og kennir þar ýmissa grasa. Tíu nemendur útskrifast þetta árið úr hönnunar- deild skólans og á sýningunni má meðal annars sjá af- rakstur samvinnuverkefnis þeirra. Þau tóku í sundur ljósritunarvél og unnu svo nytjahluti upp úr henni. Erla Dís Arnardóttir er ein útskriftarnema og vann hún skartgripi úr vélarhlutunum. „Þetta var mjög skemmtilegur áfangi. Kennarinn okkar er með véladellu og tilgangurinn með verkefninu var að við skildum vélina. Svo vatt þetta upp á sig og varð að heilli línu af hlutum sem við nefndum „Digital Princess“, útskýrir Erla Dís. „Ég gerði hálsmen og belti en hver einasti hluti er úr vélinni og það gerir þetta skemmtilegt.“ Í áfanga sem snerist um að færa fólk saman hannaði Guðrún Alfreðsdóttir gróðursetningarsett fyrir vini, en hún mun útskrifast um jólin. „Ég vildi gera vináttuna sýnilega,“ útskýrir Guðrún „Hug- myndin er að fólk kaupi bakka með fræjum og sáðmold og fari með til vinar eða vin- konu. Gróðursetji fræin hvort í sinn sáð- bakkann og skiptist svo á þeim. Þá átt þú bakkann sem vinur þinn sáði í og hugsar um vináttuna um leið og þú hugsar um fræin.“ Í þessum sama áfanga hannaði Hildur Erlingsdóttir bekk. „Ég hannaði eins konar spilabekk en ofan á hann spónlagði ég slönguspil. Svo lét ég sníða pullu ofan á svo þetta er sæti fyrir tvo eða þrjá en þegar pullan er tekin af er hægt að setjast á þær kringum borðið og spila,“ útskýrir Hildur, sem útskrifast í vor. Edda Svavarsdóttir hannaði lítið borð í áfanga þar sem nemendur unnu með formbeygðan við. „Mig vantaði borð heim til mín svo ég hannaði þetta litla hliðarborð,“ segir Edda. „Fæturnir eru tveir hlutir úr formbeygðum við sem ganga saman. Það eru engar festingar í þeim en þeir þrýstast saman af þunganum af glerplötunni. Það má segja að formið á þeim minni á bognar þvottaklemmur.“ Þær stöllur eru allar sammála um að námið við Iðnskólann í Hafnarfirði sé skemmtilegt og hvetja gesti til að koma á sýninguna en hún er opin frá klukkan 13 til 16 alla daga og stendur til 1. júní. - rat „Þessi ágæta hilla er alveg nýtilkomin,“ segir Bára Kristinsdótt- ir ljósmyndari þegar farið er fram á að hún sýni lesendum Frétta- blaðsins uppáhaldshilluna sína á heimilinu. Sú er spónlögð með hnotu og nær næstum frá gólfi til lofts. Bára kveðst hafa látið sér- smíða hana. „Ég hafði hlakkað mikið til að fá verðuga hirslu fyrir ljósmyndabækurnar sem ég hef sankað að mér gegnum tíðina en hafa lengi verið lokaðar inni í skápum og ofan í kössum. En hillan er alger gleypir svo þegar hún var komin upp þá áttaði ég mig á að ég átti ekki eins mikið af bókum og ég hélt. Ég gat því stillt öllu mögulegu upp í hana að auki.“ Mikið rétt. Ýmsa fallega muni hefur Bára sett í hin mörgu hólf hillunnar. Þarna er til dæmis hvítur hrafn, uppstoppaður og mál- aður með skipalakki eftir listamanninn Jón Sæmund. Annar fugl og minni er fyrir neðan ljósmyndabækurnar. Hann er listaverk úr járni og grjóti eftir Önnu Sigríði. Þar sem stór fuglabók er í einni af efstu hillunum mætti draga þá ályktun að Bára væri áhugamaður um hina fiðruðu dýrategund en það segir hún ekki alls kostar rétt. „Ég er enginn sérstakur aðdáandi fugla, segir hún afsakandi. „En hef þó mjög gaman af þessum listaverkum.“ - gun HILLAN MÍN Fékk sér góða hirslu fyrir bækur og fugla Bára er alsæl með nýju hilluna sem rúmar bókakost hennar og eftirlætis listaverk. Þess má geta að myndir eftir Báru eru á sýningunni Endurkast í Þjóðminjasafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Edda Svavarsdóttir, Erla Dís Arnardóttir, Guðrún Alfreðsdóttir og Hildur Erlingsdóttir eru meðal sýnenda á vorsýningu Iðnskólans í Hafnarfirði. FRÉTTALBAÐIÐ/ARNÞÓR Fylgihlutir og skart unnið upp úr vélarhlutum úr gamalli ljósritunarvél, eftir Erlu Dís Arnardóttur. Skart úr vélarhlutum og fræbakkar fyrir vináttuna ■ Vorsýning Iðnskólans í Hafnarfirði verður opnuð í dag en þar sýna nemendur afrakstur vinnu sinnar. Þær Erla Dís, Guðrún, Hildur og Edda eru meðal sýnenda. Spilabekkurinn eftir Hildi Erlingsdóttur sem sameinar fólk við spil. Edda Svavarsdóttir hannaði borðfætur úr formbeygðum við. Guðrún Alfreðsdóttir hannaði sáðbakka fyrir vini til að rækta vináttuna. HNÍFAPÖRIN HEKLA Saga hnífaparsins Heklu sem Dögg Guðmundsdóttir hannaði spannar orðið rúman áratug. Hugmyndin kviknaði í módelhnífn- um Ponte árið 1995. Hann þróaðist yfir í hnífaparið Brú sem síðar breyttist í Heklu. Bygging parsins er innblásin af hringforminu, það lyftir sér upp af borðinu eins og fjallið tignarlega og gefur samsvörun við ávala diskbrún. Fjölskylda Heklu er sífellt að stækka því æ fleiri teg- undir áhalda eru framleiddar í seríunni, sem samanstendur nú af tíu hlutum. Hnífapörin eru úr stáli og fást í Epal. Gaffall kostar 2.690 krónur, matskeið 2.690 krónur og hnífur 4.310 krónur. 24. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.