Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 62
34 24. maí 2008 LAUGARDAGUR S trand olíuflutningaskipsins Exxon Valdez í Alaska árið 1989 er það fyrsta sem kemur upp í huga margra þegar rætt er um alvarleg mengunarslys. Fyrir því eru margar ástæður. Líklega hafa fá mengunarslys valdið viðlíka nátt- úruspjöllum. Eins hefur ekkert mengunar- slys fengið meiri umfjöllun nokkru sinni sem skýrist af því að um er að ræða stærsta mengunarslysið í bandarískri sögu. Í kjöl- far slyssins var kastljósinu varpað á hætt- una sem fylgir því að flytja mikið magn olíu sjóleiðina á milli svæða. Stórslys vegna olíuflutninga á sjó eru sjaldgæf en þau eru hreyfiaflið að baki alþjóðlegum samningum um varnir gegn mengun sjávar. Stórslys og umhverfisvakning Olíumengun í hafi var ekki þekkt sem vandamál fyrr en á fyrri hluta 20. aldar, en upp úr 1950 tóku margar þjóðir að setja reglur um losun olíuúrgangs innan eigin landhelgi. Mikil þróun í iðnaðargeiranum varð til þess að olíuviðskipti jukust mikið frá ári til árs og kallaði það á frekari aðgerð- ir í mengunar varnamálum. Árið 1967 strandaði olíuflutningaskipið Torrey Cany- on í Ermarsundi. Þetta var stærsta olíuslys- ið í sögunni til þess tíma og olli því að mikil umhverfisvakning varð. Tveimur árum síðar ákvað stjórn Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar (IMO) að halda ráðstefnu þar sem MARPOL-samningurinn var sam- þykktur sem er grundvallarsamningur um mengun sjávar af völdum skipaumferðar. Neyðarhafnir Slysfarir og óhöpp olíuflutningaskipa á árunum í kringum aldamótin 2000 og við- brögð við þeim urðu til þess að koma hug- myndum um neyðarhafnir og skipaafdrep á dagskrá hjá IMO. Í byrjun ársins 2001 beindust sjónir þeirra sem fást við sigling- ar og öryggismál að olíuflutningaskipinu Castor og óförum þess. Skip þetta var á leið frá Constanza í Rúmeníu til Lagos í Nígeríu fulllestað af olíu þegar rifa kom á bol þess undan ströndum Marokkó á gamlársdag árið 2000. Hvorki Marokkó né Gíbraltar heimiluðu því að koma til hafnar og spænsk yfirvöld gáfu fyrirmæli um að því yrði hald- ið frá Spánarströndum. Svo fór að hið lask- aða olíuflutningaskip var dregið um Mið- jarðarhaf í 35 sólarhringa þar til heimild fékkst loks til að setja farm þess á land í Túnis. Var það gert og tókst giftusamlega. Árið 2002 fórst olíuflutningaskipið Prestige undan Spánarströndum. Þetta slys varð til þess að enn meiri áhersla var lögð á það en áður að efla mengunarvarnir, ekki síst á sviði Siglingaöryggisstofnunar Evr- ópu (EMSA). Þótti sú atburðarás sem varð eftir að olíuflutningaskipið var orðið ósjó- hæft sýna að þörf væri á útbótum á þessum vettvangi, því unnt hefði verið að halda aftur af útbreiðslu olíumengunarinnar og draga úr afleiðingum hennar með réttum og fagmannlegum viðbrögðum. Lemstrað skip- ið var dregið á haf út þar sem lítt mögulegt var að fást við olíuhroðann sem frá því barst. Eftir að skipið brotnaði í tvennt og sökk, sex dögum eftir að fyrst var sent út neyðarkall, þótti mörgum sýnt að nauðsyn- legt væri að setja alþjóðlegar reglur um afdrep fyrir skip sem hefðu orðið fyrir skemmdum eða laskast. Við þessu hafa íslensk siglingayfirvöld brugðist og gert til- lögur um hvar neyðarhöfnum og skipa- afdrepum verður best við komið hérlendis, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. Hinn 13. nóvem- ber árið 2002 myndaðist stór rifa á olíu- flutningaskipið Prestige undan ströndum Spánar sem var á siglingu í vondu veðri. Um borð var 27 manna áhöfn og um 77 þúsund tonn af hráolíu. Áhöfninni var bjargað frá borði og reynt að draga skipið á haf út til að koma í veg fyrir að olían bærist að landi. Skipið þoldi ekki álagið og brotnaði sex dögum síðar um 225 kílómetra frá landi. Meira en áttatíu prósent af olíunni láku í sjóinn þegar skipið sökk eða um 63 þúsund tonn. Afleiðingarnar voru skelfilegar og mun verri en búist var við í fyrstu. Ströndin meng- aðist frá Vigo á Spáni til Brest í Frakklandi eða yfir 1.900 kílómetra langa strandlengju. Um 140 þúsund tonn af olíuúrgangi voru hreinsuð af ströndum Spánar og um átján þúsund tonn í Frakklandi. Mikið af vistkerfi strandsvæðanna varð fyrir verulegri röskun. Það er hugsanlegt að á einstaka svæðum hafi áhrifin orðið til þess að búsvæði ákveð- inna lífvera hafi þurrkast út. Talið er að það taki náttúruna um tíu ár að jafna sig eftir slysið. Skipið er enn á hafsbotni og er erfitt að komast að því þar sem það liggur á miklu dýpi. Sérfræðingar telja hugsanlegt að olía eigi eftir að leka úr skipinu í nokkur ár og getur það valdið langtímaáhrifum á strand- svæðum Spánar og Frakklands. Prestige Hinn 11. desember 1999 varð vart við vélarbilun í olíuskipinu Erika þegar það var að sigla um Biskajaflóa á leið sinni frá Dunkerque í Frakklandi til Livorno á Ítalíu. Skipstjórinn sendi strax út neyðarkall en fljótlega lét hann vita að allt væri komið í samt lag. Um kvöldið fór að sjást sprunga á skrokk skipsins. Morguninn eftir tilkynnti skipstjórinn að skipið væri að brotna í sundur. Allt tiltækt björgunarlið var sent af stað við mjög erfið veðurskilyrði en það náðist að bjarga áhöfninni heilu og höldnu frá borði. Tveimur tímum síðar þegar verið var að reyna að draga skipið frá landi, brotnaði það í tvennt um sextíu kílómetra suður af Bretlandi og sökk sömu nótt. Um borð voru 31 þúsund tonn af hráolíu og um tuttugu þúsund tonn láku út í umhverfið. Talið var að olían myndi ná að veðrast áður en hún ræki upp í fjörur en sú varð ekki raunin. Fyrstu áhrifa olíumengunar varð vart ellefu dögum eftir slysið, hinn 23. desem- ber. Um 500 kílómetra löng strandlengja mengaðist og hluti hennar var hulin 5 til 30 sentímetra þykku og nokkurra metra breiðu olíulagi. Fugladauðinn er talinn vera sá mesti sem orðið hefur eftir mengunarslys. Meng- unin hafði mikil áhrif á ferðamannaiðnað og sjávarútveg. Erika Þann 24. mars 1989 strandaði olíuflutningaskipið Exxon Valdez við Prins William-sund í Alaska. Skipið var að koma frá Los Angeles á leiðinni til Valdez í Alaska en sigldi ekki hefðbundna siglingaleið til þess að forðast hafís á leiðinni. Um fjörutíu þúsund tonn af hráolíu láku í hafið innan sex klukkustunda frá strandinu. Olían mengaði 1.400 kílómetra af strandlengju Alaska. Slysið ógnaði viðkvæmri fæðukeðju sem er undirstaða fiskiðnaðarins á svæðinu og 250 þúsund fuglar, síldarhrogn og milljónir laxa drápust auk fjölda annarra dýra. Viðkvæm svæði voru afmörkuð og forgangs- röðuð og strax hafist handa við hreinsun á ströndum. Hreinsunaraðgerðir voru ekki skipulagðar í tíma og gengu því ekki nógu vel. Það tók meira en fjögur sumur að þrífa upp olíuna á strandsvæðum sem menguð- ust og náðist þrátt fyrir það ekki að ná allri olíunni upp. Enn finnast þar olíumengaðar strendur sautján árum eftir að slysið átti sér stað. Slysið hafði áhrif á ferðaþjónustu, veið- ar og landbúnað. Þetta er stærsta olíuslys sem orðið hefur í bandarískri sögu og eftir slysið var hert á reglum og lögum um meng- un sjávar og siglingaleiðum breytt. Kolsvört flóð og fjara Stórslys vegna olíuflutninga á sjó eru sjaldgæf en þau hafa verið hreyfiaflið að baki alþjóðlegum samningum um varnir gegn mengun sjávar. Eins hafa þau verið tilefni umræðu um umhverf- ismál í víðum skilningi. Svavar Hávarðsson kynnti sér sögubrot sem tengjast afmörkun siglinga- leiða við Íslandsstrendur og tillögum siglingayfirvalda um neyðarhafnir og skipaafdrep. ERIKA BROTNAR Ástæða þess að olíuflutningaskipið brotnaði árið 1999 og sökk er talið vera lélegt ástand skipsins. Í réttarhöldum vegna Exxon Valdez-slyssins kom fram að skipstjórinn var undir áhrifum áfengis. Hann valdi siglingaleið sem var erfið fyrir mun minni skip. Kaupskipafloti heimsins er talinn vera um áttatíu þúsund skip og þar af sjö þúsund sem flytja olíu og fljótandi skaðleg efni. NORDICPHOTOS/AFP 1967 Torrey Canyon strandar í Ermar- sundi. 120 þúsund tonn af olíu. 1976 Argo Merchant strandar og brotnar í sundur við strendur Nantucket-eyju í Bandaríkjunum. 27.000 tonn af olíu. 1978 Amoco Cadiz strandar við Quess- ant-eyju í Norðvestur-Frakklandi. 230 þúsund tonn af olíu. 1979 Olíuflutningaskipin Atlantic Empress og Aegean Captain rekast saman í Kyrrahafi. 296 þúsund tonn leka í sjóinn. Mesta magn sem farið hefur í sjóinn í skipskaða. Olían náði aldrei landi. 1983 Castillo de Bellver ferst þegar kviknar í skipinu undan ströndum Suður-Afríku. 116 þúsund tonn af olíu. 1988 Odyssey ferst utan við strendur Nýfundnalands. 147 þúsund tonn af olíu. 1989 Exxon Valdez strandar í Alaska. 40 þúsund tonn af olíu. 1990 Úr Mega Borg fara 17 þúsund tonn af olíu í sjóinn við strönd Bandaríkj- anna eftir eld um borð. 1991 Úr Haven fara140 þúsund tonn í höfnina á Genóa á Ítalíu. 1993 Braer strandar við Hjaltlandseyjar. 85 þúsund tonn af olíu. 1996 Sea Empress strandar í innsiglingu í Milford Haven í Suðvestur-Wales. 147 þúsund tonn í sjóinn. 1999 Erika brotnar og sekkur utan við strendur Frakklands. 20 þúsund tonn af olíu í sjóinn. 2002 Prestige brotnar undan ströndum Spánar. 64 þúsund tonn af olíu í sjóinn. 2003 Tasman Spirit strandar í innsigling- unni í höfninni Karachi í Pakistan og brotnar. 28 þúsund tonn af olíu. 1960 1970 1980 1990 2000 SEA EMPRESS 16. feb, 1996 147.000 t AEGEAN SEA 3. des, 1992 70.000 t PRESTIGE 13. nóv, 2002 64.000 t ERIKA 12. des, 1999 20.000 t TORREY CANYON 18. mars, 1967 120.000 t SPÁNN AMOCO CADIZ 16. mars, 1978 230.000 t FRAKKLAND ENGLAND Biskaja- fl ói URQUILLO 12. maí, 1976 100.000 t ➜ STÆRSTU OLÍUMENGUNARSLYSIN Í EVRÓPU Miðjarðarhaf Exxon Valdez
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.