Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 64
36 24. maí 2008 LAUGARDAGUR H ugmyndir margra um for- stjóra eru oft tengdar glam- úr með kampavíni, vindlum og veislum í kóngslegu föruneyti þar sem neytt er á meðan á nefinu stendur. Eflaust á þessi hugmynd mikið skylt við það sjónvarpsefni sem við horfum á en að ein- hverju leyti tengist það íslenskum raun- veruleika. Hermanns Ragnarssonar, for- stjóra fyrirtækisins Flotmúrs, bíður hins vegar hlutverk á hverjum miðvikudegi sem á ekkert skylt við slíkt líferni. Þá fer hann í Fjölskylduhjálpina í Eskihlíð og leggur sitt af mörkum svo að þeir sem þurfandi eru fái sína matarkörfu. „Þetta byrjaði kannski ekki af góðu,“ segir Ragnar þegar blaðamaður truflaði hann við þetta starf. „Ég var tekinn próf- laus á bíl og var dæmdur til að sinna svo- kallaðri samfélagshjálp, þannig að í raun var ég neyddur til að koma hingað. En í rauninni er ég afar þakklátur fyrir að hafa kynnst þessu starfi sem hér fer fram. Hér er fullt að fólki að leggja á sig mikla vinnu sem enginn hefur neytt það til. Og þessi vinna er greinilega afar mikilvæg fyrir fjölda fólks.“ Þó hann hafi tekið út sína refs- ingu er ekkert fararsnið á Hermanni því hann hefur verið kosinn í stjórn Fjölskyldu- hjálpar og er tilbúinn að láta heldur betur til sín taka. En hvernig var fyrir forstjórann að koma þangað fyrst. „Ég vissi auðvitað að fátækt væri til í landinu en ég hélt að sveitarfélög- in kæmu því fólki til aðstoðar eins og þeim ber reyndar skylda til en ég sé í þessu starfi mínu að það er langur vegur þar frá.“ Flotmúr er fyrirtæki sem fæst við að full- hanna gólf svo viðfangsefnin sem Hermann fæst við á einum degi geta vissulega verið afar ólík. „Eitt af verkefnunum sem við erum með er í 850 fermetra sumarbústað í Borgarfirði svo það eru nokkur viðbrigði að hverfa af þeim vettvangi og fara niður í Fjölskylduhjálpina þar sem allsnægtirnar eru víðsfjarri,“ segir hann. Gæfan skilur á milli Andrúmsloftið var vissulega nokkuð þrúg- andi þegar blaðamaður lagði leið sína í Fjöl- skylduhjálpina síðasta miðvikudag þegar verið var að úthluta matarkörfum. En starfs- menn eru löngu farnir að kynnast flestum af sínum skjólstæðingum og það setur vinaleg- an brag á allt sem fram fer. „Nei, sæll vinur, ætlar þú ekki að fá brauðhleif?“ spyr Jóhann Steingrímsson einn sem kominn er að þiggja mat. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjöl- skylduhjálpar, segir það mikilvægt að hafa hugfast að það gæti hent hvern sem er að þurfa að leita í Eskihlíðina á miðvikudögum. „Þetta er fólk eins og ég og þú,“ segir hún ákveðin. „Það eina sem greinir skjólstæð- ingana frá okkur er í flestum tilfellum aðeins það að gæfan var þeim ekki jafn hlið- holl og okkur.“ Svarti markaðurinn freistar Blaðamaður brá sér út fyrir þar sem fólkið beið eftir að röðin kæmi að sér og þar hitti hann fyrir Eggert Eggertz og Gunnar Jóns- son. „Við erum báðir öryrkjar eftir slys,“ segir Eggert. „Og það er nú bara þannig að ef þú lendir í slíku þá er búið að dæma þig úr leik. Við getum alveg unnið en okkur er hreinlega ekki leyft að vinna. Kerfið er búið að stimpla okkur sem aumingja. Ég hef leit- að víða en það vill enginn ráða öryrkja til vinnu, jafnvel þó ég geti unnið.“ Örorkubæturnar eru um 120 þúsund á mánuði segir Gunnar og þær duga skammt. „Ég borga 36 þúsund í leigu sem er nú vel sloppið,“ segir hann. „Þá á ég eftir að borga rafmagn. Svo rek ég bíl líka en ég keyri svo spart svo ég eyði helst ekki meira en um 2.000 krónum í bensín á mánuði. Ég borga 15 þúsund í tryggingu á bílnum þannig að ég verð að lifa ansi sparlega.“ „Það er grátlegt að örorkubæturnar eru strax étnar af manni ef þú færð að vinna stundarkorn,“ segir Gunnar. „Úr því sem komið er finnst mér svarti markaðurinn vera farinn að vera freistandi.“ Hinn 25. júní næstkomandi til 13. ágúst verður lokað í Fjölskylduhjálpinni, hvað gera þeir þá? „Það veit ég ekki,“ segir Egg- ert. „Við látum hvern dag nægja sína þján- ingu,“ bætir Gunnar við. Frekar í tjald en á leigumarkað Þegar kona nokkur frá Norður-Afríku frétt- ir af blaðamanni á staðnum vill hún endi- lega segja sína sögu. Til allrar hamingju er Aníta Kristín Jónsdóttir frá Fjölskyldu- hjálpinni á staðnum og greiðir úr tungu- málaörðugleikum en hún tala arabísku sem er móðurmál þessarar konu. Hún á fjögur börn, er ekki í vinnu og maður hennar hefur einnig þurft að hætta vinnu vegna veik- inda. Hermann segir að sumir komi að lokuð- um dyrum þar sem síst skyldi. „Um daginn kom beiðni frá Reykjavíkurborg um að hjálpa einstæðri móður með fimm börn sem var nýkomin ófrísk frá Svíþjóð,“ segir hann. „Hún fær hvorki meðlög né barnabætur og hún þurfti að flytja inn á móður sína sem býr ásamt syni sínum í tveggja herbergja íbúð. Þetta er skelfilegt og svo vísar Reykja- víkurborg þessu bara frá sér.“ Björg er öryrki og segist fá 111 þúsund á mánuði. „Ég missti manninn minn fyrir nokkrum árum og ég fæ úr lífeyrissjóði einar tíu þúsund og sjö hundruð krónur og þá er það nú öll innkoman upptalin hjá mér,“ segir hún. „Ég er búin að sækja oft um vinnu því ég get alveg unnið. Mig langar til að hjálpa gamla fólkinu en mér er alls staðar hafnað. Ég hef búið hjá vini mínum nú í eitt og hálft ár því ég fer nú ekki inn á þennan leigumarkað, þá bý ég nú frekar í tjaldi.“ Blaðamaður heldur til Anítu sem komin er við tölvuna þar sem haldið er utan um lista skjólstæðinga. „Þessu fer alveg að ljúka,“ segir hún en biðröðin er uppleyst og aðeins einn og einn kemur að. „Það komu 106 í dag. Næsti miðvikudagur er alveg í mánaðarlok svo það er við því að búast að þá komi enn fleiri.“ Að fara á mis við allsnægtir Fjölskylduhjálpin í Eskihlíð úthlutar á hverjum miðvikudegi matarkörfu til þeirra sem á þurfa að halda. Jón Sigurður Eyjólfsson fór á vettvang og reyndi að glöggva sig á því hvað skilur á milli þeirra sem bíða í biðröðinni og hinna sem búa við allsnægtir. FORSTJÓRINN Í FJÖLSKYLDUHJÁLPINNI Hermann Ragnarsson fékk dóm fyrir að aka réttindalaus og var því gert að vinna hjá Fjölskylduhjálpinni í samfélagshjálp. Hann er afar þakklátur fyrir refsinguna og fer hvergi þótt henni sé lokið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GUNNAR OG EGGERT Þeir félagar segjast hafa verið dæmdir úr leik þegar þeir urðu öryrkjar vegna slyss. MYND/JÓN SIGURÐUR FLÍKURNAR SKOÐAÐAR Björg býr hjá vini en segist frekar búa í tjaldi en að fara á leigumarkaðinn. MYND/JÓN SIGURÐUR Fjölskylduhjálp Íslands er líknarfélag stofnað í september 2003 og markmið þess er að hjálpa og létta undir með einstaklingum og fjölskyldum sem eiga í tímabundnum erfið- leikum. Á hverjum miðvikudegi úthlutar það hátt á annað tonn af matvælum. Um 20 manns vinna fyrir það og er það allt gert í sjálfboðavinnu. Sumir starfsmannanna eru fyrrum skjólstæðingar. Verndari félagsins er Ragnhildur Gísladóttir tónlistarmaður. Félagið er með lyfjasjóð sem notaður er til þess að hjálpa fólki að leysa út lyf. Félagið veitti fermingaraðstoð í vor þar sem 25 fermingarbörn fengu 25 þúsund krónur. Helstu styrktaraðilar eru: Myllan, Mjólkur- samsalan, Bakarameistarinn, Mjólka, Plast- prent, Lýsi, Dreifing, Papco og Kjarnafæði. Ólafur Jóhann Ólafsson hefur einnig reynst félaginu vel. Til dæmis gefur hann félaginu 300 hamborgarhryggi fyrir hver jól. Einnig hefur Helgi Guðmundsson, fyrrum formaður bankaráðs Seðlabankans, reynst félaginu drjúgur. Einnig á félagið hauk í horni sem ekki vill greina frá nafni sínu, svokölluð Huldukona. Gjafir hennar nema um tveim milljónum. Bryndís Schram, Hólmfríður Karlsdóttir og Árni Johnsen hafa öll verið verndarar félagsins. Félagið tekur á móti notuðum og nýjum fötum, búsáhöldum og leikföngum ásamt matvælum. Það tekur einnig á móti fjárframlögum á bankareikning númer 101-26-66090. Kennital- an er 660903-2590. ANÍTA OG ÁSGERÐUR FARA YFIR LISTANN Starfs- maður og formaðurinn kíkja á það hversu margir höfðu komið en þeir voru 106 í lok dags. Þær eiga von á fleirum næsta miðvikudag enda þá komin mánaðarlok. MYND/JÓN SIGURÐUR UM FJÖLSKYLDUHJÁLP ÍSLANDS Ég hef búið hjá vini mínum í eitt og hálft ár því ég fer nú ekki inn á þennan leigumark- að, þá bý ég nú frekar í tjaldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.