Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 86
58 24. maí 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. ríki í Suðvestur-Asíu, 6. kusk, 8. for, 9. ónn, 11. gelt, 12. frétt, 14. þjóðerni, 16. pípa, 17. soðningur, 18. fát, 20. tveir eins, 21. auma. LÓÐRÉTT 1. skref, 3. guð, 4. brá, 5. knæpa, 7. ólaglegur, 10. veiðarfæri, 13. loft, 15. stunda, 16. iðka, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. írak, 6. ló, 8. aur, 9. ofn, 11. gá, 12. fregn, 14. ítali, 16. æð, 17. soð, 18. fum, 20. kk, 21. arma. LÓÐRÉTT: 1. klof, 3. ra, 4. augnlok, 5. krá, 7. ófríður, 10. net, 13. gas, 15. iðka, 16. æfa, 19. mm. „Já, morgunkornið setti strik í reikninginn. Við reiknuðum ekki með þessu. Héldum að þeir filmuðu bara að morgni dags. Þeir hljóta að vera að kynna eitthvert kvöldkorn,“ segir Örn Árnason skemmtikraftur. Örn þeysist nú um landið þvert og endilangt ásamt tenórnum hugum- stóra Óskari Péturssyni og Jónasi Þóri píanóleikara en þeir flytja skemmti- og söngdagskrá sem að mestu byggir á því að syngja lög Everly-bræðra. Um síðustu helgi lentu þeir í óvæntri og harðri sam- keppni um athygli bæjarbúa í Stykkishólmi sjálfa opnunarhelgi ferðalags þeirra. Á sama tíma og söngdagskrá þeirra var hafði Kellogg’s morgun- kornsframleiðandinn mikli óskað eftir 150 aukaleikurum úr hópi bæjarbúa í Kellogg’s auglýsingu sem þá var verið að taka í bænum. „Já, þeir voru vant við látnir Hólmarar,“ segir Örn. Hann má þó vel við una því alls mættu 60 manns. „Það er í góðu lagi. En ef Kellogg’s hefði ekki verið í bænum hefðu komið 160.“ Örn sýtir þetta þó ekki, skemmtunin tókst vel og meðal annars mættu útlendingar sem sögðust aðeins hafa skilið sex orð sem féllu á skemmtuninni. „Já, en það fylgdi sögunni að þau sex orð hefðu einmitt verið frábær,“ segir Örn sem nú býr sig undir samkeppni úr annarri átt. Hann er einn þeirra fáu Íslendinga sem hlýtur að óska þess að Friðrik og Regína komist ekki upp úr undanúrslitunum í Eurovision (það liggur væntanlega fyrir núna) en á laugardagskvöldið ætla þeir félagar að troða upp í Dalabúð. „Á sama tíma og Eurovision er. Já. Þá verður kannski ekki von á góðu,“ segir Örn sem ber sig vel. Segir glatt á hjalla í Land Cruisernum sem þeir félagar fari á um Vesturland og Vestfirði um þessar mundir. Næst er það svo Suðausturland. - jbg Örn í erfiðri samkeppni við Kellogg‘s SÖNGVARAR AF GUÐS NÁÐ Þeim Erni og Óskari hefur mætt óvænt samkeppni um athygli þar sem þeir fara um landið og skemmta. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Við erum yfir okkur kát sexmenningarnir. Við feng- um að vita í vikunni að við komumst með til Liver- pool,“ segir Sigrún Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari og einhver mesti Bítlaaðdáandi á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Nú líður að hinni miklu pílagrímsför sem Félag tónskálda og textahöfunda gengst fyrir til Liverpool á Bítlaslóðir. Hundrað miðar voru í boði en mikil eft- irspurn var og ekki komast færri með sem vilja. Sig- rún og vinir hennar, sem öll hafa verið aðdáendur Bítlanna lengi, sóttu strax um miða sem innifelur ferðir, gistingu og miða á tónleika Paul McCartney svo eitthvað sé nefnt, en máttu bíða milli vonar og ótta því félagar í FTT sitja fyrir. Fréttablaðið greindi frá því fyrir mánuði að Sigrún og vinir hennar væru á biðlista og spennan nánast óbærileg meðal þeirra. „Nú bíða Bítlahjörtun titrandi eftir niðurstöðunni,“ sagði Svandís við þetta tækifæri. Og nú fréttist það um miðja vikuna að þau kæmust öll með. „Það tókst að særa út örfáa aukamiða með því að höfða til hinnar sterku ástríðu sem þarna býr að baki. Að þarna stæði útaf einlægur hópur aðdáenda. Sem betur fer sáu þeir aumur á okkur,“ segir Jakob Frí- mann Magnússon, formaður Ftt. Hann segir að tekist hafi að hliðra til og fá fleiri miða til fararinnar þegar spurðist af þessum hópi einlægra Bítlavina á Íslandi. „Þetta er varla búið að síast inn enn þá, og ýmiss konar viðbrögð fékk símastúlkan hjá Icelandair í gær. Nú eru Bítlahjörtun orðin ögn rólegri en slá þó hratt af tilhlökkun,“ segir Sigrún. -jbg Bítlastelpur með til Liverpool BÍTLASTELPUR OG -STRÁKAR Mikilli spennu var aflétt á mið- vikudag en þá fengu Sigrún og vinir hennar þau gleðitíðindi að þau kæmust með til Liverpool. Hreinn Erlingsson Aldur: 23 ára Starf: Ég vinn á hæfingarstöðinni í Fannborg, Kópa- vogi. Fjölskylda: For- eldrar mínir og tvö yngri systkini, Vignir og Aldís. Foreldrar: Helga Hreinsdóttir, sem er heimavinanndi listamaður, og Lúðvík Vignisson smiður. Búseta: Ég bý í Hafnarfirði hjá foreldrum mínum. Stjörnumerki: Steingeit. Hreinn mun halda til Búdapest í júlí þar sem hann tekur þátt í keppninni Mr. Gay Europe. Sturla Jónsson, bílstjóri og mót- mælandi, hefur fengið afhentan bol með áletruninni Ekki meir Geir frá pönkhljómsveitinni Volæði. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum hefur sveitin framleitt fjölda bola með hinum ýmsu áletr- unum þar sem skotið er föstum skotum að stjórnmálamönnum og öðru þjóðkunnu fólki. Með uppátækinu vill Volæði benda Sturlu á að hann þurfi á einhverju nýju og fersku að halda í baráttu sinni, sem virðist engan endi ætla að taka. Veiðiljóð heitir nýjasta lag tónlistar- mannsins Benna Hemm Hemm, sem er komið í útvarpsspilun. Lagið verður að finna á þriðju breiðskífu kappans sem ber hið óvenjulega heiti Murta St. Calunga. Benni ætlar að storka örlögunum með plötunni því hún kemur út á hinum alræmda degi, föstudaginn þrettánda júní. Alls verða ellefu lög á gripnum og bíða hinir fjölmörgu aðdáend- ur Benna spenntir eftir útkomunni. Eins og greint var frá hér í blaðinu á fimmtudag hafa þau Friðrik Ómar og Regína Ósk brugðið á það ráð að bjóða geisladiskinn sinn hverjum þeim sem kaupir Domin- ospitsu og kók. Nú þegar ljóst er að Friðrik og Regína munu stíga á svið í kvöld má búast við því að eftirspurn eftir diski Eurobandsins aukist talsvert. Yfirmenn Dominos vonast til þess að birgðirnar af disknum dugi en kvöldið í kvöld er eitt af stóru pitsukvöld- unum svoköll- uðu. - fb/shs FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er ákveðið, þeir tjáðu mér það hjá STEF að þetta væri kolólöglegt og mæltu með því að ég myndi fara í mál. Það verður tekið fyrir strax eftir helgi,“ segir tón- listarmað- urinn Sverrir Storm- sker sem hyggst höfða mál á hendur Eyj- ólfi Kristjánssyni fyrir að brjóta höfundar- réttarlög á textanum við lagið Gott. Sverrir hefur und- anfarna daga sótt hart að tónlistarmönnunum Jóni Ólafssyni og Stef- áni Hilmarssyni í greinaskrifum sínum í Fréttablaðinu en í gær bættist Eyjólfur í hóp þeirra poppara sem Sverrir telur að hafi hlunnfarið sig á undan- förnum árum og brotið á sínum rétti. Sverrir sak- aði hann í grein sinni í gær um að brjóta vísvitandi lög en lagið „Gott“ naut töluverðra vinsælda undir lok níunda ára- tugarins. „Eyjólfur Kristjánsson leikur sama feluleikinn og Stefán [Hilmarsson] og fer með það eins og mannsmorð á heimasíðu sinni að ég hafi samið textann „Gott” og skráir mig ekki mínu rétta höfundarnafni eins og hann er skyldug- ur til,“ skrifaði Sverrir í gær í Fréttablaðinu. Sverri var alveg jafnmikið niðri fyrir þegar Fréttablaðið hafði upp á honum. „Hann skráir mig með föðurnafni, Sverrir Ólafsson, en það þekkir mig enginn undir því nafni. Hann er því vísvítandi að fela það hver gerði textann í raun og veru,“ útskýrir Sverrir, rétt áður en hann rauk á æfingu fyrir tónleika Johnnys Logans á Hótel Íslandi í kvöld. Sverrir þvertók hins vegar fyrir að hann væri á höttunum eftir skaðabótum frá Eyfa. „Ég er ekki að leita að peningum heldur er Eyjólfur bara einfaldlega að brjóta sæmdarrétt og höfundarrétt- arlög.“ „Í mál við mig? Af hverju?“ spyr Eyjólfur Kristj- ánsson, ákaflega undrandi á fréttunum þegar honum voru tíðindin borin. Eyjólfur var í golfi þegar Frétta- blaðið náði tali af honum og eftir að honum höfðu verið kynntir málavextir voru viðbrögð hans afar einföld: „Nú, þá fer hann bara í mál við mig. Ég veit eiginlega ekki hvað hefur komið yfir hann. Sverrir hefur alltaf fengið sínar greiðslur fyrir þennan texta og ég hef ekki hugmynd um af hverju hann er að fara þessa leið.” freyrgigja@frettabladid.is SVERRIR STORMSKER: POPPARADEILAN FYRIR DÓMSTÓLA Stormsker í mál við Eyfa UNDRANDI Eyjólfur Kristjánsson er undrandi á þeim tíðindum að Sverrir Stormsker ætli í mál við hann. STORMSKER Í HART Sverrir Stormsker sakar Eyjólf Kristjánsson um að reyna visvítandi að fela hver samdi textann við lagið „Gott“. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1. Jóhanna Sigurðardóttir. 2. Frönsk. 3. Atli Sveinn Þórarinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.