Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 6
6 26. maí 2008 MÁNUDAGUR FIMM STJÖRNU GLÆPASAGA Aska ✷✷✷ ✷✷ – Hild ur Hei misdó ttir, Frétta blaðin u RV U N IQ U E 05 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Servíettur NexxStyle 39x39cm 80stk, ýmsir litir Satiné Clean, gólfsápa Brial Clean, alhliða hreinsiefni Kristalin Clean, baðherbergishreinsir Into WC Clean Lotus eldhúsrúllur Lotus WC pappír Lotus Maraþon Plus Lotus WC Júmbó Lotur T-Þurrkur Lotus V-Þurrkur Á tilbo ði í ma í 2008 Umhve rfisvott uð hre insiefn i og pa ppírsv örur 20% afslá ttur Umhverfisvottaðar vörur - fyrir sumarbústaðinn, veiðihúsið og ... FÓLK „Það væri tvísýnt með sum verkefnin mín ef tölvan hefði ekki skilað sér aftur,“ segir Óskar Jónasson kvikmynda- gerðarmaður. Óskar endurheimti á föstudag fartölvu sem rænt var af heimili hans og Evu Maríu Jónsdóttur að Bjarnarstíg tveimur dögum áður. Í tölvunni voru drög að handrit- um og hugmyndum sem voru Óskari gríðarlega verðmæt. Ókunnur maður hafði sam- band við Óskar á föstudag og sagðist hafa keypt tölvuna af krökkum. „Hann sagði að vinur sinn hefði sagt við sig „þú verð- ur að skila þessari tölvu, maður, annars verður bara lélegt sjón- varpsefni næsta árið“,“ segir Óskar. „Náunginn sagði mér sína sögu og var mjög sympatískur. Hann er ofvirkur og er á rítalíni. Sprautufíklarnir leita mikið til hans og reyna að skipta þýfi fyrir rítalín,“ segir Óskar. Maðurinn hafði séð frétt um málið í Fréttablaðinu og ákveðið að hann vildi ekki eiga tölvuna. „Hann var til í að selja mér hana á sama verði og hann keypti hana, bara fimmtán þúsund kall,“ segir Óskar, himinlifandi yfir að hafa endurheimt atvinnutækið. - sgj Óskar Jónasson hefur endurheimt fartölvu sem rænt var af heimili hans: Tölvu skilað í þágu sjónvarpsefnis Á INNBROTSSTAÐ Tölvu leikstjórans var skilað til hans svo að þjóðin yrði ekki af góðu sjónvarpsefni næstu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KJÖRKASSINN ÚTBOÐ Boðin hefur verið út leiga á tveimur ljósleið- urum sem liggja hringinn í kringum landið, og leiga á átta olíutönkum í Helguvík. Hvorutveggja er í eigu Atlantshafsbandalagsins (Nató) en í umsjón íslenskra stjórnvalda. „Þetta snýst um að við getum tryggt betri rekstur; það kostar að reka og viðhalda þessu,“ segir Þórir Ibsen, skrifstofustjóri varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Besta leiðin til að tryggja viðhald sé að halda tönkunum og ljósleiður- unum í notkun. Leigutakar þurfa að greiða fyrir rekstur og viðhald, og þurfa auk þess að greiða leigu. Þórir vill ekki segja hversu háar upphæðir ríkið muni geta innheimt í leigu, það fari eftir niðurstöðum útboð- anna. Bandaríkin greiddu um 120 milljónir króna á ári vegna viðhalds á ljósleiðaranum einum og því ljóst að ríkið getur sparað verulegar upphæðir. Ekki er skylda að bjóða út leigu á ljósleiðurunum né tönkunum, þar sem hvorutveggja teljast til varnarmannvirkja, segir Þórir. Engu að síður hafi verið ákveðið að fara útboðsleiðina, til að tryggja sanngirni og gott verð. Nató lagði hólk með átta ljósleiðarastrengjum hringinn í kringum landið við upphaf tíunda áratugar síðustu aldar. Þeir tengja meðal annars fjórar ratsjárstöðvar, eina í hverjum landshluta. Míla á fimm af strengjunum átta, en félagið er í eigu Skipta, móðurfélags Símans. Tveir af þremur ljósleiðurum í eigu Nató eru boðnir til leigu, en Þórir segir að einum verði haldið eftir fyrir öryggissamskipti. Útleiga á tveimur strengjum eykur mögulega gagnaflutningsgetu ljósleiðarakerfisins um fjörutíu prósent. Leiga á ljósleiðurunum verður til tíu ára, og eru sett skilyrði um að þeir fari til tveggja ótengdra aðila. Nató leggur áherslu á að ljósleiðararnir og olíutankarnir verði áfram til taks og þeim verði viðhaldið. Sett eru skilyrði um forgangsaðgang Nató að bæði ljósleiðurum og tönkum, þurfi bandalagið á að halda. Athygli vekur að tankarnir eru auglýstir fyrir hönd Varnarmálastofnunar, sem verður ekki stofnuð fyrr en á mánudag. Þórir segir þetta gert vegna hagræðis, enda verði á endanum samið við stofnunina, ekki ráðuneytið. brjann@frettabladid.is Útboð á ljósleiðurum og olíutönkum Nató Ríkiskaup hafa boðið út leigu á tveimur ljósleiðurum og átta olíutönkum sem eru í eigu Nató. Stefnan er að minnka rekstrar- og viðhaldskostnað með því að veita einkaaðilum aðgang. Eykur mögulega gagnaflutningsgetu um fjörutíu prósent. GRAFNIR Í JÖRÐ Olíutankar Nató í Helguvík eru alls átta talsins og þjóna meðal annars flugumferð á Keflavíkurflugvelli. Sett eru skilyrði um aðgengi einkaaðila að geymsluplássi í tönkun- um á sanngjörnu verði í útboðsskilmálum. MYND/VÍKURFRÉTTIR Útleiga á ljósleiðurum og og olíutönkum Nató hefur verið kynnt ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Mögulegt er að stofnunin geri athugasemdir við fyrirkomulag útleigunn- ar, á grundvelli þess að um ríkisstyrki sé að ræða. Þórir Ibsen, skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir það skilning ráðuneytisins að ekki sé um ríkis- styrki að ræða. Ekki er óalgengt að mannvirki í eigu Nató annars staðar í Evrópu séu leigð út, og hefur bandalagið ekki gert athugasemdir við það fyrirkomulag. Alltaf er gerð krafa um forgang Nató að mannvirkjunum. MÖGULEGAR ATHUGASEMDIR FRÁ ESA BÚRMA, AP Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagði í gær að hann vonaðist til að „umskipti“ hefðu orðið hvað varðar aðgerðir til að koma neyð- araðstoð til þeirra milljóna Búrma- búa sem eiga um sárt að binda eftir hamfarirnar af völdum felli- bylsins Nargis í byrjun mánaðar- ins. Alþjóðlegri fjáröflunarráð- stefnu lauk í gær með þeim árangri að stjórnvöld í tugum ríkja hafa skuldbundið sig til að leggja samtals sem nemur mörg- um milljörðum króna í hjálparað- gerðir. Fulltrúar 52 ríkja sóttu fjáröfl- unarráðstefnuna sem haldin var í Rangún (Yangon), stærstu borg Búrma. Henni lauk á bjartsýnum nótum eftir að herforingjastjórn- in sem er við völd í landinu hét því að fallið yrði frá hömlum á aðgengi erlendra hjálparstarfsmanna til hamfarasvæðanna. Sumir fulltrú- arnir á ráðstefnunni vildu setja þann fyrirvara á framlög ríkja sinna að herforingjarnir sönnuðu í verki að þeir stæðu við fyrirheit um að opna aðgengið að fullu. Að ráðstefnunni lokinni sagðist Ban bjartsýnn á að þetta gengi eftir. - aa Alþjóðleg fjáröflunarráðstefna í Rangún skilar milljörðum í neyðaraðstoðarsjóð: Ban segist bjartsýnn á opnun BJARTSÝNN Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, á ráðstefnunni í Rangún í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR, AP Verkfall um 3.500 hjúkrunarfræðinga, kennara og leikskólakennara skall á í Noregi í morgun. Verkfallið hófst formlega á laugardaginn en áhrifa gætir fyrst í dag þegar skólavikan hefst. Þúsundir skólabarna um allan Noreg verða fyrir áhrifum verkfallsins. Deilt er um laun en Unio, Bandalag samtaka fagfólks, fer fram á sjö prósenta launa- hækkun. Starfsfólk í heilbrigðis- geiranum mótmælir víðar á Norðurlöndunum um þessar mundir en í Svíþjóð og Danmörku hafa yfir 80.000 hjúkrunarfræð- ingar, ljósmæður og leikskólakenn- arar gengið út. - rat Vinnudeilur í Noregi: Opinberir starfs- menn í verkfall Tókst þú þátt í símakosningu Eurovision? Já 31% Nei 69% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er útskriftarveisla á dagskrá hjá þér þetta vorið? Segðu skoðun þína á visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.