Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 10
10 26. maí 2008 MÁNUDAGUR Jeffrey Smith Framkvæmdastjóri Institute for Responsible Technology í Bandaríkjunum flytur opinberan fyrirlestur um: Heilsufarsáhætta og erf›abreytt matvæli The Documented Health Risks of Genetically Modified Foods Grand Hótel Reykjavík firi›judaginn 27. maí 2008 kl. 16.30 Setningarávarp: Gunnlaugur K. Jónsson, forseti Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ) og 1. varaforseti European Spas Association (ESPA) Fundarstjóri: Svanborg Sigmarsdóttir, bla›ama›ur UM JEFFREY SMITH: Jeffrey Smith er einn kunnasti fyrirlesari heims um erf›abreytt matvæli. Hann er höfundur metsölubókarinnar Seeds of Deception, sem hefur haft grí›arleg áhrif á umræ›u um notkun erf›atækni. Hann er tí›ur álitsgjafi stjórnvalda, almannasamtaka og fjölmi›la um umhverfis- og heilsufarsáhrif erf›atækninnar. N‡jasta bók hans, Genetic Roulette, rekur 65 áhættuflætti fyrir heilsufar sem stafa af neyslu erf›abreyttra matvæla, og s‡nir fram á a› núverandi öryggismat er ófullnægjandi vörn almennings gegn hugsanlegu tjóni. www.erfdabreytt.net Erf›abreyttar lífverur Kynningarátak um NÁTTÚRUFRÆÐI Stofnar villtra dýra af öllum stærðum og gerðum hafa skroppið saman um meira en fjórðung frá því árið 1970. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var á vegum Dýrafræðifé- lags Lundúna, Zoological Society of London og greint er frá á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC. Stofnar landdýra skruppu saman um fjórðung, sjávardýra um 28 prósent og ferskvatnsdýra um 29 prósent, samkvæmt niður- stöðum rannsóknarinnar. Mannskepnan útrýmir um einu prósenti af dýraríki jarðarinnar á hverju ári og einn mesti „útrým- ingarkafli“ í sögu lífs á jörðinni stendur nú yfir, segir þar enn- fremur. Aðalorsakavaldarnir eru sagðir vera mengun, landbúnaður og útþensla þéttbýlis, rányrkja fiski- stofna og veiðar. Niðurstöðurnar voru birtar undir yfirskriftinni „The Living Planet Index“, en þær voru unnar í samstarfi við náttúruverndar- samtökin WWF. Á listanum eru rakin örlög 1.400 tegunda fiskjar, láðs- og lagardýra, eðla, fugla og spendýra á grundvelli upplýsinga sem fást úr birtum vísindagrein- um og gagnagrunnum á netinu. - aa Mannskepnan sögð ganga freklega á lífríkið: Dýralíf skroppið saman um fjórðung DÝRASTOFNAR SKREPPA SAMAN Gullkarta (Bufo periglenes), sást síðast árið 1989 Fækkun dýra (1970-2005) Í ferskvatni Í sjó Á landi 29% 28% 25% Mynd: Fish and Wildlife Service Heimild: WWF/London Zoo Fjöldi fugla, land-, sjó- og ferskvatns- dýra hefur dregist saman um meira en fjórðung síðan árið 1970 að því að fullyrt er í nýrri skýrslu. „Living Planet”-vísitalan segir dýr vera að deyja út með hraða sem ekki hafi sést síðan á dögum risaeðlnanna. MENNTAMÁL Fulltrúum í háskóla- ráði Háskóla Íslands verður ekki fækkað úr tíu í sjö eins og gert var ráð fyrir í fyrstu drögum að frumvarpi til laga um opinbera háskóla, samkvæmt breytingar- tillögum meirihluta menntamála- nefndar. Tillögurnar gera þvert á móti ráð fyrir að fjölgað verði um einn í ráðinu. Í greinargerð með uppruna- lega frumvarpinu segir að fækk- un í háskólaráði um þrjá yrði til þess að auka skilvirkni ráðsins. Tillagan sætti gagnrýni meðal annars vegna þess að hún fól í sér að háskólaráð yrði að minnihluta skipað fulltrúum háskólasamfé- lagsins. Þá gagnrýndu stúdentar að fækka ætti fulltrúum þeirra í ráðinu úr tveimur í einn. Nú hefur meirihluti mennta- málanefndar skipt um skoðun hvað varðar háskóla með meira en fimm þúsund nemendur, hætt við að fækka í ráðinu og vill í staðinn fjölga þeim í ellefu. Gengið hefur verið að kröfum stúdenta um að þeir haldi tveimur fulltrúum, og fulltrúum annarra hópa einnig fjölgað. Utanaðkom- andi fulltrúar verða eftir sem áður í meirihluta. Jafnframt er í breytingartil- lögunum felld út umdeild grein sem veitti háskólaráði heimild til að óska eftir hækkun á skrásetn- ingargjöldum stúdenta eftir þörf- um. - sh Fulltrúar háskóla enn í minnihluta í háskólaráði samkvæmt breytingartillögum: Fjölga í ráðinu í stað þess að fækka HÁSKÓLI ÍSLANDS Tillögurnar gera ráð fyrir að gengið verði að kröfum stúdenta í HÍ um að þeir haldi tveimur fulltrúum í háskólaráði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.