Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 26. maí 2008 11 SJÁVARÚTVEGUR Rannsóknaverkefni í þorskeldi voru áberandi í úthlutun AVS-rannsóknasjóðs sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins í ár. Alls fengu 64 verkefni styrki að þessu sinni með samtals um 320 milljónum króna en heildarfjöldi styrkja árið 2008 er orðinn 74. Ráðstöfunarfé sjóðsins var 100 milljónum króna hærra nú en á síðasta ári eða samtals rúmar 350 milljónir. Fleiri umsóknir hafa verið til umfjöllunar hjá sjóðnum en áður, eða rúmlega 130. Eins og undanfarin ár eru umsóknir metnar í fjór- um faghópum AVS-sjóðsins þar sem teknar eru fyrir umsóknir sem taka á fiskeldi, líf- tækni, markaði og svo umsvifamesta flokkn- um sem tekur á umsóknum er falla að veiðum og vinnslu. Miklar vonir eru bundnar við þorskeldi hér á landi og verkefni sem lúta að þessari vax- andi atvinnugrein því áberandi í úthlutuninni í ár. Mest áberandi meðal fiskeldisverkefn- anna er „Kynbætur í þorskeldi og seiðaeldi“. Sjóðurinn hefur einnig styrkt allnokkur verk- efni er taka á öðrum þáttum þorskeldis. Verk- efni til að styrkja markaðssetningu eldis- bleikju eru einnig áberandi enda talið afar mikilvægt að þessi íslenska eldistegund nái að skapa sér frekari sess á erlendum mörkuð- um. - shá AVS-rannsóknasjóðurinn styrkir 64 verkefni með 320 milljóna króna framlagi: Mikil áhersla er lögð á þorskeldi SLÁTURTÍÐ Hraðfrystihúsið Gunnvör á Hnífsdal er leiðandi fyrirtæki í þorskeldi. Miklar vonir eru bundnar við eldið. MYND/VALDIMAR SKIPULAGSMÁL Sérstök skipulags- sýning á öllum þeim fjölmörgu verkefnum sem í gangi eru í miðborg Reykjavíkur verður opnuð á sunnudaginn. Var þetta nýlega samþykkt í Skipulagsráði Reykjavíkur en ráðið telur mikilvægt að gefa íbúum þannig tækifæri til að kynna sér allar tillögur og hugmyndir um uppbyggingu og umbætur í miðborginni. Sam- kvæmt upplýsingum frá skipulags- og umhverfissviði Reykjavíkur- borgar verður sýningin haldin í húsi við Laugaveg 33. Þar verða hengdar upp skipulagsáætlanir og útlistuð áform sem tengjast miðborginni, uppbyggingu og verndun. Þá munu sérfræðingar skipulags- og byggingasviðs í miðborgarmálum hafa reglulega viðveru á sýningunni. - ovd Skipulagssýning í Reykjavík: Kynna verkefni í miðborginni LAUGAVEGUR 33 Húsið mun hýsa skipulagssýningu á verkefnum í miðborg Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL Tæp 60 prósent líkamsárása í apríl voru framin að nóttu til samkvæmt afbrotatöl- fræði Ríkislögreglustjóra fyrir síðastliðinn mánuð. Í sömu skýrslu kemur fram að flest hraðakstursbrot voru framin að degi til eða á tímabilinu milli klukkan eitt og sex síðdegis en umferðarlagabrot voru 5.592 talsins sem er umtalsverð fjölgun frá apríl 2005 til 2007. Má rekja fjölgunina að miklu leyti til aukinnar notkunar hraðakst- urs myndavéla. Eignaspjöll eru þau brot sem helst dreifast jafnt yfir allan sólarhringinn. - ovd Afbrotatölfræði í apríl: Umferðarlaga- brotum fjölgar LÖGREGLAN HEFUR Í NÓGU AÐ SNÚAST Hegningarlagabrotum í apríl fækkaði frá sama mánuði í fyrra en fjölgar ef miðað er við aprílmánuði áranna 2005 og 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI BANDARÍKIN 73 ára kona í Fort Worth í Bandaríkjunum þurfti að gangast undir aðgerð eftir að hún skaut sjálfa sig í fingurinn á heimili sínu. Æði rann á konuna þegar hún lenti í rifrildi við ríflega fimmtugan son sinn um það hvort eðlilegt væri að hún klæddist aldrei neinum fötum heima við. Þegar sonurinn reyndi að fá hana til að láta af strípilífinu gekk hún á dyr og sótti byssu. Úr byss- unni hljóp skot sem hafnaði í vísi- fingri vinstri handar. Lögreglan tók vopnið af konunni og afhenti syninum það. Læknar töldu sárið ekki lífshættulegt. - sh Rifrildi um strípifýsn lauk illa: Nakin móðir skaut sig í putta Stútur velti bíl fyrir norðan Bíll valt við bæinn Tröð í Eyjafirði á þriðja tímanum í fyrrinótt. Tveir voru í bílnum og er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur. Tvímenningarnir hlutu lítils háttar meiðsli. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.