Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 16
16 26. maí 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is BRYNJÓLFUR BJARNASON RÁÐ- HERRA FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1898. „Besta ræktarsemin við for- tíðina er að leggja hönd á plóg til þess að skapa betri framtíð.“ Brynjólfur var formaður Kommúnistaflokks Íslands og Sósíalistaflokksins. Sat á þingi í um tuttugu ár og var mennta- málaráðherra í svonefndri ný- sköpunarstjórn. Hann skrif- aði fjölda greina og bóka um stjórnmál og heimspeki. MERKISATBURÐIR 1056 Ísleifur Gissurarson er vígður biskup fyrstur manna á Íslandi og situr í Skálholti. 1521 Marteinn Lúther er bann- færður fyrir skrif sín og trúarafstöðu. 1805 Napoleon Bonaparte er krýndur konungur Ítalíu. 1845 Jónas Hallgrímsson and- ast þennan dag, 37 ára að aldri. 1969 Geimfarar Apollo 10 snúa aftur til jarðar eftir átta daga í geimnum. 1983 Fyrsta ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar tekur við völdum. Meðal ráðherra er Ragnhildur Helgadóttir. Elskuleg fósturmóðir, systir, amma og langamma, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir frá Ferjubakka í Axarfirði, til heimilis að Hjallavegi 4, Reykjavík, lést á taugadeild Landspítalans þriðjudaginn 13. maí. Útför hennar mun fara fram frá Neskirkju þriðju- daginn 27. maí kl. 13. Steinþórunn K. Steinþórsdóttir Guðmundur V. Sigurjónsson Birna Ólafsdóttir Ólafur Fáfnir Sigurgeirsson Sigrún Snorradóttir Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir Bjarni Hrafnsson og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og dóttir, Ingveldur Hafdís Aðalsteinsdóttir framhaldsskólakennari, Sjafnargötu 1, Reykjavík, lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans að kvöldi þriðjudagsins 20. maí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 27. maí kl. 15. Óskar Jónsson Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir Jakob Már Ásmundsson Styrmir Óskarsson Anna Kristrún Gunnarsdóttir Halla Þórlaug Óskarsdóttir barnabörn Guðríður Guðlaugsdóttir Aðalsteinn Kristjánsson Anna Hjartardóttir AFMÆLI FRIÐRIK, krónprins Dana, er 40 ára. GUNNAR HANSSON leikari er 36 ára. JÓHANNA VIGDÍS ARNAR- DÓTTIR, leik- og söngkona, er 40 ára. RAGNHILD- UR HELGA- DÓTTIR, fyrrverandi ráðherra, er 78 ára. Kammersveitin DNA hefur ekkert með erfðagreiningu að gera heldur er nafn tríósins búið til úr upphafs- stöfum hljóðfæraleikaranna, Daníels Hannesar Pálssonar, Nínu Leu Jóns- dóttur og Antons Björns Sigmarsson- ar. Þegar þessar línur koma fyrir al- menningssjónir eru ofantalin þrjú ungmenni komin í heimsókn til höf- uðborgar Póllands ásamt tónlistar- kennaranum sínum Evu Tosik sem er pólsk. Aðalerindið er að taka þátt í al- þjóðlegri tónlistarkeppni. Fréttablaðið hitti hópinn á æf- ingu áður en lagt var í hann. „Þetta er í fyrsta sinn sem sveit frá Suzuki- skólanum tekur þátt í svona keppni,“ segir Eva. „Við eigum ekki von á neinum medalíum en hugsum þetta meðal annars sem skemmtiferð fyrir krakkana og ákjósanlegt tækifæri til að kynnast andrúmsloftinu í Pól- landi. Þetta verður ævintýraferð fyrir krakkana. Dagskráin er sam- bland af æfingum, skemmtun og fræðslu og við munum meðal annars skoða og heimsækja fæðingar- stað tónskáldsins Chopins. Hann fæddist 1810 og það er þegar farið að und- irbúa 200 ára afmæli hans.“ Eva segir Suzuki-tónlist- arnám byggja á svokallaðri móður- málsaðferð. Þar læri börn að spila og hlusta á tónlist og síðar komi nót- urnar inn, svipað og með móð- urmálið þar sem við lærum að tala og tjá okkur áður en við lærum að lesa og skrifa. Anton Björn er fjórtán ára. Hann kveðst hafa æft píanóleik frá þriggja ára aldri. „Ég var með pall fyrir fæt- urna og sat á háum stól,“ rifjar hann upp og slær létt á nóturn- ar fyrsta lagið sem hann lærði, Kópavogur hopp hopp! Nína Lea er þrettán ára. Hún hóf tónlistar- ferilinn líka snemma, byrjaði að strjúka fiðlustrengina þriggja ára og segist reyna að æfa sig á hverjum degi. Daní- el Hannes er á þrettánda ári. Selló er hljóð- færið hans og við það hefur hann unað sér frá því hann var fimm ára, hálftíma til klukkutíma á dag. Þau eru búin að spila saman í fjögur ár í DNA-tríóinu en öll halda þau auk þess áfram að æfa einleik. „Í Suzukiskólanum mið- ast námið mest við ein- leikara,“ útskýrir Eva og heldur áfram: „Það er nýtt að hafa svona kammerdeild. Ég valdi þessi börn saman upphaf- lega vegna þess að þau voru á líku stigi í náminu. Þá var eftir að stilla saman manngerðirnar, sem tekur líka tíma. Þau eru auð- vitað ólík og tilfinningar og ein- kenni hafa sitt að segja í svona litlu tríói þar sem þau þurfa að hlusta á hvert annað og samhæfa túlkunina. Í stórri hljómsveit spila allir undir stjórn eins stjórnanda en hér túlka þau sig sjálf.“ Þau Daníel, Nína og Anton segjast að sjálfsögðu vera spennt fyrir ferð- inni og fara ekki leynt með tilhlökkun sína. En hvaða lög mun DNA-sveit- in flytja í keppninni í Póllandi? „Þau verða af ýmsu tagi,“ lýsir Eva. „Mig langaði að kynna íslenska tónlist í Póllandi og sneri mér til Atla Heim- is Sveinssonar tónskálds. Hann var svo góður að útsetja Sofðu unga ástin mín fyrir þessa hljóðfæraskipan. Við vorum mjög heppin þar. Atli Heim- ir hefur hlustað á leik DNA-sveitar- innar einu sinni og var ánægður með hennar tjáningu. Sagði að við mætt- um leita til sín aftur ef okkur vant- aði fleiri lög.“ Að viðtalinu loknu leikur sveitin Sofðu unga ástin mín af mikilli list og þeir tónar eiga svo sannarlega erindi út fyrir landsteinana. gun@frettabladid.is SUZUKISKÓLINN: SENDI KAMMERSVEIT Í ALÞJÓÐLEGA KEPPNI Í FYRSTA SINN DNA í ævintýralega ferð til höfuðborgar Póllands DNA-KAMMERSVEITIN Einbeitingin skín úr augum þeirra Nínu Leu, Antons Björns og Daníels Hannesar og Eva Tosik kennari fylgist vel með. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Árið 1973 voru oft hörku- átök á miðunum við Ís- land því Bretar vildu ekki una útfærslu landhelg- innar í fimmtíu sjómíl- ur. Þennan dag kom varð- skipið Ægir að togaran- um Everton að taka inn vörpuna á Sporðagrunni nyrðra, um tuttugu sjómíl- um innan fiskveiðimark- anna. Togarinn hlýddi ekki fyrirmælum varðskipsins um að stansa heldur lagði á flótta og ákvað skip- herrann á Ægi, Guðmundur Kærnested, að skjóta á togarann, fyrst púðurskotum og svo föstum skotum. Endaði það með því að skotið var gat á skrokk togarans neðan sjávarmáls og kom strax mikill leki að honum. Breskir togarar umkringdu Everton og Ægir var líka á staðnum enda leit um tíma út fyrir að togar- inn mundi sökkva. Það gerðist þó ekki. Viðgerð- armenn frá freigátunni Jupiter og dráttarbátnum Statesman þéttu skotgöt- in. Mennirnir um borð voru aldrei í lífshættu enda varaði Guðmundur togaraskipstjórann við sérstaklega áður en hann skaut og ráðlagði honum að láta alla skipverja fara aftur á skipið. ÞETTA GERÐIST 26. MAÍ 1973 Ægir skaut á togarann Everton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.