Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 32
● fréttablaðið ● híbýli - eldhús 26. MAÍ 2008 MÁNUDAGUR12 Stell eru notadrjúgt og dýrmætt djásn sem gaman er að bera fram á dúkuð borð. Fallegur borðbúnaður í settum, öðru nafni stell, finnst á flestum heimil- um. Sumir búa svo vel að eiga eitt stell til daglegra nota og annað til að dekka upp með á viðhafnarstundum. Algengt er að hjón byrji söfnun slíks borðbúnaðar á brúðkaupsdaginn og síðan bætist við ein og ein skál eða eitt og eitt fat á afmælum og jólum. Aðrir kaupa allt í einum pakka. Svo gengur svona góss í arf frá kynslóð til kynslóðar ef vel er farið með það og oft má finna viðeigandi hluti á fornsölum. Ótal gerðir eru til af stellum. Þau eru gróf og fínleg, látlaus og íburðar- mikil, einlit og mynstruð, handmáluð og verksmiðjuframleidd, konungleg og í sveitastíl, sum ömmuleg og önnur með nútímasniði. Öll hafa þau til- hneigingu til að verða með tímanum sígild og eft- irsóknarverð. - gun Bera með sér hátíðablæ Margit Brandt fæst hjá Ormsson í Smáralind. Margir kannast við það úr stofu þeirra Begga og Pacasar sem sigruðu í samkeppninni um smekklegasta heimilið á Hæðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Furstynjan nefnist þetta stell sem hefur verið framleitt frá 1951 og fengist hjá Tékk-kristal í yfir þrjátíu ár. Nokkrar kynslóðir hafa heillast af því og enn nýtur það vinsælda unga fólksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI New wave er vinsælt stell í Villeroy & Boch. Yfirbragðið er létt, flott og svíf- andi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Glerfínt glerstell í Unika er bæði til með gulli og platínu. Mikið úrval fæst þar af fylgi- hlutum sem geta líka verið stakir og fara alls staðar vel á borði. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Mussel Mega er frá Royal Copenhagen og fæst í versluninni Kúnígúnd. Sex mismunandi mynstur komu á markað um síðustu aldamót bæði í bláu og svargráu og fara sérlega vel á borði með hvítu postulíni. MYND/ROYAL COPENHAGEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.