Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 34
 26. MAÍ 2008 MÁNUDAGUR14 ● fréttablaðið ● híbýli - eldhús Til að auka litagleðina í eldhúsinu er sniðugt að hafa hjálpartæki eldhússins í sterkum og skemmtilegum litum. Oftast eru eldhúsinnrétt- ingarnar einlitar þannig að gaman er að leika sér að því að hafa litlu hlutina sem litríkasta. Úrvalið er endalaust. Flott matarstell í skærum lit, sleifar og ofnhanskar í fallegum litum setja svip sinn á eldhúsið. Hér að neðan má sjá brot af sniðugum eldhúshlutum sem finna má í skemmtilegum litum. Litagleði í eldhúsinu Vaxdúkar í skærum litum lífga upp á eldhúsborðið. Þeir eru líka praktískir því auðvelt er að þrífa þá ef sullast niður. Þessi litríki dúkur fæst í Söstrene Grene og kostar 2.990 krónur. Þetta fjölnota og litríka bretti fæst í Debenhams í Smáralind. Nota má brettið undir heita potta, sem skurðarbretti eða til að bera fram rétti. Brettið kostar 2.290 krónur. Blár sílikon- ofnhanski frá Byggt og búið. Efnið í honum er sveigjanlegt og pláss er fyrir tvo fingur, sem er ólíkt hinum hefð- bundnu ofnhönskum. Hann kostar 2.499 krónur. Þessi sniðugu frostpinnaform eru þannig gerð að þegar fer að leka að neðan er hægt að sjúga upp sætan vökvann. Mjög hentugt fyrir yngri kynslóðina. Þetta fæst í Byggt og búið og kostar 499 krónur. Eldrauð tómatssósu- flaska frá Byggt og Búið kostar 299 krónur. Pipar- og saltkvarnir sem auðvelt er að grípa til þegar mikið gengur á í matseldinni. Þessar tvær fást í Deben- hams og kosta 2.490 krónur stykkið. Rafræn innritun nýnema í Menntaskólann í Kópavogi hófst 14. maí og stendur til 11. júní á menntagatt.is. Nýnemum og forráðamönnum þeirra gefst kostur á að nýta tölvukost skólans og fá leiðbeiningu við innritun. Skólameistari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.