Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 49
MÁNUDAGUR 26. maí 2008 Garðyrkjufélag Íslands stendur fyrir fyrstu garðagöngu sumars- ins miðvikudaginn 28. maí, frá kl. 20 til kl. 22. Formaður félagsins, Vilhjálmur Lúðvíksson, býður félagsmönnum að skoða vorskóginn vakna í eigin sumarhúsalandi. Mæting við Hafravatn kl. 20 við hliðið í Brekkukoti sem er merkt með blöðrum. Hægt er að kom- ast að Hafravatni bæði frá Vest- urlandsvegi við hringtorgið fyrir framan Bauhaus og einnig af Suð- urlandsvegi við Geitháls og beygja inn á Hafravatnsveg við Dalland. Félagið hefur staðið fyrir garð- göngum til fjölda ára og hefur á þeim tíma skoðað ýmsa fjölbreytta og áhugaverða garða. Fyrsta garðgangan Við Kennaraháskóla Íslands verð- ur stofnuð rannsóknarstofa í barna- og æskulýðsfræðum í dag. Að stofunni stendur hópur ein- staklinga með bakgrunn í mörgum greinum félagsvísinda-, uppeld- is- og menntunarfræða og hugvís- inda sem sameinast um rannsókn- ir á sviði stofunnar. Undirbúning hafa annast Gest- ur Guðmundsson, prófessor í fé- lagsfræði, Guðrún Kristinsdótt- ir, prófessor í uppeldisgreinum og velferð barna, og Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor og um- sjónarmaður námsleiðar í tóm- stundafræði. Rannsóknarstofa í barna- og æskulýðsfræðum (BÆR) hefur frumkvæði að og sinnir rann- sóknum á lífi og lífsskilyrðum barna, unglinga og ungmenna þar sem menntun og uppeldi eru séð í heildrænu samhengi einstaklings og samfélags. Rannsóknir stofunnar hverf- ast um hnattræna og staðbundna bernsku- og æskulýðsmenningu, félagsleg ferli og þátttöku barna og unglinga í mótun eigin lífs og hinna ýmsu samfélagssviða. Þær lúta einnig að þróun og störfum fagstétta á þessu sviði. Mennta- rannsóknir hvíla á breiðum grunni þekkingar og sækja hana meðal annars til hug- og félagsvísinda, einkum þeirra alþjóðlegu vett- vanga sem orðið hafa til undir merkjum bernskurannsókna og æskulýðsrannsókna. Meginsjón- arhorn stofunnar eru slíkar þver- faglegar nálganir. Verkefnin snúa að tengslum samfélags og mennt- unar, uppeldishlutverki menntun- ar og lífsgæðum, velferð og ör- yggi barna og unglinga og miða að því að efla styrk, völd, jafnrétti og samfélagslega þátttöku þeirra, meðal annars með því að rannsaka hagsmunatengsl og stöðu jaðar- hópa. Margar fagstéttir starfa á sviði bernsku- og æskulýðsmála hjá ríki, sveitarfélögum og félagasam- tökum. Þátttakendur í rannsóknar- stofu í barna- og æskulýðsfræðum eiga samstarf við fjölmarga aðila meðal fagstétta á sviði bernsku- og æskulýðsmála hjá ríki, sveit- arfélögum og félagasamtökum og eru virkir í alþjóðlegu rannsókn- arsamstarfi. Það er ekki síst ætlun stofunnar að efla og treysta slík tengsl. Þetta kemur fram í frétta- tilkyningu frá forsvarsmönnum. Nánari upplýsingar veitir Guð- rún Kristinsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Ný Rannsóknar- stofa í barna- og æskulýðsfræðum HVAÐ UNGUR NEMUR Rannsóknirnar verða á lífi og lífsskilyrðum barna, unglinga og ungmenna. D AG A3 OPNUM EFTIR „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.