Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 54
22 26. maí 2008 MÁNUDAGUR ÖSKUR BERA ENGAN ÁRANGUR! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 12 14 7 INDIANA JONES 4 kl. 5.40 - 8 - 10.20 HAROLD & KUMAR ESCAPE FROM GB kl. 6 - 8 WHAT HAPPENS IN VEGAS kl. 10 12 12 INDIANA JONES 4 DOLBY DIGITAL kl. 5.20 - 8 - 10.40 INDIANA JONES 4 LÚXUS DOLBY D kl. 5.20 - 8 - 10.40 PROM NIGHT kl. 6 - 8 - 10 WHAT HAPPENS IN VEGAS kl. 5.45 - 8 - 10.15 MADE OF HONOUR kl. 8 - 10.15 SUPERHERO MOVIE kl. 4 - 6 BUBBI BYGGIR Í VILLTA VESTRINU kl. 4 HORTON kl. 4 ÍSLENSKT TAL 5% 5% 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 14 16 7 INDIANA JONES 4 kl. 6 - 8.30 - 11 PROM NIGHT kl. 6 - 8 - 10 WHAT HAPPENS IN VEGAS kl. 5.45 - 8 - 10.15 STREET KINGS kl. 10.30 BRÚÐGUMINN kl. 6 ÍSLENSKUR TEXTI BEYOND THE VOID kl. 8 5% SÍMI 551 9000 7 12 12 7 KICKIN ÍT OLD SKOOL kl.5.40 - 10.20 HAROLD & KUMAR ESCAPE FROM GB kl.5.45 - 8 - 10.15 MADE OF HONOUR kl.5.50 - 8 - 10.10 21 kl. 8 - 10.30 BRÚÐGUMINN kl. 6 ENSKUR TEXTI SÍMI 530 1919 FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! TILBOÐSVERÐ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS 3-D DIGITAL DIGITAL DIGITAL Abagil BRESLIN Jodie FOSTER Gerard BUTLER FRÁBÆR RÓMANTÍSK ÖRLAGASAGA TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA ÁLFABAKKI Florentino Ariza (Bardem) eyðir lunganum úr lífi sínu í að bíða eftir hinni fögru Ferminu Daza (Mezzogiorno). Florentino fer frá konu til konu í örvæntingafullri tilraun til að lækna sitt brotna hjarta á meðan Fermina situr hamingjusöm í hjónasæng. Hversu lengi myndir þú bíða eftir ástinni? einnig til á kilju Rowald Harewood Mike Newell fyrir „The Pianist“ í leikstjórn „Four weddings and a funeral“ „Donnie Brasco“ „Harry Potter“ eftir „ÁSTIN Á TÍMUM KÓLERUNNAR“ INDIANA JONES 4 kl. 5:30D - 8D - 10:40D 12 INDIANA JONES 4 kl. 5:30 - 8 - 10:40 VIP LOVE IN THE TIME OF... kl. 5:30 - 8 - 10:40 7 NEVER BACK DOWN kl. 8 - 10:30 14 NIM´S ISLAND kl. 5:30 L IRON MAN kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 DRILLBIT TAYLOR kl. 5:30 10 IN THE VALLEY OF ELAH kl. 8 16 THE HUNTING PARTY kl. 10:40 12 INDIANA JONES 4 kl. 6:30D - 9D - 10D 12 NEVER BACK DOWN kl. 11:30 14 NIM´S ISLAND kl. 6 - 8 L U2 3D kl. 11:40/3D L IRON MAN kl. 6:30 - 9 12 INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:30 12 MADE OF HONOR kl. 8 L THE HUNTING PARTY kl. 10:10 12 IRON MAN kl. 5:40 12 NEVER BACK DOWN kl. 8 12 NIM´S ISLAND kl. 6 - 8 12 INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:30 12 DEFINETLY MAYBE kl. 8 L SHINE A LIGHT kl. 10:30 L - bara lúxus Sími: 553 2075 INDIANA JONES 4 - POWER kl. 4.30, 7 og 10 12 HAROLD & KUMAR 2 kl. 4, 6, 8 og 10.10 12 FORGETTING SARAH MARSHALL kl. 8 og 10.10 12 SPIDERWICK CHRONICLES kl. 4 og 6 7 1/2 SV MBL - V.J.V., Topp5.is / FBL - V.J.V., Topp5.is / FBL 1/2 SV MBL Félagarnir Gunnar Valdi- marsson og Skúli Helgason hafa stofnað upptökufyrir- tækið Niceland Productions á Flórída. Eftir að hafa stundað nám við sama skóla í ríkinu án þess að vita hvor af öðrum hittust þeir á end- anum og ákváðu að starfa saman. „Þetta hefur gengið alveg fínt. Við erum ekki enn sem komið er að vinna í þessu eingöngu en það kemur að því vonandi. Við erum búnir að vera heppnir og höfum unnið með mörgum skemmtileg- um karakterum hérna eins og Scott Hays. Hann hefur unnið með alls konar hljómsveitum og tónlistarmönnum eins og 50 Cent, Eminem og Blue Man Group,“ segir Gunnar, sem er útskrifaður úr kvikmynda- og hljóðupptöku- námi sínu. „Hann vann með okkur í að „mixa“ lag fyrir The Ones sem er íslensk hljómsveit sem ég var að spila með þegar ég bjó heima. Það var mikill heiður að fá hann til að hljóðblanda þetta lag með okkur. Það kom þannig til að hann var að kenna hljóðblöndun í Full Sail University þar sem ég og Skúli vorum báðir. Honum leist svo vel á það sem við vorum að gera að hann sló til.“ Á leiðinni til Montana Skúli, sem lýkur innan skamms sínu hljóðupptökunámi, bætir því við að þeir félagar ætli á næst- unni að flytja sig um set á kaldari slóðir í Montana þar sem þeir munu starfa í hljóðverinu SnowGhost. „Það verður mjög spennandi og bætir eflaust í reynslubankann fyrir Niceland Productions. Þeir taka upp alls konar tónlist og voru seinast að vinna með Death Cab for Cutie,“ segir hann. Íslendingar í heimsókn Þeir félagar hyggjast starfa áfram í Bandaríkjunum og hvetja íslenska tónlistarmenn til að kíkja í heimsókn. „Við hvetjum íslenskar hljómsveitir til að hafa samband við okkur ef áhugi er fyrir því að koma til Bandaríkj- anna og taka upp lög eða mynd- bönd. Það ætti ekki að flækjast fyrir mönnum þar sem Icelandair er með loftbrúna enn í gangi,“ segir Skúli og telur líklegt að þeir haldi áfram með starfsemina þegar þeir flytja heim, hvenær sem það verður. „Við höfum t.d. tekið svolítið eftir því að það er ekki lagt eins mikið í hljóð við kvikmyndir heima eins og hér og það er ekki útilokað að maður reyni að miðla reynslu sinni á því sviði þegar maður kemur heim.“ Nánari upplýsingar um Nice- land Productions má sjá á heima- síðunni www.nicelandproduct- ions.com. freyr@frettabladid.is Taka upp í Bandaríkjunum GUNNAR OG SKÚLI Félagarnir Gunnar Valdimarsson og Skúli Helgason hafa stofnað upptökufyrirtækið Niceland Productions. MYND/JONNY ROSENBLOOM „Við erum nokkrir kórar, um það bil 150 manns, sem munum flytja Carmina Burana í Carnegie Hall 14. júní næstkomandi,“ segir Ásrún Davíðsdóttir sem er í stjórn Óperukórsins, um fyrirhugaða tónleika í einu þekktasta tónleika- húsi veraldar í dag. „Þetta er í annað sinn sem Garðari býðst að stjórna kórtónleikum í Carnegie Hall en hann er fyrsti og eini Íslendingurinn sem hefur stjórn- að tónleikum þar,“ segir Ásrún en fyrir fjórum árum stjórnaði Garð- ar yfir 300 söngvurum sem fluttu Elijah eftir Mendelssohn í aðalsal hússins. Ásrún segir æfingar hafa geng- ið ótrúlega vel þrátt fyrir fjöldann sem mun fara utan, „Kórarnir hafa æft hvor í sínu lagi í vetur en fyrir mánuði var byrjað að æfa saman. Endaspretturinn var svo um helgina þar sem allir komu saman í æfingabúðum í Söngskól- anum í Reykjavík,“ segir Ásrún og bætir við að hópurinn muni einnig syngja í byggingu Sameinuðu þjóðanna 12. júní og flytja þar íslenskt efni. Sérstakir upphitunartónleikar verða haldnir fyrir ferðina og mun Íslendingum því gefast kostur á að hlýða á verkið áður en hópurinn heldur vestur um haf. „Við höld- um tónleika í Langholtskirkju 1. júní klukkan 20 og 21 og svo stefn- um við á að vera með miðnætur- tónleika sama kvöld, en einsöngv- arar verða Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson og Þorgeir Andr- ésson. Þetta verður fjáröflun fyrir ferðina en í leiðinni mjög góð æfing,“ segir Ásrún. - ag Cortes með 150 manns í New York STJÓRNAR TÓNLEIKUM Í ANNAÐ SINN Í CERNEGIE HALL Carmina Burana verður flutt undir stjórn Garðars Cortes í New York 14. júní. Það mátti greina það á áhorfend- um í Háskólabíói á laugardags- kvöldið að þar fór fram stærsti djassviðburður ársins. Það ríkti mikil eftirvænting í anddyrinu fyrir tónleikana og djasstónlistar- menn voru margir meðal áheyr- enda. Rétt rúmlega níu gekk Wayne Shorter inn á sviðið ásamt með- spilurum sínum þeim John Patit- ucci bassaleikara, Danielo Perez píanóleikara og Brian Blade trommuleikara. Shorter verður 75 ára í ágúst nk. og er búinn að vera að spila djass í hálfa öld, m.a. í hljómsveit Miles Davis frá 1964– 1970 og með Weather Report á átt- unda og níunda áratugnum auk ótal annarra verkefna. Hinir spil- ararnir eru mun yngri, þó að þeir eigi þegar að baki umtalsverð afrek í spilamennskunni. Í hugum margra er Wayne Shorter nátengd- ur rafdjass-bræðingnum sem var áberandi á áttunda áratugnum, en kvartettinn sem spilaði í Háskóla- bíói var órafmagnaður - kontra- bassi, flygill og trommusett ásamt tenór- og sópransaxófónum hljóm- sveitarstjórans. Kvartettinn spilaði samfellt og án hlés í tæpar níutíu mínútur. Lögin voru tengd saman og úr varð samfellt flæði, dýnamískt og lifandi þar sem skiptust á lágvær- ir kaflar og háværir, hraðir og hægari og allir hljóðfæraleikar- arnir fengu tækifæri til að sýna hvað í þeim bjó. Það er skemmst frá því að segja að þarna voru miklir snillingar á ferð sem allir sýndu stjörnutakta. Sérstaklega var ég heillaður af píanóleik Dani- elo Perez og svo tilþrifum Short- ers sjálfs bæði á tenórinn og sópr- aninn. Shorter er ekkert að spenna sig um of í spilamennskunni, lætur tilfinninguna ráða og hefur skiln- ing á því að stundum hafa fáar nótur meiri áhrif en margar. Eftir hraustlegt uppklapp kom kvartettinn aftur á svið og tók aukalag, tónleikagestum til mikill- ar ánægju. Wayne Shorter er einn af mestu meisturum djassheims- ins og það var gott að sjá hve mik- ill áhuginn fyrir honum var. Upp- selt var á tónleikana og áheyrendur virtust almenn glaðir með kvöldið. Þeim sem ekki fengu miða skal bent á að tónleikarnir voru hljóð- ritaðir og verða á dagskrá á Rás 1 á þriðjudagskvöldið. Trausti Júlíusson Lifandi goðsögn í Háskólabíói TÓNLEIKAR Wayne Shorter Quartet Listahátíð í Reykjavík Háskólabíó 24. maí ★★★★ Tónleikar Wayne Shorter og félaga í Háskólabíói á laugardagskvöldið voru vel heppnaðir. Níutíu mínútur af eðal spilamennsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.