Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 57
MÁNUDAGUR 26. maí 2008 25 HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið náði fram hefndum gegn danska liðinu Kolding, sem það tapaði fyrir á laugardag. Landsliðið átti miklu betri leik í gær og vann, 26-23. Þetta var síðasti æfingaleikur liðsins fyrir slaginn gegn Rúmenum um laust sæti á EM en fyrri leikur fer fram hér á landi um næstu helgi. Mörk Íslands: Rakel Dögg Bragadóttir 6, Dagný Skúladóttir 5, Sólveig Lára Kjærnested 5, Sara Sigurðardóttir 2, Hildigunn- ur Einarsdóttir 1, Stella Sigurðar- dóttir 1, Arna Sif Pálsdóttir 1. Berglind Íris Hansdóttir varði rúmlega tuttugu skot í íslenska markinu. - hbg Kvennalandsliðið: Sigur gegn Kolding RAKEL DÖGG BRAGADÓTTIR Lék vel gegn Kolding. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FORMÚLA 1 Bretinn Lewis Hamilt- on fagnaði sigri í Mónakó-kapp- akstrinum í gær sem var mjög fjörugur. Hamilton slapp reyndar fyrir horn snemma í kappakstrin- um þegar hann keyrði utan í hlið og sprengdi dekk. Það reyndist dulin blessun í þeim árekstri því hann fékk fullan tank um leið og skipt var um dekk. Hann gat því frestað síðasta við- gerðarhléinu sínu og byggt upp góða forystu áður en hann tók síð- asta hléið sitt, Robert Kubica á BMW tók annað sætið af Ferrari-manninum Felipe Massa. Þjóðverjinn Adrian Sutil hafði verið að keyra vel og átti fjórða sætið nokkuð víst þegar heimsmeistarinn Kimi Räikkönen keyrði aftan á hann undir lokin og sá til þess að Sutil datt úr leik. Mark Webber varð því fjórði, Sebastian Vettel fimmti og Rubens Barrichello sjötti. Brautin var blaut þegar keppni hófst í gær og þá lenti Hamilton í sínum ógöngum. „Það var mjög erfitt að ráða við rigninguna og það spýttist svo mikið vatn á mann í tólftu beygju að það var engu lík- ara en maður væri að keyra í gegn- um á. Ég fór ofan í þessa á og rann bara á hliðið. Þegar veðrið er svona skiptir öllu að halda sér bara á brautinni en ég get ekki lýst því hversu erfitt það er í raun og veru. Við breyttum um taktík eftir slysið og það vann með okkur,“ sagði Hamilton eftir kapp- aksturinn. Fernando Alonso keyrði út af en gat haldið áfram. Þeir David Coult- hard og Sebastian Bourdais fóru einnig út af á sama stað en voru ekki eins lánsamir og Alonso. „Ég náði gríðarlegum hraða um tíma og var að keyra sekúndu betur en flestir ökumennirnir. Þá var þetta orðið frekar auðvelt. Þessi sigur er sá stærsti hjá mér á ferlinum og mun verða það sem eftir lifir á mínum ferli. Þegar ég ók síðustu hringina var ég að hugsa um þegar Ayrton Senna vann hérna,“ sagði Hamilton brosmildur. - hbg Æsileg Formúlukeppni í Mónakó þar sem mikið gekk á frá upphafi til enda: Dramatískur sigur hjá Hamilton SIGURREIFUR Hamilton sagði að sigurinn í gær væri hátindurinn á ferli hans. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES NBA Besta lið NBA-deildarinnar í vetur, Boston Celtics, vann sinn fyrsta útisigur í úrslitakeppninni í ár þegar það mætti Detroit þriðja sinni í úrslitum Austur- deildar. Boston var miklu sterkara allan leikinn og vann sannfærandi, 94- 80, og leiðir því einvígið 2-1. „Fyrsta tapið á heimavelli gaf okkur mikinn og nýjan kraft og við vissum sem var að við þurftum virkilega að vinna þennan leik,“ sagði Paul Pierce, leikmaður Boston, eftir leik en hann hafði óvenju hljótt um sig og skoraði aðeins 11 stig. Kevin Garnett var sterkastur þeirra grænu með 22 stig og 13 fráköst. Rip Hamilton skoraði mest fyrir Detroit, 26 stig. - hbg Úrslitakeppni NBA: Loks vann Bost on á útivelli KEVIN GARNETT Fór fyrir liði Celtics. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.