Fréttablaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA VEIÐI VINNUVÉLAR O.FL. Eyþór Theodórsson, nemi í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst, er mikill ferðalangur. Eyþór hefur víða komið og segist ætla að ferðast eins oft og hann getur um ókomna framtíð. Þegar Eyþór lítur til baka og rifjar upp ferði í til þessa er honum ofa lð Cup, en við ferðuðumst frá Þýskalandi til Ítalíu. Ferðalagið var vel yfir sjöhundruð kílómetrar og við fórum með lest glaðir í bragði að vera að fara á fótboltaleik,“ útskýrir Eyþór. En ferðin tók á sig aðra mynd þegar þeir félagar kVið sögð Kom að tómum kofanum Ekki var margt um manninn á San Siro-vellinum í Mílanó þegar Eyþór og vinir hans komu þangað enda leikurinn í Mónakó. MYND/EYÞÓR ALLIR ÁNÆGÐIRÁgætt er að útbúa fjölskyldu-bílinn þannig fyrir sumarið að börnin hafi eitthvað við að vera á langferðum og að eitthvað sé til að þurrka af klístruðum höndum ef á þarf að halda. BÍLAR 2 ÞRIFIÐ HÁTT OG LÁGTEignum sem búið er að selja er mikilvægt að skila af sér í sem bestu ástandi. Sam-kvæmt almennum reglum eiga ísskápar og önnur heimilistæki ekki að fylgja með en það getur þó verið samkomulagsatriði. HEIMILI 4 í sumarskapiMIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 GrillmeistarinnDaníel Hjalti Sigurgeirsson lumar á góðum ráðum.BLS. 4 Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 28. maí 2008 — 143. tölublað — 8. árgangur EYÞÓR THEODÓRSSON Ógleymanleg ferð með félögunum um Evrópu ferðir bílar heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Verðbólguskotið er varanlegt því við það eykst höfuðstóll verðtryggðra lána: Yfir hundrað þúsund krónur á hvert einasta heimili í maí Núna eru það einungis 2,880 mínútur þar til við opnum á Akureyri Akureyri, Glerártorg Ítarleg dagskrá á www.hafnarfjordur.is Hlökkum til að sjá þig! Í SUMARSKAPI Litið í heimsókn í verðlaunagarð Sérblað um sumarið, garðinn og grillið FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Besta gjöfin væri sigur Ingibjörg F. Ottesen fagnar sextugu á vell- inum í kvöld. TÍMAMÓT 20 Dylan vel tekið Bob Dylan fær góða dóma fyrir tónleika sína í Höllinni. FÓLK 28 Flýgur með Loga Forstjóri Saga Capital flýgur hringinn um landið með Loga Bergmanni í sumar. FÓLK 34 SAMFÉLAGSMÁL Óvenjumargar erlendar konur hafa leitað til Kvennaathvarfsins síðustu mán- uði eftir að hafa sætt ofbeldi af hendi íslenskra eiginmanna sinna. Þetta segir Sigþrúður Guð- mundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Hún segir að þess séu dæmi að erlendar konur séu beinlínis kynlífsþrælar eiginmanna sinna, og sama segir Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahúss. „Í þessum tilfellum eru konurnar iðulega frá löndum utan EES-svæðisins og njóta því afar takmarkaðrar verndar gagnvart eiginmannin- um. Oft eru þær hreinlega ofurseldar þeim,“ segir Sigþrúður. Hún segir flestar þeirra koma úr fátæku umhverfi og eiginmennirnir lofi þeim gulli og grænum skógum í nýjum heim- kynnum en nýti sér svo neyð þeirra þegar þær koma til landsins. Hún segir dæmi þess að fleiri en ein kona hafi orðið fyrir ofbeldi af hendi sama manns. Margrét segir að þau fjögur ár sem hún hafi starfað hjá Alþjóðahúsinu hafi reglulega leitað til hennar konur sem lent hafa í slíkum aðstæð- um. Hún segir þess dæmi að þegar eiginkonan hafi spyrnt við fótum og leitað sér aðstoðar hafi eiginmaðurinn náð í aðra konu að utan og endurtekið háttsemina með henni. „Sumar hafa sagt að mennirnir virði að vettugi þeirra þarfir og ætlist til af þeim að þær hafi mök við þá þegar þeim hentar,“ segir hún. „Þeir krefjist þess jafnvel að fá vilja sínum framgengt þó að eiginkonan hafi verið undir læknishendi og sé ekki í líkamlegu ásigkomulagi til samneytis.“ Hún segir að einnig leiti til Alþjóðahússins erlendar konur sem hafi orðið fyrir ofbeldi samlanda sinna eða annarra útlendinga. Bæði Sigþrúður og Margrét segja konur sem þannig sé ástatt fyrir ekki njóta nægilegrar lagalegrar verndar. Í frumvarpi um breytingar á innflytjendalögum séu þó ákvæði sem hamli því að menn geti nýtt sér neyð erlendra kvenna með þessum hætti. Hins vegar segja þær skorta á úrræði til að koma þeim til hjálpar sem þegar eru í vanda staddar. - jse Íslenskir karlar flytja inn konur til kynlífsþrælkunar Fjöldi erlendra kvenna leitar sér aðstoðar vegna ofbeldis frá íslenskum eiginmönnum. Þess eru dæmi að þær séu kynlífsþrælar manna sinna. Sumir ginna aðra konu til landsins þegar sú fyrsta leitar sér aðstoðar. Ekkert nema sigur Það er mikill hugur í herbúðum íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Wales. ÍÞRÓTTIR 30 VÍÐAST BJART Í dag verður hæg breytileg átt eða hafgola. Skýjað með köflum sunnan til, annars yfir- leitt bjartviðri. Hiti 10-21 stig, hlýjast fyrir austan. VEÐUR 4 10 17 20 1012 VORHREINGERNING Í BORGINNI Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa í mörgu að snúast þessa dagana við að hreinsa, snyrta og snurfusa. Í gær var unnið að vorhreingerningu við Reykjavíkurtjörn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HEILBRIGÐISMÁL Sigurður Guðmundsson landlæknir segir óvíst til hvaða aðgerða verður gripið í máli lækna sem í góðri trú skrifuðu lyfseðla fyrir Magnús Skúlason, geðlækni á Sogni. Honum hefur verið vikið úr starfi fyrir að svíkja út lyf í nafni skjólstæðinga sinna. Magnús missti réttindi til að ávísa lyfjunum í fyrra og fékk því starfsbræður sína til að skrifa upp á fyrir sig. Land- læknir segir að þeir beri þó ábyrgð á sínum eigin lyfseðlum. Landlæknir segir áfengisráð- gjafann Óskar Arnórsson sem sótti lyfin fyrir Magnús ekki hafa tilskilin leyfi. Óskar hafði í alvarlegum hótunum við landlækni í gær. Landlæknir fundar um málið á Sogni með Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra á morgun. - kdk / sjá síðu 4 Lyfjasvik á réttargeðdeild: Landlækni hót- að vegna rann- sóknar á Sogni VIÐSKIPTI Ætla má að yfir 130 þús- und krónur bætist við höfuðstól skulda hvers heimilis, vegna verð- bólgunnar í mánuðinum. Sam- kvæmt mælingu Hagstofunnar nam hún 1,37 prósentum. Heimilin skulda yfir 1.500 millj- arða. Verðtryggðar skuldir eru um 80 prósent af því, bankalán, lán Íbúðalánasjóðs og námslán. Miðað við verðbólgu í maí hafa því um sautján milljarðar króna bæst við höfuðstól skuldanna í þessum mánuði einum. Hagstofan gerir ráð fyrir að um 130 þúsund heimili séu í landinu. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir að verðtryggðar skuldir heim- ilanna hafi vaxið um hátt í 300 millj- arða króna í verðbólgu undanfar- inna ára. Því sé hæpið að tala um verðbólguskot. „Frá árinu 2003, þegar efnahagsstefnan fór úr bönd- unum, hefur kostnaður heimilanna vaxið ár frá ári. Sé miðað við upp- safnaðan kostnað af verðbólgu umfram 2,5 prósent, vexti og geng- isfall, má reikna með því að tæp- lega 68 milljarðar króna bætist við greiðslubyrði heimilanna á þessu ári. Þetta eru allt að fjórtán prósent af laununum.“ - ikh / sjá Markaðinn VEÐRIÐ Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.