Fréttablaðið - 28.05.2008, Page 2

Fréttablaðið - 28.05.2008, Page 2
MARKAÐURINN 28. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Atorka -0,7% -28,6% Bakkavör -9,0% -41,0% Exista -8,3% -49,3% FL Group 1,2% -54,7% Glitnir -2,0% -20,5% Eimskipafélagið -3,1% -42,1% Icelandair -1,4% -25,9% Kaupþing -3,0% -11,8% Landsbankinn -2,5% -28,3% Marel 0,1% -6,7% SPRON -6,9% -51,0% Straumur -3,2% -24,4% Teymi -3,7% -43,6% Össur -2,7% -1,2% *Miðað við lokagengi í Kauphöll á mánudag. Gengisþróun krónunnar og vís- bendingar um þróun eftir spurnar á næstu vikum og mánuðum ráða því hvenær vaxtalækkunar- ferlið hefst, segir í stýrivaxta- spá greiningardeildar Lands- bankans. Deildin segir að allra nýjustu vísbendingar um einkaneyslu, það er að segja kortavelta, dag- vöruvelta og nýskráningar bíla, bendi til þess að eftirspurn sé farin að dragast saman. Sam- kvæmt spá bankans mun inn- lend eftirspurn dragast saman eftir um það bil hálft ár og leiða til meiri slaka á vinnumarkaði. Landsbankinn gerir ráð fyrir því að lækkunarferlið hefjist í nóvember og vextirnir verði 14,75 prósent í lok þessa árs og níu prósent í lok árs næsta árs. Auk þess segir í spá bank- ans að á sama tíma að ári verði mánaðartaktur verðbólgunnar kominn vel niður fyrir það sem samrýmist verðbólgumarkmiði Seðlabankans, þótt hækkun lið- inna tólf mánaða mælist enn í tveggja stafa tölu. - bþa Óbreyttir vextir enn um sinn Ingimar Karl Helgason skrifar „Þrátt fyrir að engin sérstök lög fjalli nákvæmlega um starfsemi eða slit Eignarhaldsfélagsins Sam- vinnutrygginga, þá fékk skilanefndin það veganesti að hún ætti að líta til ströngustu mælikvarða laga um samvinnufélög og hlutafélög, eftir því sem tök eru á við slit félagsins,“ segir Kristinn Hallgríms- son, formaður skilanefndar Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga. Ákveðið var fyrir tæpu ári að allar eignir og skuldir Samvinnutrygginga rynnu inn í fjárfest- ingarfélagið Gift. Skilanefndin vinnur að að skipta hlutabréfinu í Gift, en það er fjórir milljarðar króna að nafnverði. Því að búa til frumvarp um hluthafa lista. Hann kemur fram í næsta mánuði. Talið er að hluthafar verði um fimmtíu þúsund, svo ljóst er að mjög margir eiga hagsmuni í mál- inu. Stærstu hluthafarnir verða að líkindum Sam- vinnusjóðurinn, sjálfseignastofnun, og Samband ís- lenskra samvinnufélaga. Samvinnutryggingar voru á sínum tíma gagn- kvæmt tryggingafélag. Það merkir að þeir sem tryggðu hjá félaginu eignuðust hluta í því í sam- ræmi við það sem tryggt var fyrir. Miðað er við að fólk hafi verið í viðskiptum við Samvinnutrygging- ar árin 1987-8 eða verið með brunatryggingu árin 1992-3. Til þess að halda réttindum hefur fólk þurft að eiga óslitin viðskipti við Vátryggingafélag Ís- lands. Umsvif Sambandsins voru mikil árin 1987-8. Hins vegar hefur stórlega dregið úr þeim síðan, félagið í raun verið í nokkurs konar dvala. Því má spyrja hvort Sambandið haldi réttindum sínum til eignar í Fjárfestingarfélaginu Gift. „Það er aðeins skilyrði að tryggja en það skiptir engu máli hversu mikið,“ segir Guðsteinn Einars- son, stjórnarformaður Sambandsins. Hann segir að húsgögn og fleira í eigu Sambandsins hafi ætíð verið tryggt hjá VÍS og því haldi Sambandið öllum réttindum til eignarinnar í Gift. Samkvæmt samþykktum félagsins hafa réttindi þeirra sem ýmist hættu að tryggja, urðu gjaldþrota eða féllu frá runnið í Samvinnusjóðinn. Kristinn Hallgrímsson segir að við slitin sé stuðst við samþykktirnar, en um ýmis mál, svo sem fresti og annað, sé miðað við lög um hlutafélög og sam- vinnufélög. Áður en Samvinnutryggingar hættu tryggingastarfsemi hafi gilt lög um vátryggingar. Fjármálaeftirlitið segist ekkert hafa um þessi mál að segja, enda sé félagið ekki eftirlitsskylt. Ársreikningaskrá hefur heldur ekkert um félagið að segja. Áður hefur verið haft eftir Kristni að komi upp ágreiningur þegar frumvarp um skiptingu hluta liggi fyrir geti fólk leitað réttar síns fyrir dómstólum. „Við erum aldrei í lagalausu umhverfi,“ segir Stefán Már Stefánsson, prófessor í félagarétti við Háskóla Íslands. Dugi lagasafnið ekki megi allt- af styðjast við aðrar réttarheimildir. „Til dæmis dómafordæmi. Og ef samþykktir eru til, þá geta þær verið réttarheimild.“ Samvinnutryggingar eru óbundnar af lögum Lagaprófessor segir að alltaf megi finna réttarheimildir enda þótt engin sérstök lög gildi um félag. Engin lög gilda um Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar. Á dögunum var ný stjórn kosin á aðalfundi Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA). Stjórnina skipa Margrét Kristmannsdóttir formaður, Hafdís Jónsdóttir varaformaður og Hafdís Karlsdóttir ritari; auk þeirra eru í stjórn Katrín Péturs dóttir, Svava Johansen og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Fram- kvæmdastjóri verður áfram Sofía Johnson. Í dag eru um 650 konur í FKA og hefur þeim fjölgað mikið undanfarin ár. Síðasta starfsár var mjög öflugt og stóð félagið meðal annars í sam- vinnu við aðra að ráðstefnunni „Virkjum fjármagn kvenna“ sem rúmlega 400 manns sóttu. FKA birti heilsíðuaulýsingu í ársbyrjun í flestum dagblöð- um landsins undir heitinu „Við segjum JÁ“ þar sem yfir 100 konur gáfu kost á sér til setu í stjórnum ís- lenskra fyrirtækja. Næst á dagskrá hjá félaginu er hópferð til Helsinki þar sem íslenskar konur í við- skiptalífinu ætla að kynnast finnsku viðskiptalífi af eigin raun, segir í fréttatilkynningu frá Félagi kvenna í atvinnurekstri. - bþa Margrét áfram formaður FKA NÝ STJÓRN FÉLAGS KVENNA Í ATVINNUREKSTRI Viðskipti með skuldabréf voru í sögulegu hámarki í síðustu viku og 20. maí var slegið Íslandsmet þegar veltan var 108 milljarðar króna, en það er mesta velta á einum degi frá því að viðskipti með skuldabréf hófust í Kaup- höllinni. Ásdís Kristjánsdóttir, hagfræð- ingur á greiningardeild Kaup- þings, segir að ýmsar vangavelt- ur séu um hvað skýri þessa miklu veltu en ekkert hafi verið staðfest í þeim efnum. Greiningardeild Kaupþings sagði frá því í síðustu viku að þessi miklu viðskipti hlytu að vekja þá hugsun að stórir erlendir aðilar væru nú að taka stöðu á íslenskum skuldabréfamarkaði. Benti deild- in á að slíkt hefði gerst eftir mikið gengisfall íslensku krónunnar árið 2001 þegar erlendir aðilar sóttu inn á verðtryggða markaðinn hér á landi. Taldi greiningardeild það mjög jákvætt ef erlendir aðil- ar væru að koma inn á markað- inn þar sem nokkur skortur hefði verið á lausafé. Velta á skulda- bréfamarkaði hefur verið töluvert minni þessa vikuna og segir Ásdís skýringuna þá að verðbólguvænt- ingar markaðarins hafi verið mjög háar en hins vegar sé nú að koma í ljós að meginhluti á gengisbreyt- ingu krónunnar sé búinn að koma í ljós. ,, Skuldabréfamarkaður var að gera ráð fyrir að fá meiri verð- bólgu inn í bréfin sín,“ segir Ásdís. - as Velta á skuldabréfa- markaði í hámarki „Í ljósi markaðsaðstæðna hafa þessi áform verið lögð til hlið- ar í bili,“ segir Jónas Sigurgeirs- son, forstöðumaður samskipta- sviðs Kaupþings. Bankinn hafði á teikniborð- inu að stofna fasteignaþróunar- sjóðs og var hugmyndin að selja fjárfestum aðgang að honum og leggja inn fasteignaverkefni bankans. Verðmæti sjóðsins átti að nema 70 milljörðum króna. Áhugi fjárfesta var lítill. Ákvörðunin breytir engu fyrir fjárhag Kaupþings, að sögn Jónasar. - jab Salta fasteignasjóð FRÁ AÐALFUNDI SAMVINNUSJÓÐSINS Finnur Ingólfsson, stjórnarformaður Samvinnusjóðsins – „Sjóðs hinna dauðu“ – fyrir miðri mynd. MARKAÐURINN/GVA Glitnir einfaldaði fyrirkomu- lag varðandi ferðakostnað starfs- manna í upphafi árs. Starfsmenn Glitnis greiða nú fyrir gistingu og uppihald með sérstöku fyrir- tækjakorti. Bankinn greiðir allan ferðakostnað en í kjölfar alþjóða- væðingar bankans hefur gamla dagpeningakerfið þótt tímafrekt og þungt í vöfum. Dagpeninga- greiðslur voru upprunalega hugs- aðar til þess að greiða fyrir út- lagðan kostnað starfsmanna á ferðalögum erlendis. -bþa Kort í stað dagpeninga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.