Fréttablaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 9
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 Ú T T E K T SEÐLABANKI ÍSLANDS Hefur stigið mikilvæg skref að auknu gagnsæi. MARKAÐURINN/HEIÐA „Seðlabankar hafa í auknum mæli gert vaxta- ákvarðanir gegnsæar og aðgengilegar,“ segir Þórður Friðjónsson, for- stjóri Kauphallar Íslands, við Markaðinn. Spurður hvort auka eigi gagnsæi vaxtaákvarðana telur Þórður það ágætt framhald af því sem hefur verið að gerast í aukinni upplýsingagjöf á undanförnum árum. „Seðlabanki Íslands gerir þetta með svipuð- um hætti og þeir bankar sem standa skynsamlega að þessu. Að mínu viti ætti að taka næstu skref í þeim efnum að auka gagnsæi vaxtaákvarðana sem fyrst,“ segir Þórður. Næsta skref … ÞÓRÐUR ÓNSSON í skugga- nkastjórn kaðarins. URINN/GVA „Ef einhver vafi liggur á því að faglega sé staðið að vaxta- ákvörðunum þá geti birting fundargerðar skorið úr um það og aukið traust á aðgerðum bankans,“ segir Gylfi Magnús- son, dósent við Háskóla Íslands. Gylfi segir einnig að að mörgu leyti væri það til bóta að birta auknar upplýsingar um vaxtaákvarðanir, það auki gagnsæi ákvarðana og auðveldi markaðsaðilum að sjá hvert bankinn stefnir. Bankinn birtir vissulega ýmiss konar sér- fræðiefni sem hagfræðingar bankans taka saman en birtir ekki sérstaklega umræður bankastjórnar eða atkvæða- greiðslur. „Það væri tvímælalaust til bóta að skýra betur frá ferli vaxtaákvarðana,“ segir Gylfi. Spurður um aukið samstarf milli þings og seðlabanka segir Gylfi að Seðlabanki Íslands eigi að vera óháður þing- inu, en bankinn ber auðvitað ábyrgð sem þingið gæti gengið eftir með því að spyrja og gagnrýna. „Umræðurnar þyrftu að vera fyrir opnum tjöldum svo að fjölmiðlar og aðrir gætu fylgst með þeim. Seðlabankinn getur þá gert grein fyrir sínum sjónarmiðum og svarað gagnrýni líkt og tíðkast í Bandaríkjunum.“ Gylfi bendir einnig á að þótt Seðlabanki Íslands haldi fréttamannafundi, ársfundi og gefi út umtals- vert efni þá gefist sérfræðingum og stjórnmálamönnum ekki oft tækifæri til að spyrja forsvarsmenn bankans um aðgerðir hans. Fundargerð og fagleg vinnubrögð GYLFI MAGNÚSSON Segir að umræður þyrftu að vera fyrir opnum tjöldum. MARKAÐURINN/GVA „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hvað eftir annað í skýrsl- um sínum lagt áherslu á aukið gagnsæi Seðlabankans og ég tek undir þetta sjónarmið. Seðlabanki Íslands hefur stigið þýðingar- mikil skref til að auka gagnsæi og birtir ítarlegar skýrslur og heldur blaðamannafundi til að kynna vaxtaákvarðanir,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Ólafur situr einnig í skuggabankastjórn Markaðarins. Ólafur bendir hins vegar á að það sé krafa tímans um opna og gagnsæja stjórnsýslu að leggja fram upplýsingar um feril vaxtaákvarðana. Hann segir gagnsæi fallið til þess að auka trú- verðugleika hvers seðlabanka og um framkvæmdina séu skýrar fyrirmyndir, til dæmis á Norðurlöndum. LYKILÞÆTTIR VIÐ VAXTAÁKVÖRÐUN Ólafur bendir á þrjá lykilþætti við ákvörðun stýrivaxta: 1. Gögn eru lögð fyrir bankastjórn af sérfræðingum bankans. 2. Umræður á vettvangi bankastjórnar eru ekki gerðar opin- berar. 3. Ekki liggur fyrir hvort ákvörðun bankastjórnar hafi verið ein- róma eða hvort deilur hafa verið um ákvörðunina. Ólafur bendir á að það sé sjálfsagður hlutur að opinber um- ræða fari fram um peningamál og að virk upplýsingagjöf geti styrkt bankann í miðlun peningamálastefnunnar. „Það er við- urkennt sjónarmið að eðlilegt sé að ráðamenn seðlabanka fjalli ítarlega um viðfangsefni bankans á hverjum tíma. Seðlabank- anum hefur af kjörnum fulltrúum verið falið mikilvægt þjóð- félagsvald og þetta leggur skyldur á herðar hans um gagnsæi í störfum sínum.“ TALSMAÐUR SEÐLABANKA Ólafur bendir á 24. grein laga um Seðlabanka Íslands þar sem segir: „formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands er tals maður bankans og kemur fram fyrir hönd bankastjórnar“. „Þetta þýðir að Alþingi hefur í lögum um bankann gert ráð fyrir því að af hálfu bankans væri með tryggum hætti gerð grein fyrir sjónar- miðum hans um mál í verkahring bankans,“ segir Ólafur. Krafa tímans um aukið gagnsæi AUKIN UPPLÝSINGAGJÖF Ólafur Ísleifsson segir að þró- unin hafi verið í þá átt að seðlabankar upplýsi í auknum mæli um ákvarðanir enda undir þrýstingi alþjóðastofnana um að auka gagnsæi um störf sín. MARKAÐURINN/GVA Öll umræða um peningastefn- una er að gagni og ég get ekki ímyndað mér að það standi á Seðlabankanum að veita þess- ar upplýsingar og við fögnum hverju tækifæri til að útskýra sýn okkar á pen- ingastefnuna og efnahagsmálin. Þorvarður Tjörvi Ólafsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.