Fréttablaðið - 28.05.2008, Síða 12

Fréttablaðið - 28.05.2008, Síða 12
MARKAÐURINN 28. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Í grein í Fréttablaðinu fimmtudaginn 22. maí sl. sagði Þorvaldur Gylfason próf- essor að Seðlabankinn hefði enga tilraun gert til þess að draga úr gengisfalli krón- unnar með því að ganga á gjaldeyrisforð- ann. Í sömu grein og í viðtali við Ríkis- útvarpið tveimur dögum seinna sagði hann að hætta væri á ferðum ef bankinn fengi í hendur aukinn gjaldeyrisforða því hann væri líklegur til þess að eyða honum í að verja vonlaust gengi krónunnar. Í fyrsta lagi er ekki samræmi í málflutn- ingi prófessorsins og í öðru lagi er úti- lokað að átta sig á hvað honum gengur til með rakalausum fullyrðingum. Þá er ekki rétt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segi að gengið þurfi að lækka mun meira en orðið er eins og prófessorinn heldur fram. Í Fréttablaðsgreininni sagði prófessorinn einnig að Seðlabankinn hefði fyrir fáein- um vikum veitt rangar upplýsingar um aðgang bankans að lánsfé frá norrænum seðlabönkum og síðan viðurkennt ósann- indin í verki. Þetta á ekki við nokkur rök að styðjast og er alfarið vísað til föður- húsanna. Erfitt er að átta sig á hvaða hvatir ráða málflutningi prófessorsins. Ýmislegt hefur verið sagt að undan- förnu í opinberri umræðu um forðahald Seðlabanka Íslands. Af því tilefni er nauð- synlegt að varpa ljósi á nokkrar stað- reyndir. Í fyrsta lagi er ástæða til að vekja athygli á að almennt ríkja önnur viðhorf til stærðar gjaldeyrisforða í fast- gengiskerfi en í kerfi fljótandi gengis. Sjónarmið sem sett voru fram við skilyrði fastgengis eiga því ekki við með sama hætti þegar gengi flýtur. Allir seðlabankar halda gjaldeyris- forða í einhverjum mæli. Tilgangur þess að halda forða getur verið mismunandi. Engar reglur gilda um hver skuli vera lágmarksstærð forða, enda erfitt að velja algilda viðmiðun. Því er ekkert til sem prófessorinn kallar einfalda heimilis- reglu seðlabanka úti í heimi. Í þriðja hefti rits Seðlabanka Íslands, Peningamálum, árið 2005 birtist grein eftir Hauk C. Bene- diktsson og Sturlu Pálsson um gjaldeyris- forða seðlabanka. Þar er m.a. skýrður tilgangur ríkja með forðahaldi og ekki ástæða til að rekja það hér. Á fyrri hluta ársins 2000 var gjaldeyris- forði (og gjaldeyrisstaða) Seðlabanka Ís- lands liðlega 30 milljarðar króna. Á miðju því ári hóf bankinn að grípa inn í viðskipti á gjaldeyrismarkaði í því skyni að reyna að hamla gegn lækkun á gengi krónunnar sem hófst þá um vorið. Til þess að ganga ekki á gjaldeyrisforðann voru inngripin fjármögnuð með erlendum skammtíma- lánum bankans. Þetta leiddi til þess að nettó eða hreinn gjaldeyrisforði Seðla- bankans (gjaldeyrisstaða hans) sem verið hafði rúmlega 30 milljarðar króna rýrn- aði verulega og varð aðeins um 7 millj- arðar króna á miðju ári 2001. Síðustu inn- grip bankans á gjaldeyrismarkaði fóru fram haustið 2001. Í grein sem birtist í fyrsta hefti Peningamála árið 2003 fjöll- uðu Gerður Ísberg og Þórarinn G. Péturs- son ítarlega um inngripin og áhrif þeirra á gengi krónunnar. Niðurstaða þeirra var að þau hefðu verið frekar takmörkuð. Eftir að skilyrði sköpuðust til þess haustið 2002 hóf bankinn að kaupa gjald- eyri á innlendum gjaldeyrismarkaði eftir fyrirfram tilkynntri áætlun. Frá hausti 2002 og fram á þetta ár keypti bank- inn rúmlega 2 milljarða Bandaríkjadala (jafnvirði rúmlega 146 milljarða króna á núverandi gengi) á innlendum milli- bankamarkaði með reglulegum kaupum í samræmi við fyrirfram tilkynnta áætlun. Andvirði kaupanna var í fyrstu varið til þess að endurgreiða erlendar skamm- tímaskuldir Seðlabankans og lauk því upp úr miðju ári 2003. Í kjölfarið voru end- urgreiddar erlendar skuldir ríkissjóðs og leiddi það til þess m.a. að hreinar er- lendar skuldir ríkissjóðs eru nú engar. Á vissan hátt má segja að í því felist óbeinn gjaldeyrisforði í þeim skilningi að skuld- laus ríkissjóður með viðunandi lánshæfis- mat hefur að öðru jöfnu greiðan aðgang að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Gjaldeyrisstaða Seðlabankans efldist úr 7 milljörðum króna á miðju ári 2001 sem fyrr er getið í um 60 milljarða króna haustið 2006. Undir lok þess árs var tekið erlent lán fyrir frumkvæði Seðlabank- ans beinlínis í því skyni að efla forðann. Í rammagrein í Fjármálastöðugleika 2007 var fjallað um eflingu forðans og sjónar- mið sem höfð voru til hliðsjónar á þeim tíma. Þar sagði m.a. að það hefði verið mat Seðlabankans eftir þær væring- ar sem fjármálakerfið og efnahags lífið gengu í gegnum á fyrri hluta árs 2006 að stærri gjaldeyrisforði myndi auka til- trú á styrk bankans til þess að rækja lög- bundið hlutverk sitt og getu stjórnvalda til þess að standa við skuldbindingar sínar. Sú hætta væri þó ávallt fyrir hendi að aðgerð af þessu tagi skapaði freistni- vanda ef markaðs aðilar litu svo á að góð lausafjárstaða seðlabanka veitti mikil- vægum fjármála- fyrirtækjum bak- tryggingu. Það hefði áhrif á áhættuhegð- un fyrirtækjanna og á áhættumat þeirra sem fjármagna umsvif þeirra með innlán- um og verðbréfakaupum. Lántakan síðla árs 2006 leiddi til þess að gjaldeyrisforði bankans tvöfaldaðist. Fyrr í þessum mánuði gerði Seðlabankinn gjaldmiðlaskiptasamninga við þrjá nor- ræna seðlabanka að fjárhæð 1,5 milljarða evra. Skiptasamningarnir eru í reynd ígildi forða. Að þeim meðtöldum er gjald- eyrisforði Seðlabankans í dag um 3,5 milljarðar evra, þ.e. um 400 milljarðar króna. Þar sem erlendar skuldir Seðla- bankans eru engar um þessar mundir hefur gjaldeyrisstaða hans eflst úr um 7 milljörðum króna á miðju ári 2001 sem fyrr segir í um 400 milljarða króna um þessar mundir (úr jafnvirði 67 millj- óna Bandaríkjadala í 5500 milljónir dala á gengi hvors tíma, eða úr jafnvirði 80 milljóna evra í 3500 milljónir evra; ein evra kostar 86% meira í dollurum nú en á miðju ári 2001). Gjaldeyrisforðinn var efldur með lán- töku 2006 sem fyrr er getið. Vilji stjórn- valda stendur til þess að efla hann enn frekar með þeim hætti nú og er unnið að því. Þegar hefur þess verið getið að Seðlabankinn keypti á árunum 2002 til 2008 jafnvirði liðlega 2 milljarða Banda- ríkjadala á innlendum gjaldeyris markaði. Þeim kaupum var tímabundið hætt í lok mars sl. vegna aðstæðna sem þá ríktu á gjaldeyrismarkaði. Regluleg gjaldeyris- kaup verða hafin á ný þegar aðstæður leyfa. Af undarlegum málflutningi um gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands Hvað þolir Kauphöll Íslands mikla blóðtöku í afskráningum? Erfitt að segja til um þolmörk- in í tölum. Aðalatriðið er að í Kauphöllinni séu öflug fyrir- tæki og markaðurinn með bréf þeirra sé djúpur og skilvirkur. Hvað þetta varðar hefur náðst mikill árangur á undanförnum árum – og reyndar hefur fækk- un fyrirtækja með sameining- um verið þáttur í að efla mark- aðinn. Viðskipti með hlutabréf á síðasta ári voru t.a.m. 15-20 sinnum meiri en á árunum 2000 og 2001 þegar hér voru skráð allt að 75 félög. Við bætist að samruni Kauphallarinnar við NASDAQ OMX gefur fyrirtækjum á markaði frekari tækifæri á sýnileika og vexti á alþjóð- legum grunni. Styrkur kaup- hallarinnar á heimamarkaði eykst fyrir vikið og skapar góð sóknarfæri fyrir skráð félög, sem og ný félög sem koma inn á markaðinn. Hver er lágmarksfjöldi fyrir- tækja sem þarf til að standa undir starfhæfri Kauphöll? Enn er erfitt að tala í tölum. Færa má þó fyrir því veiga- mikil rök að 20-30 fyrirtæki sé vel viðunandi miðað við stærð hagkerfisins þegar horft er til aðalmarkaðarins. Einhver við- mið í tölum fyrir First North eru að mínu viti harla gagnslítil. Jafnframt er rétt að ítreka að fjöldi fyrirtækja er ekki sérstaklega gagnlegur mæli- kvarði til að meta kauphallir eða hlutabréfamarkaði. Aðrir mælikvarðar, svo sem velta, seljanleiki og markaðsvirði í hlutfalli við landsframleiðslu, segja miklu meira. Hverjar eru væntingar kaup- hallarinnar um framhaldið, fjölg- ar félögum eða fækkar? Þegar rofar til á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum og í efna- hagslífinu hér heima má reikna með að áhugi á nýskráningum færist í aukana á ný. Nokkur fyrirtæki, s.s. Promens, Icebank og Landic Property, hafa opinberlega lýst yfir áhuga á skráningu og því er líklegt að líf færist á ný í skráningar þegar markaðs- aðstæður batna. Til heldur lengri tíma litið eru skráning orkufyrirtækja og endurinnkoma sjávarútvegs- fyrirtækja einnig raunhæf markmið. Þessi félög yrðu mikill fengur fyrir íslenskan hlutabréfamarkað. Rétt er að benda á að skráning orku- fyrirtækja krefst þess ekki að opinberir aðilar gefi eftir stjórn stærstu fyrirtækjanna. Ráðgjafar- og fjárfestingar félög í orkugeiranum, sem sum hver eru nú dóttur félög opinberra félaga, gætu verið áhugaverðir fjár- festingarkostir fyrir almenning. Jafnframt kæmi til greina að skrá félög sem ætlunin væri að halda í meirihluta- eign opinberra aðila. Eins og áður berum við vonir til þess að NASDAQ OMX- samruninn feli í sér raunverulegan ávinning fyrir félög á íslenska markaðnum. Við erum þó ekki mjög upptekin af fjöldanum þótt vissulega fögnum við nýjum fyrir- tækjum og auk- inni fjölbreytni. Er hætta á að félög Kauphallarinnar verði of einsleit, til dæmis vegna vægis fjármálafyrirtækja, og er hægt að bregðast á einhvern hátt við? Fjölbreytni er vissulega æski- leg en ekki má gera of mikið úr hættunni við einsleitni. Aðalatriðið er að reka skilvirk- an markað með þau fyrirtæki sem þar eru. Gott dæmi um þetta er Helsinki þar sem við- skipti með Nokia eru um helm- ingur veltunnar og hefur félag- ið laðað að erlenda fjárfesta í miklum mæli inn á finnska markaðinn. Í raun væri hver kauphöll fullsæmd af því að hafa slíkt fyrirtæki þó það væri eitt á markaðnum. En vissulega er það kostur að hafa fyrirtæki úr mörgum áttum og að því vinnum við. Við má bæta að NASDAQ OMX-umhverfið gerir þetta atriði veigaminna en ef við værum enn staðbundin, lítil kauphöll. Reyndin er sú að fyrirtækin hér geta nú sett sig við hlið fyrirtækja í sama atvinnugeira á mörkuðum NASDAQ OMX beggja vegna Atlantshafsins og fjárfestar geta borið saman kosti sína í öllum geirum á öllum þessum mörkuðum. Hvaða þættir hafa mest áhrif á skráningu fyrirtækja í kauphöll? Samkeppnishæfni skiptir þar mestu máli. Þá er bæði átt við að rekstur Kauphallarinnar sé vel skipulagður og hagkvæm- ur og jafnframt að laga- og reglugerðarumhverfið stuðli að sem mestri samkeppnishæfni. Einnig hefur efnahagsástandið mikið að segja, í niðursveiflum dregur að jafnaði úr nýskrán- ingum en þeim fjölgar í upp- sveiflum. Viðunandi stöðugleiki í efnahagsmálum er að sama skapi lykilatriði. Loks er auð- vitað hugarfarið mikilvægt, sóknarhugur, útrásarhugur Íslendinga er verðmæt auðlind. Hvaða þáttum er mikilvægast að huga að í rekstrarumhverfi Kauphallarinnar? Það hefur verið meginstefið í rekstri Kauphallarinnar og þeim umbótum sem við höfum beitt okkur fyrir að skapa hér alþjóðlegt umhverfi. Þess vegna erum við nú hluti af NASDAQ, stærstu kauphöll í heimi. Laga- og reglugerðar umhverfið þarf einnig að vera til fyrirmyndar og allir þeir sem hafa hlutverki að gegna í því efni þurfa að leggja sig fram um að markaðs- aðstæður hér á landi séu eins og best gerist annars staðar. Í því sambandi má benda á eitt afar mikilvægt verkefni sem nú er unnið að, en það er skráning og uppgjör viðskipta í evrum. Hverjar eru líkurnar á að laða fleiri erlend fyrirtæki að Kauphöll Íslands? Ég tel líkurnar vera góðar – og við blasir að þær muni batna verulega þegar skilvirkri evru- skráningu og -uppgjöri hefur verið komið á. Við erum með fjögur færeysk félög á markaði og líkur eru á fleiri skráningum þaðan í framtíðinni enda sam- starf okkar við færeyska mark- aðinn mjög gott. Við höfum einnig bandaríska álframleið- andann Century Aluminum á markaði og því fyrirtæki hefur vegnað vel hér. Að öllu saman- lögðu eru því ágætar forsendur til að vinna með í því skyni að laða að fleiri erlend fyrirtæki. Nálgast sársaukamörk Kauphallar? Útlit er fyrir allnokkra fækkun félaga í Kauphöll Íslands. FL Group, Flaga, Vinnslustöðin, Icelandic Group, Skipti og Tryggingamiðstöðin bíða öll afskráningar. Gangi svo eftir samruni Kaupþings og SPRON fækkar um eitt til. Blóðtakan hlýtur að teljast allnokkur fyrir kauphöll sem ekki hefur nema 27 félög á aðallista. T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Þórðar Friðjónssonar forstjóra Kauphallar Íslands I N G I M U N D U R F R I Ð R I K S S O N seðlabankastjóri Nokkur fyrirtæki, s.s. Promens, Icebank og Landic Property, hafa opinberlega lýst yfir áhuga á skráningu og því er líklegt að líf færist á ný í skráningar þegar markaðsaðstæður batna. Til heldur lengri tíma litið eru skráning orkufyrirtækja og endurinnkoma sjávarútvegsfyrirtækja einnig raunhæf markmið. Þessi félög yrðu mikill fengur fyrir íslenskan hlutabréfamarkað.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.