Fréttablaðið - 28.05.2008, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 28.05.2008, Qupperneq 14
MARKAÐURINN 28. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T Annas Sigmundsson skrifar N ú síðustu ár hefur þeim fjölgað í við- skiptalífinu hér á landi sem nýta sér einkaþotur til að sinna viðskiptaerindum erlendis. Þær sjást nú daglega taka flugið frá Reykjavíkurflugvelli. Hitt er þó sjaldgæfara að forstjórar sjái sjálfir um að fljúga þeim. Þor- valdur Lúðvík Sigurjónsson, for- stjóri Saga Capital, hefur lengi verið heillaður af fluginu. „Ég byrjaði að fljúga svifflug- um þegar ég var þrettán ára, með undanþágu og foreldra- samþykki. Ég hef haft alveg ólæknandi flugdellu frá því að ég man eftir mér. Tók einkaflug- manninn í menntaskóla, en hef svo bætt við mig réttindum á stærri vélar, fjölhreyflaréttind- um og síðan blindflugsréttind- um,“ segir Þorvaldur. Hann hefur ekki tölu á þeim teg- undum flugvéla sem hann hefur flogið en flýgur nú mest skrúfu- þotu af gerðinni Beechcraft B200 King Air. „Síðan á ég rússneska jálkinn YAK-11, sem var upp- haflega framleidd sem orrustu- vél fyrir tékkneska flugherinn árið 1956 en var síðan seld til Egyptalands þar sem hún lask- aðist og týndist í eyðimörkinni í tuttugu ár. Hún fannst síðan árið 1984 og var flutt til Evrópu, þar sem hún var gerð upp frá grunni og varð flughæf árið 1994.“ Að sögn Þorvaldar er mikil gróska í fluginu á Akureyri og segir hann að þar sé nú unnið að endursmíði nokkurra gersema ís- lenskrar flugsögu. „Til dæmis er Magnús Þorsteinsson athafna- maður mjög iðinn við smíðarnar og eins er Arngrímur Jóhannsson með flotann sinn á sama stað.“ Þorvaldur segist mikið nota Beechcraft-skrúfuþotuna því að slíkt borgi sig þegar margir sam- starfsmenn séu með í för. Þá sé flogið beint til Bretlands, Skand- inavíu eða meginlandsins frá Akureyri með starfsmenn bank- ans, oftast nær til að sinna við- skiptaerindum. Með ólæknandi flugdellu Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, hefur frá unga aldri haft mikinn flugáhuga. Upp á síðkastið hefur hann meðal annars flogið utan með starfsfólk sitt, aðallega til að sinna viðskiptaerindum Saga Capital. 05.15 Vakna við að maðurinn minn sem er á leið í flug rekur sig í leikföng dóttur okkar sem skoppa eftir gólfinu. Lít á klukkuna og sný mér á hina. 06.30 Vakna aftur og rökræði við sjálfa mig um hvort ég eigi að fara í ræktina, sem síðan gerist að sjálfsögðu ekki. Kíki aðeins yfir blöðin ef þau hafa borist í dag og næ einhverju af tölvupósti frá því kvöldið áður. 07.15 Fyrsta tilraun hefst til að koma fimm ára prinsessunni á heim- ilinu á fætur. 07.30 Önnur og þriðja tilraun gerðar án árangurs. 07.45 Í miðri fjórðu tilraun kemur sá fjórtán ára fyrir eigin vélarafli stökkvandi af neðri hæðinni og grípur morgunmatinn með sér á leið út úr dyrunum. 07.50 Geri mig klára í slaginn og er komin í skóna þegar loksins heyrist lífsmark úr herbergi þeirrar stuttu. 07.55 Allt á fullu og rokið út úr dyrunum. 08.15 Eftir umferðarstöppu í Ártúnsbrekku komum við í leikskólann þar sem taka á móti okkur umhyggjusömustu konur í heimi og ilmur- inn af hafragraut og ristuðu brauði. 08.30 Fyrsti fundur dagsins. Fjármál og staða nýbyggingar. Fyrsta kókdós dagsins. 09.00 Fundir á 30-45 mínútna fresti um ýmis málefni nemenda og starfsmanna. 11.00 Hleyp út úr dyrunum til að halda fyrirlestur úti í bæ um kröfur 21. aldarinnar. Að koma seint á sinn eigin fyrirlestur er eins og að koma of seint í eigin jarðaför. 12.00 Fundur með háskólaráði um rekstur og verkefni með erlend- um samstarfsaðilum. 13.30 Fundir um ný verkefni og breytingar á ferlum og skipulagi. 15.00 Elsku Stína sem öllu bjargar gómar mig á leið út úr dyrunum og segir mér hverju ég hef gleymt og hvað eigi eftir að gera. 15.15 Mæti á stjórnarfund í Össuri. 16.30 Hringi og redda því að stelpulingurinn fái far heim úr leikskól- anum þar sem flugi pabba hennar seinkaði. 17.00 Símafundur með tveimur deildarforsetum um samninga við samstarfsaðila í Bandaríkjunum um kennslu næsta vetur. Komin á fimmtu kókdós dagsins. 17.45 Svara símtölum dagsins og skrifa undir þá reikninga og pappíra sem liggja fyrir. 18.30 Legg af stað heim og kippi með mér einhverju tilbúnu í mat- inn fyrir liðið. Guttinn kvartar og spyr hvað hafi eiginlega orðið um heimatilbúna ýsu með kartöflum. 19.00 Maðurinn minn kominn heim og ég mæti í móttöku sem haldin er í skólanum fyrir útskrifaða nemendur. 20.00 Strákurinn minn búinn að læra. Hringir í mig og platar mig með sér og vinum sínum í bíó. Það er ekkert betra eftir erilsaman dag en að sitja í myrkrinu með slökkt á GSM-símanum. 22.30 Komin heim og sest aðeins niður og horfi út um gluggann á sjóinn rjúka eftir haffletinum og spjalla um viðburði dagsins. 23.00 Pæli í gegnum tölvupósta dagsins eins og hægt er. 01.30 Sofna yfir endursýningum á Sherlock Holmes í gervihnatta- sjónvarpinu. D A G U R Í L Í F I . . . Svöfu Grönfeldt, rektors Háskólans í Reykjavík FYRSTI FUNDUR DAGSINS Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, þarf starfs síns vegna oft á tíðum að sitja mikinn fjölda funda yfir daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÞORVALDUR LÚÐVÍK Við hliðina á YAK-11 vélinni, sem var upphaflega framleidd sem orrustuvél fyrir tékkneska flugherinn árið 1956. EURES, samevrópsk vinnumiðlun sem rekin er á vegum Vinnumálastofnunar stendur fyrir ráðstefnu þar sem fjallað verður um fyrirséðan skort á sérfræðingum og samkeppni um hæfasta fólkið í nokkrum löndum EES-svæði- sins. Talið er að helsta áskorun á Evrópskum vinnumarkaði í framtíðinni verði að laða að hæfa sérfræðinga og stjórnendur en það er meginforsenda áframhaldandi hagvaxtar og samkeppnishæfni svæðisins. Sören Kaj Andersen, prófessor við Kaup- mannahafnarháskóla fl ytur erindi undir yfi rskriftinni, „Framtíðarhorfur á Evrópskum vinnumarkaði; aukin samkeppni og skortur á sérhæfðu vinnuafl i“. Pawel Kaczmarczyk, prófessor við háskólann í Varsjá fjallar um áhrif fólksfl utninga undanfarinna ára á efnahagslíf Póllands og Eystrasaltsríkjanna. Ráðstefnan markar upphaf samstarfs EURES á Íslandi, Noregi, Írlandi og Danmörku um aðgerðir til að laða til landana sérhæft starfs- fólk. Þróunin í þessum löndum hefur um margt verið svipuð undanfarin ár; mikil þensla þar sem framboð á vinnuafl i hefur ekki haldið í við eftirspurn. Þessari eftirspurn hefur verið mætt með innfl utningi vinnuafl s frá nýju aðil- darríkjum ESB í Austur Evrópu. Nú er þörfi n á sérfróðu starfsfólki hins vegar að verða meira aðkallandi. Forstöðumenn EURES í þessum löndum munu fara yfi r stöðu mála í sínu landi og ástand á vinnumarkaði. Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum opin. Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á www. eures.is Skráning fer fram á eures@vmst.is Framtíðarhorfur á Evrópskum vinnumarkaði Baráttan um besta fólkið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.