Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 3

Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 3
Ítarlegri dagskrá allra daganna má finna á www.hafnarfjordur.is 12:00 FRÍSKANDI FJÖR Á THORSPLANI Glæsileg dagskrá fyrir ungt fólk þar sem settir verða upp hjólabrettarampar á Strandgötunni svo gestir geti spreytt sig í þessari fjörlegu íþrótt. Graffiti sýning verður einnig á svæðinu en verkin eru unnin í kjölfar Graffiti námskeiða sem ÍTH stendur fyrir. Að auki verður boðið upp á dansatriði á sviði og plötusnúður þeytir skífum. 12:00 Brettasvæði opnar 14:00 Krakkarnir koma saman á Thorsplani 14:30 Human Beat Box 14:45 Stelpuband Jennýjar og Tinnu taka nokkur lög 15:00 Grillveisla – Pylsur og Egils Mix 15:00 Dansskóli Hafnarfjarðar sýnir Hipp Hopp atriði 15:15 Rappararnir Sammi Lauf og Lilfish taka lagið 15:30 Beatur & Marlon taka beat með krökkunum 15:45 Beatur lokar dagskrá á plani og plötusnúður spilar fram til klukkan 18:00 á meðan gestir spreyta sig á hjólabrettarömpum og skemmta sér í leiktækjum 17:00 OPNUN VÍKINGAGÖTU Víkingagatan verður opnuð með pompi og prakt við Viking Hotel. Fjöldinn allur af víkingum verður á svæðinu og skapa skemmtilega stemmningu. Í veitingahúsinu Fjörunni verður framreiddur sérstakur afmælismatseðill alla helgina og í Fjörugarðinum verða Víkingaveislur eins og þær gerast bestar. Hljómsveit Rúnars Þórs leikur fyrir dansi til klukkan 03:00 föstudag og laugardag. Gylfi Ægisson mun verða sérstakur gestur á dansleiknum á föstudagskvöld. 18:00 OPNUN BOOKLESS-BUNGALOW – VESTURGÖTU 32 Sögu erlendu útgerðarinnar í upphafi 20. aldar verða gerð skil í Bungalowinu sem hefur verið endurbætt sem sýninga- og móttökuhús bæjarins 21:30 BÍLABÍÓ VIÐ FLENSBORG Einstök bílabíóstemmning: Hin alkunna dans- og söngvamynd Grease verður sýnd á risaskjá. Allir kannast við myndina en það eru fáir sem hafa fengið tækifæri til að njóta hennar á þennan hátt. Stúkusæti verða á staðnum svo að gestir þurfa ekki að örvænta ef enginn bíll er til ráðstöfunar. Félagar úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar mæta á svæðið í fullum Grease-skrúða og taka nokkur spor. Aðgangur ókeypis. 23:00 MIÐNÆTURDJAZZ Í HAFNARBORG STÓRTÓNLEIKAR AÐ HÆTTI BJÖSSA THOR, PAPA JAZZ OG FÉLAGA. Fjöldi þekktra listamanna treður upp og boðið verður upp á léttan jazz. Meðal þeirra sem koma fram á þessum tveggja tíma tónleikum eru: Björgvin Halldórsson, Andrea Gylfadóttir, Ragnheiður Gröndal, Margrét Eir, Björn Thoroddsen, Guðmundur Steingrímsson, Hjörleifur Valsson, Eyjólfur Þorleifsson, Jón Rafnsson og Steingrímur Guðmundsson. Tónleikunum „útvarpað” til neðri hæðar Hafnarborgar sem býður þeim sem ekki komast að á efri hæð hússins notalega kaffihúsastemmningu. Aðgangur ókeypis. FÖ ST U D A G U R 3 0. M A Í 2 00 8 10:00 SKÓGARGANGA Í GRÁHELLUHRAUNI Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Kaldárselsveg á móti hesthúsunum í Hlíðarþúfum kl. 10.00. Leiðsögumaður verður Jónatan Garðarsson. Að göngu lokinni verður boðið upp á hressingu í höfuðstöðvum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, Selinu. 11:00 OPNUN GÚTTÓ Í Gúttó verður sett upp sýningin FUNDIR OG MANNFAGNAÐIR þar sem hlutverki þessa sögufræga húss verða gerð skil. Sýningin er samstarfsverkefni Byggðasafnsins og Listar og sögu ehf. 11:00 LÍF OG FJÖR Í STRANDGÖTUNNI Strandgatan iðar af lífi allan daginn og fjöldi uppákoma setur svip sitt á svæðið. Meðlimir frá Þjóðahátíð líta við klukkan 14:00 og 16:00 en þess á milli verða lifandi skemmtiatriði í göngugötunni. Götulistamenn verða á ferðinni og Fimleikafélagið Björk leiðir skemmtilegt hópatriði í götunni. Bókasafnið og Þjónustuver Hafnarfjarðar hafa opið til klukkan 17:00. 12:00-18:00 ÞJÓÐAHÁTÍÐ ALÞJÓÐAHÚSSINS Í ÍÞRÓTTAHÚSINU VIÐ STRANDGÖTU Alþjóðasamfélagið á Íslandi ljóslifandi. Komið og njótið fjölbreytileikans í samfélaginu okkar! Frábær hátíð þar sem sögurnar, takturinn, bragðið og litadýrð ólíkra menningarheima birtast í fjölþjóðlegum skemmtiatriðum. 13:00-16:00 BARNADAGSKRÁ Á THORSPLANI Snæfríður og Stígur úr Stundinni okkar skemmta börnunum og stjórna fjölbreyttri barnadagskrá á Thorsplani. Meðal dagskrárliða er brúðuleikhús, söngur, dans, glens og gaman. Börn á öllum aldri ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og því um að gera að líta við á Thorsplani. Að lokinni dagskrá spilar plötusnúður skemmtileg barnalög. 14:00 FH- HAUKAR - BARÁTTAN UM FJÖRÐINN !!! FH-ingar og Haukar hafa lengi barist um hylli Hafnfirðinga og verið bæjarfélaginu til sóma. Nú er komið að því að valdir leikmenn þessara félaga eigist við í þrautum sem reyna á hug og hönd fyrir framan Fjörðinn í miðbæ Hafnarfjaðrar. Bráðfjörug og spennandi keppni sem gaman verður að fylgjast með. 14:00 UPPBOÐ Á ANTIKMUNUM Í STRANDGÖTUNNI. Glæsilegt antik og listmuna uppboð í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðar. Hartnær hundrað munir verða boðnir upp og verður uppboðið haldið innan sem utandyra við ANTIKBÚÐINA, ef veður leyfir. 14:00 HEILLANDI HEIMAR Í HELLISGERÐI Stórskemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna í glæsilegu umhverfi Hellisgerðis. Mikil áhersla verður lögð á lifandi umhverfi með tónlist, umhverfishljóðum og skemmtilegum uppákomum. 15:00 ÓRAFMÖGNUÐ STEMNING Í KIRKJUM BÆJARINS Tæplega tveggja klukkustunda tónleikar með úrvali listamanna. Hér ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allir tónleikarnir hefjast á sama tíma og höfða til gesta á öllum aldri. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Ragnheiður Gröndal Magnús Kjartansson Lay Low HAFNARFJARÐARKIRKJA: Védís Hervör og félagar, Ólöf Arnalds, Rotturnar: Margrét Eir, Regína Ósk & Heiða Ellen Kristjánsdóttir FRÍKIRKJAN: Alda Ingibergsdóttir Frank Aarnick og hörpuleikari Guido Baumer og Aladar Rácz, miðevrópskur jazz 16:00 ÍSLENSKA KVIKMYNDIN STIKKFRÍ SÝND Í BÆJARBÍÓI 17:00 - 23:00 HAFNARFJÖRÐUR ROKKAR Á VÍÐISTAÐATÚNI Stórglæsilegir tónleikar fyrir alla fjölskylduna sem fram fara á Víðistaðatúni. Hinir einu sönnu Simmi & Jói verða kynnar. Margir af færustu tónlistarmönnum landsins koma fram: Naflakusk, Vicky Pollard, Bermúda, Veðurguðir, Megas, Eurobandið, Baggalútur, Sammi BigBand, Sprengihöllin, Sálin og Björgvin Halldórsson. Léttar og ferskar veitingar frá Kokkunum verða til sölu. Á Víðistaðatúni verða einnig útigrill þar sem tónleikagestir og fjölskyldur geta mætt með pylsur eða annað til að grilla. LA U G A R D A G U R 3 1. M A Í 2 00 8 VIÐBURÐIR SEM STANDA ALLA AFMÆLISHÁTÍÐINA Ljóð sjöttu bekkinga eru til sýnis víðs vegar um um bæinn Leikskólabörn sýna verk sín í búðargluggum og í stofnunum miðbæjarins Málverkasýningar – Ljósmyndasýningar Fjölbreyttar og áhugaverðar sýningar og uppákomur á söfnum bæjarins Tilboð í verslunum og á veitingastöðum Sjáumst! Hlökkum til að sjá þig! Við hristumst af gleði… F A B R I K A N | L jó sm : L ár us K ar l I ng as on
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.