Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 10
SUÐURLANDSSKJÁLFTI 30. maí 2008 FÖSTUDAGUR10 Leiktækin í Húsdýragarðinum í Laugardal gengu áfram síðdegis í gær þrátt fyrir öfluga Suður- landsskjálftann í gær. „Við vorum ekkert hrædd við þetta enda eru tækin sett upp út frá ítrustu kröfum um festingar og annað,“ segir Valdimar Guðlaugsson, starfsmaður Húsdýragarðsins. „Skjálftinn fannst til dæmis varla við fallturninn, sem á að þola sextíu metra vind á sekúndu. Hann er ekki á föstu heldur er púði undir honum og hann á að vera pott- þéttur. Við fylgdust mjög vel með og tækin hreyfðust varla nema skipið sem ekki var í gangi.“ - gar Húsdýragarðurinn: Tækin gengu þótt jörð skylfi FALLTURNINN Gekk þrátt fyrir stóra skjálftann. Jarðskjálftinn fannst vel í Grinda- vík og nágrenni, að sögn Elínborg- ar Gísladóttur sóknarprests. Elín- borg sat í kirkjuskipinu í Grindavík þegar skjálftinn kom. Hún segir að hávaðinn hafi verið mikill og skjálftinn hafi fundist mjög vel. „Það kom mjög mikill hávaði og svo eins og bylgja. Ljósakrónur og ljósin fóru að sveiflast mikið og svo heyrðust brestir í húsinu,“ segir Elínborg. Hún býr í fjölbýlishúsi við Suðurhóp í Grindavík og segir að flestir sem hún hafi hitt hafi fundið skjálftann. „Hann fannst mjög vel hér í húsunum, sérstak- lega ef fólk var inni í húsi,“ segir Elínborg og bætir við að hlutir hafi þó ekki færst úr stað. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að jarðskjálft- inn hafi fundist þar. „Þetta var reyndar mjög hóflegt. Menn veltu fyrir sér hvort þeir væru með svima- kast eða hvort þetta væri skjálfti en svo sáum við ljósakrónu hér inni hjá okkur, það var góð hreyfing á henni merkilegt nokk,“ segir hann. Árni segir að skjálftinn hafi almennt fundist í Reykjanesbæ, þótt bærinn sé á þéttri grágrýtis- hellu, sem er öðruvísi en á sprungu- svæðinu við Grindavík. Í Reykja- nesbæ sé mjög sjaldgæft að menn finni fyrir jarðskjálfta. Þeir sem voru á ferð í bílum á Reykjanes- brautinni urðu ekki varir við skjálftann. - ghs LJÓSAKRÓNUR SVEIFLUÐUST „Ljósa- krónur og ljósin fóru að sveiflast mikið,“ segir Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík, um jarðskjálftann. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík, sat í kirkjuskipinu: Brestir heyrðust í kirkjunni Jarðskjálftinn fannst á lögreglu- stöðinni á Ísafirði. „Við sátum hérna inni í kaffistofu og vorum að fá okkur síðdegiskaffi þegar það byrjaði allt að rugga hérna en það var ekki mjög mikið, rétt aðeins eins og stóllinn hafi verið laus í liðunum,“ segir Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vest- fjörðum. Lögreglumennirnir voru inni á kaffistofunni, tveir sitjandi, einn stóð og hallaði sér upp að skáp og svo aðrir sem voru stand- andi. Önundur segir að þeir sem hafi setið hafi fundið fyrir skjálftanum og sömuleiðis sá sem hallaði sér upp að skápnum en hinir ekki. Íbúar á Vestfjörðum hafa ekki haft samband við lögregluna vegna skjálftans enda segir Önundur að hann hafi verið mjög vægur. „Ef maður hefur verið í jarðskjálfta áttar maður sig á að þetta var jarðskjálfti en það er mjög sjaldgæft að finna jarð- skjálfta alla leið hingað til Ísa- fjarðar,“ segir hann. Lárus Valdimarsson, starfs- maður í Netheimum á Ísafirði, fann fyrir jarðskjálftanum. „Það byrj- aði allt að titra inni í versluninni hjá okkur. Mig rámar í að þetta hafi verið svipað og var í Suður- landsskjálftanum á sínum tíma,“ segir hann og telur að jarðskjálfti finnist helst á Eyrinni á Ísafirði. „Það svæði hentar væntan lega betur fyrir svona bylgjur þannig að þegar allt sveiflast finnur maður titring,“ segir hann. - ghs FANNST GREINILEGA Á ÍSAFIRÐI Íbúar Ísafjarðar fundu margir fyrir skjálftanum sem skók landið í gær. Lögreglan á Ísafirði var í síðdegiskaffi í skjálftanum: Skjálftinn fannst vestur á fjörðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.