Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 12
12 30. maí 2008 FÖSTUDAGUR Nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðplöntuframleiðenda. VELDU ÍSLENSK SUMARBLÓM, SÉRMERKT ÞÉR. „Íslensk blóm eru harðgerð, kröftug og fersk.“ Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður. Í áratugi hafa íslenskir garðplöntuframleiðendur unnið að því að byggja upp og rækta úrval af garðplöntum fyrir íslenska veðráttu. VERÐKÖNNUN Mest hækkun á vörukörfu ASÍ milli vikna var í stórmörkuðunum Hagkaupum og Nóatúni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ASÍ. Í Hagkaupum hækkaði verð körfunnar um 2,1 prósent á milli þriðju og fjórðu viku í maí. Rekja má þá hækkun að mestu til hækkana á verði kjötvara og grænmetis og ávaxta. Í Nóatúni hækkaði verð körfunnar um 1,9 prósent milli vikna. Valda hækkanir á verði grænmetis og ávaxta þar mestum breytingum, en einnig hækkun á kjöt- og mjólkurvör- um. Í Samkaupum –Úrvali hélst verð körfunnar nánast óbreytt milli vikna. - kg Vörukarfa ASÍ: Mesta hækkun- in í Hagkaup- um og Nóatúni Eiga stjórnvöld að biðjast afsök- unar á hlerunum á kaldastríðs- árunum? Já 62,5% Nei 37,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fannst þú jarðskjálftann í gær? Segðu þína skoðun á visir.is ALÞINGI Íslenska fiskveiðistjórn- unarkerfið verður lagað að áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá í haust. Álitið kveður á um að kerfið stangist á við jafnræðisreglur. Einar K. Guðfinnsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að ákvæði stjórnarsáttmál- ans um sérstaka athugun á reynsl- unni af kerfinu og áhrifum þess á þróun byggða verði útvíkkað. Við verkið verði jafnframt horft til álits mannréttindanefndarinnar auk stjórnarskrár Íslands, mann- réttindasáttmála Evrópu og þeirra dóma sem fallið hafa um kerfið. „Við ætlum okkur að vera með kerfi sem stenst þessa skoðun,“ sagði Einar í samtali við Frétta- blaðið eftir umræðu á Alþingi í gær um viðbrögð stjórnvalda við áliti nefndarinnar. Hann lagði áherslu á að hugsan- legar breytingar yrðu að samrým- ast hagsmunum sjávarútvegsins sem atvinnugreinar. Einar er þögull um hverjar breytingarnar kunni að verða og vill fátt segja um hvaða tíma- ramma stjórnvöld setja sér til verksins. Hann kveðst þó telja víst að breytingarnar komi fram á kjörtímabilinu. Áhöld eru uppi um hvernig túlka beri álit mannréttindanefndarinn- ar og er Einar í þeim hópi manna sem telja álitið óskýrt. „Það er gallinn við það og af þeim ástæð- um tel ég að það beri að túlka niður stöðuna mjög þröngt.“ Í máli Einars í umræðunni kom fram að íslenska ríkið teldi ekki forsendur til að greiddar yrðu skaðabætur til þeirra tveggja manna sem á sínum tíma fóru með málið fyrir mannréttindanefnd- ina. bjorn@frettabladid.is Kvótakerfið verður fært í átt að áliti SÞ Við breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu í átt að áliti mannréttindanefndar SÞ verður álitið túlkað mjög þröngt. Þeir sem kærðu fá ekki skaðabætur. Á SJÓ Breytingar á kvótakerfinu eru í farvatninu, að sögn sjávarútvegsráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI DÓMSMÁL Tuttugu og þriggja ára karlmaður játaði fyrir dómi í gær að hafa slegið öryggisvörð í höfuðið með glerflösku fyrir utan 10-11 í Austurstræti í apríl. Ákæra fyrir stórfellda líkams- árás var þingfest í héraðsdómi. Öryggisvörðurinn hlaut lífshættulega áverka af árásinni og lá á gjörgæsludeild dögum saman. Hann höfuðkúpubrotnaði við höggið auk þess sem stór slagæð í heilahimnu fór í sundur sem olli því að það blæddi lífshættulega inn á heila hans. Nokkuð hefur verið um ryskingar manna við öryggisverði í verslun- inni upp á síðkastið. - sh Sló öryggisvörð með flösku: Ákærður fyrir árás við 10-11 STJÓRNSÝSLA Bjarni Vestmann, sendifulltrúi hjá utanríkisráðu- neytinu, hefur óskað eftir rökstuðn- ingi utanríkisráðherra fyrir ráðn- ingu Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur í stöðu forstjóra nýrrar Varnar- málastofnunar. Bjarni sóttist einn- ig eftir stöðunni og hélt sig eiga mikla möguleika á að hljóta hana. „Ég taldi að ég væri ansi líklegur kandídat eftir áralanga reynslu í öryggis- og varnarmálum, bæði í diplómatísku starfi og á alþjóðleg- um vettvangi, innan NATO, í nor- rænu samstarfi og auk þess í her- málastarfi,“ segir Bjarni. Hann bendir á að hann hafi um tíma verið í hermálanefnd NATO, tekið þátt í verkefnum sem tengdust flugvöll- unum í Pristína og Kabúl og þar að auki í þrjú ár verið staðgengill skrifstofustjóra varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Alls spanni reynsla hans af öryggis- og varnarmálum vel á annan áratug, en hann hafi verið viðriðinn mála- flokkinn allt frá því að hann hóf störf á varnarmálaskrifstofu um áramót 1991 og 1992. Bjarni fól lög- manni sínum að senda erindi til ráðuneytisins þar sem rökstuðn- ings er óskað. Bréfið var sent á þriðjudag og ráðuneytið hefur tvær vikur til að bregðast við því. - sh ELLISIF TINNA VÍÐISDÓTTIR Umsækjandi um stöðu forstjóra Varnarmálastofnunar: Ráðherra rökstyðji ráðningu Ellisifjar Í umræðunum hafði Grétar Mar Jónsson, Frjálslynda flokknum, uppi „fullkomlega óviðurkvæmileg“ orð, að mati Einars Más Sigurðarsonar þingforseta. Grétar sagði sjávarútvegsráðherra og utanríkisráðherra vera mannréttinda- níðinga, hann sagði það skýlausa kröfu að ríkisstjórnin segði af sér þar sem hún treysti sér ekki til að virða mann- réttindi, hún hefði skítlegt eðli og það væru pólitískar druslur sem höguðu sér eins og hún. Einar K. Guðfinnsson kveðst ekki kippa sér upp við orð Grétars. Hann hafi með málflutningi sínum í þinginu skapað sér þá stöðu að orð hans séu talin mjög léttvæg. „En hitt verðum við að hafa í huga að hann er löglega kjörinn þingmaður og fulltrúi síns flokks í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og þar með tals- maður í þessum málaflokki þannig að meðan ekki kemur annað fram verð ég að líta þannig á að þetta sé málflutningur sem hugnast þeim flokki og það kann að vera íhugunar efni fyrir það fólk sem hefur stutt þann flokk,“ sagði Einar. ÞINGFORSETI SETTI OFAN Í VIÐ GRÉTAR MAR GRÉTAR MAR JÓNSSON KJÖRKASSINN ALÞINGI Tugir frumvarpa urðu að lögum í gær og í gærkvöldi, á síð- asta þingdegi vorþings. Líkt og jafnan sömdu stjórnar- liðar og stjórnarandstæðingar um þinglok og meðferð helstu hita- mála. Varð úr að meðal stórra mála sem hlutu afgreiðslu voru skóla- mál og auðlindamálið en frumvörp um sjúkratryggingar og innleið- ingu matvælalöggjafar Evrópu- sambandsins var frestað. Verður unnið í þeim báðum í sumar en málin eru mikil að efni og vöxt- um. Við atkvæðagreiðslu um sjúkra- tryggingamálið, þar sem því var vísað til meðferðar nefndar á ný, sagði Álfheiður Ingadóttir VG að áfangasigur hefði unnist. Matvælalöggjöf ESB komst aldrei út úr sjávarútvegs- og land- búnaðarnefnd en veigamikil and- staða var við málið, bæði utan og innan þings. Er ætlunin að nefndar- menn vinni málið áfram í sumar og hafi við störf sín samráð við bændur og aðra hagsmunaaðila. Þá ætla formenn stjórnmála- flokkanna að freista þess að ná saman í sumar um lausn á deilum um eftirlaunalög þingmanna og ráðherra. Alþingi kemur saman 1. sept- ember og starfar í tíu daga. - bþs Nokkur viðamikil og umdeild þingmál bíða afgreiðslu Alþingis í september: Þingmenn þurfa að vinna í sumar LAGT Á RÁÐIN Arnbjörg Sveinsdóttir og Einar Már Sigurðarson á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.