Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 80
44 30. maí 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is FH-ingar sýndu styrk sinn í fjórðu umferðinni og héldu sigurgöngu sinni á KR gangandi. FH hefur spilað afar vel og er í öðru sætinu á eftir Keflavík sem situr eitt á toppnum. FH vann í stórleik umferðarinnar en leikur Keflavíkur og ÍA var sá umtalaðasti. Guðjón Þórðarson liggur sjaldan á skoðunum sínum og eru ummæli hans eftir leikinn nú til skoðunar hjá aganefnd KSÍ. Guðjón sakaði dómara um að stimpla Skagamenn, og sérstaklega Stefán Þórðarson sem fékk rautt spjald í leiknum. KSÍ neitar því staðfastlega. Annar athyglisverður leikur var stórsigur Grind- víkinga á Blikum. Fimm mörk Suðurnesja- liðsins í fyrri hálfleik voru ótrúleg sjón hjá liði sem hafði aðeins skorað eitt mark í þremur leikjum. Valsmenn buðu til veislu á Vodafone-vellinum og fóru með sigur á nýliðum Fjölnis. Þóttu þeir heppnir að taka öll stigin gegn frísku Fjölnisliði sem sýndi enn og aftur að það er til alls líklegt. 4. UMFERÐ LANDSBANKADEILDAR KARLA: HASARINN HELDUR ÁFRAM Sterkar skoðanir og markaveisla > Atvik umferðarinnar Rauða spjaldið hjá Stefáni Þórðarsyni. Stefán fékk réttilega gult spjald í upphafi leiks ÍA og Keflavíkur. Annað spjald hans var þó umdeilt og hefur uppskorið mikið fjaðrafok síðan. Þjálfari ÍA var ómyrkur í máli í garð dómarans eins og má meðal annars lesa um hér fyrir neðan. > Bestu ummælin „Ég vildi fá að sjá þrektölur hjá dóm- aranum, ég vildi fá að sjá fituprósent- una hjá honum, ég vildi fá að sjá úthaldstölurnar hans,” sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, við Stöð 2 Sport eftir 3-1 tap í Keflavík. Hann var ósáttur með störf Ólafs Ragnarssonar í leiknum. TÖLURNAR TALA Flest skot: 19, Keflavík Flest skot á mark: 10, Grindavík Fæst skot: 4, Fram Hæsta meðaleink.: 7,0 Grindavík Lægsta meðaleink.: 3,86, Breiðab. Grófasta liðið: 23 brot, ÍA Prúðasta liðið: 7 brot, Fylkir Flestir áhorf.: FH-KR, 2.249 Fæstir áhorf.: Breiðab.-Grin., 965 Áhorfendur alls: 8.800 > Besti dómarinn: Garðar Örn Hinriksson fékk níu í einkunn fyrir frammistöðu sína í Kaplakrika. Hann dæmdi leik FH og KR og stóð sig með miklum sóma. Kjartan Sturluson Guðmundur Mete Auðun Helgason Tommy Nielsen (2) Hólmar Örn Rúnarsson (3) Ian Jeffs Matthías Vilhjálmsson Orri Hjaltalín Scott Ramsay (2) Jóhann Þórhallsson Tomasz Stolpa 3-4-3 FÓTBOLTI Grindvíkingar sýndu loksins að þeir kunna alveg að spila fótbolta í 6-3 sigrinum á Blik- um á mánudag. Tomasz Stolpa og Scott Ramsey báru af, sá fyrr- nefndi skoraði tvö og lagði upp eitt og er maður 4. umferðar Landsbankadeildarinnar hjá Fréttablaðinu. Stolpa kom til Íslands frá Sví- þjóð þar sem hann spilaði síðast með Gefle en þar áður Enköping. Hann viðurkennir sjálfur að hann hafi ekki alltaf verið á skotskón- um en hann var þó markahæsti leikmaður 2. deildar í Póllandi, heimalandi sínu, áður en hann fór til útlanda á vit ævintýra. Nú er hann kominn til Íslands. „Mig langaði að spila reglulega í níutíu mínútur og sá Ísland sem kjörinn vettvang fyrir það. Tilboð- ið frá Grindavík var mjög gott og bar skjótt að. Ég tók mér ekki langan umhugsunarfrest og ákvað að stökkva á þetta. Ég vissi ekki neitt um landið eða fótboltann hérna,“ sagði Stolpa, sem gerði fimm mánaða samning. Hann hefur spilað í öllum leikjum Grindavíkur til þessa. Hann kemur til Íslands í atvinnu- mennsku. Stolpa býr í Grindavík og fékk íbúð og bíl við undirskrift. „Þetta er mjög lítill bær, hér er ekki neitt að gera. En þetta er ágætt, Reykjavík er nokkuð nálægt. Ég hef annars ekki mikið að gera hérna. Ég var reyndar að koma úr Bláa lóninu, sem var fínt. Ég þarf að finna mér eitthvað að gera, kannski fer ég að veiða,“ sagði Stolpa glaðbeittur og bætti við að hann prófaði kannski golf. Á vefsíðu Grindavíkurbæjar er tekið fram að helstu skemmtan- irnar séu við höfnina, hestaleigan og gönguleiðirnar sem upplýsi um leyndardóma hraunsins sem umkringir bæinn. Stolpa segist hugsa vel um sjálf- an sig og er ánægður með að geta einbeitt sér að fótboltanum. „Ég hef nægan tíma til að hugsa um mig og fótboltann, það er jákvætt,“ segir atvinnumaðurinn. Hann segir launin á Íslandi vera ágæt en erfitt sé að bera þau saman við launin á Norðurlöndunum, þau séu þó áberandi hæst í Noregi. Gæði fótboltans á Íslandi koma Stolpa einnig á óvart. „Deildin er miklu betri en ég hélt, hér eru góð lið og margir góðir leikmenn. Sumir hafa spilað í mjög góðum liðum. Það er þó erfitt að bera deildirnar á Norðurlöndunum saman.“ Leikmenn Grindavíkur hafa boðið Stolpa velkominn en hann er einn nokkurra erlenda leikmanna hjá félaginu. „Strákarnir eru skemmtilegir og meira að segja stjórnin hefur verið að hjálpa mér að koma mér fyrir. Það hefur hjálpað mér mikið. Allir eru að bjóða mér heim til sín í kaffi,“ sagði framherjinn. Stolpa segir að Grindavíkurliðið sé betra en taflan gefi til kynna. „Við erum með gott lið, óheppnin hefur elt okkur. Vonandi náum við að halda þessu áfram eftir sigur- inn gegn Breiðabliki,“ sagði Tom- asz Stolpa. hjalti@frettabladid.is Ekkert í Grindavík nema fótboltinn Tomasz Stolpa átti stórleik fyrir Grindavík gegn Breiðabliki og er maður 4. umferðar Landsbankadeildar- innar. Hann er atvinnumaður hér á landi og líkar vel þrátt fyrir takmarkað skemmtanalíf í Grindavík. FÖGNUÐUR Leikmenn Grindavíkur flykkjast að Stolpa eftir fyrra mark hans gegn Breiðabliki í 6-3 sigri Grindavíkur á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Ched Evans, hinn nítján ára gamli leikmaður Manchester City sem skoraði sigurmarkið í leiknum gegn Íslandi, viður- kenndi tvennt eftir leikinn á mið- vikudag. Í fyrsta lagi að um algjört heppnismark hefði verið að ræða og að hann hefði ekki haft hugmynd um hvar Ísland var áður en hann kom í leikinn. Markið skoraði Evans með skemmtilegri hælspyrnu. „Þetta var algjört heppnis- mark hjá mér, ég er ekki vanur að reyna svona hluti en ég er ánægður með að það borgaði sig,“ sagði Evans kampakátur. „Hann stal senunni og á allan rétt á því að vera ánægður,“ sagði John Toshack, þjálfari Wales, við BBC. Með sinni fyrstu snertingu með landsliði Wales tryggði hann Wales þriðja sigurleikinn í röð en hann skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við City. „Þessir landsleikir eru ekki jafn auðveldir og þeir líta út fyrir að vera,“ gantaðist Evans. Liðsmenn Wales voru afar ungir og viðurkennir Evans að sér hafi liðið eins og hann væri að spila landsleik með 21 árs liði landsins. „Þetta var frábært af því ég á svo marga vini í þessu liði. Þetta var eins og að spila fyrir U21 árs liðið og ég fann því ekki fyrir jafn mikilli pressu, auk þess sem ég þekkti svo marga liðsfélaga mína,“ sagði markaskorarinn Ched Evans. Toschack hrósaði Evans í hástert eftir leikinn. „Þetta er ástæðan fyrir því að City samdi við hann aftur,“ sagði þjálfarinn en Evans var lánaður til Norwich á síðasta tímabili. - hþh Markaskorari Wales vissi ekki hvar Ísland var: „Þetta var algjört heppnismark hjá mér“ HEPPNISMARK Evans fagnað eftir sigurmarkið. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA HANDBOLTI Birkir Ívar Guðmunds- son hefur skrifað undir þriggja ára samning við Hauka. Þetta staðfesti Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, í gær. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Birkir myndi skrifa undir hjá Haukum, svo lengi sem ekkert annað erlendis kæmi upp. Birkir sagði þá að Haukar hefðu alltaf verið sinn fyrsti kostur, svo framarlega sem félagið vildi hann aftur. Mikill áhugi reyndist fyrir því. Birkir kemur heim í heiðardal- inn en hinn 32 ára gamli mark- maður lék með liðinu áður en hann gekk í raðir Lübbecke í Þýskalandi árið 2006. - hþh Birkir Ívar Guðmundsson: Skrifaði undir hjá Haukum KOMINN HEIM Birkir skrifaði undir þriggja ára samning. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Handknattleikskappinn Gylfi Gylfason hefur ákveðið að ganga til liðs við þýska úrvals- deildarliðið Minden. Hann lék áður með Wilhelmshaven, sem féll úr úrvalsdeildinni á nýaf- stöðnu keppnistímabili. Samkvæmt heimasíðu Minden samdi Gylfi til tveggja ára við félagið. Annar Íslendingur, Einar Örn Jónsson, hefur sem kunnugt er leikið með Minden undanfarin ár en hann heldur heim á leið í sumar og mun leika með Haukum næsta vetur. „Liðið náði að halda flestum af sínum bestu leikmönnum en það þarf þó að sýna stöðugari leik en áður. Ég hef fulla trú á því að það verði raunin,“ sagði Gylfi við heimasíðu Minden. „Ég er maður liðsheildarinnar og geri allt fyrir liðið,“ bætti hann við. - óþ Gylfi Gylfason skiptir um lið: Kominn til Minden FÆRIR SIG UM SET Gylfi Gylfason skrifaði undir tveggja ára samning við Minden. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.